Erlent

Konur kallaðar „barnsburðarvélar“

Japönsk kona, eða „barnsburðarvél“, sýnir hér síma.
Japönsk kona, eða „barnsburðarvél“, sýnir hér síma. MYND/AP

Heilbrigðisráðherra Japans, Hakuo Yanagisawa, sagði að konur væru „barnsburðarvélar" og að þær ættu að reyna að fæða sem flest börn. Hann bætti þó við að það væri kannski ekki viðeigandi að kalla konur vélar.

Yanagisawa var í ræðu sinni að tala um lækkandi fæðingartíðni og sífellt hækkandi meðalaldur Japana. Nýlegar tölur sýna að hver kona eignast að meðaltali 1.26 börn en til þess að þjóðinni fjölgi þarf meðaltalið að vera 2,1 barn á hverja konu. Sambærilegt hlutfall á Íslandi er 1,99.

Japan er ein elsta þjóð í heimi. Áhyggjur vegna áhrifa þess á hagvöxt og ellilífeyri hafa leitt til þess að stjórnvöld hvetja nú fólk til barneigna. Í þeim tilgangi ætla þau að auka við styrki til barnafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×