Erlent SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Erlent 16.1.2007 19:11 Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. Viðskipti erlent 16.1.2007 16:41 Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. Viðskipti erlent 16.1.2007 16:08 Ný fréttastöð í Noregi Norðmenn eignuðust sjónvarpsstöð helgaða fréttaflutningi í gær þegar Nyhetskanalen fór í loftið. Stöðin er á vegum TV 2 sjónvarpsstöðvarinnar og sendir út dagskrá allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Undirbúningur hófst fyrir fjórum mánuðum og stöðin fór svo í loftið á hádegi í gær. Erlent 16.1.2007 12:23 Batahorfur ekki sagðar vera góðar Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, er veikari en nokkru sinni fyrr eftir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir. Spænskt dagblað fullyrðir þetta í dag. Erlent 16.1.2007 12:19 Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. Viðskipti erlent 16.1.2007 12:08 Rússar selja Írönum loftvarnarkerfi Rússar hafa afhent Írönum loftvarnarkerfi en samkomulag um sölu þess náðist á síðasta ári. Kerfið heitir TOR-M1 og er færanlegt. Það samanstendur af þremur tegundum af færanlegum eldflaugapöllum. Þeir geta fylgst með tveimur skotmörkum í einu og geta unnið sjálfstætt við nær allar aðstæður. Erlent 16.1.2007 11:42 Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Viðskipti erlent 16.1.2007 11:42 51% kvenna í USA utan hjónabands Fleiri bandarískar konur búa nú án eiginmanns en með eiginmanni. Sérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem svo sé. Árið 1950 var talan 35% og árið 2000 49% en árið 2005 var talan komin upp í 51%. Þetta kom fram í skýrslu New York Times um bandaríska manntalið sem var tekið árið 2005. Erlent 16.1.2007 11:11 11 látnir í Írak í morgun Sjö manns létust og 24 særðust í sprengjuárás við mosku súnní múslima í miðborg Bagdad í morgun. Einn af þeim sem létust í árásinni var lögreglumaður. Tvær sprengjur sprungu og talið er að seinni sprengjan hafi verið á mótorhjóli. Sú fyrri var falin í bíl sem var búið að leggja við vegarkantinn. Fyrr í dag létust fjórir í sprengjuárás í Karrada hluta Bagdad. Erlent 16.1.2007 10:22 Skattskylt kókaín Annað árið í röð hefur Tennessee fylki í Bandaríkjunum grætt meira en eina og hálfa milljón dollara, eða um 106 milljónir íslenskra króna, á eiturlyfjaskatti. Eiturlyfjasalar þurfa að greiða skatt af öllum ólöglegum eiturlyfjum sem þeir eiga en upplýsingar sem verða til þegar þeir borga skattinn er ekki hægt að nota fyrir dómstólum. Erlent 16.1.2007 10:01 Fleiri en 34 þúsund létust í Írak á síðasta ári Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá því í dag að fleiri en 34 þúsund óbreyttir íraskir borgarar hafi látið lífið í Írak á síðasta ári. Tölur látinna fóru þó lækkandi í nóvember og desember samanborið við september og október. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak sagði á fréttamannafundi í morgun að heildartala látinna væri 34.452 og að fleiri en 36 þúsund hefðu særst. Erlent 16.1.2007 09:33 Skógareldar í Ástralíu Miklir eldar hafa geysað í Ástralíu undanfarna daga og hafa þeir valdið rafmagnsleysi víða um suðurhluta landsins. Rafmagnslaust hefur orðið á sjúkrahúsum og á vegakerfum. Talið er að allt að 200.000 manns hafi orðið rafmagnslaus. Erlent 16.1.2007 08:46 Fórst vegna veðurs Rannsóknarmenn hafa sagt frá því að flugvélin sem fórst í Indónesíu fyrir tæpum þremur vikum hafi sennilega farist vegna slæmra veðurskilyrða. Segja þeir ekkert benda til þess að sprenging hafi orðið í vélinni. Líklegast er talið að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún lenti í sjónum og að skrokkur hennar hafi síðan gefið sig vegna þrýstings. Erlent 16.1.2007 08:34 ESB og SÞ fordæma aftökur Sameinuðu þjóðirnar og leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt aftökurnar á samstarfsmönnum Saddams Hússein en þær fóru fram fyrir tveimur dögum. Annar var hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Íraks en hinn var yfirdómari í tíð Saddams. Þær fengu báðir dóm í sama máli og Saddam var dæmdur til dauða í. Erlent 16.1.2007 08:28 Skipaárekstur á Ítalíu Gámaskip og skíðabátur fyrir farþega rákust saman í höfninni við Messina á Ítalíu í gær. Fjórir létust úr áhöfn skíðabátsins og tugir farþega slösuðust og þar af voru fimm í alvarlegu ástandi. Enginn úr flutningaskipinu slasaðist. Erlent 16.1.2007 07:07 Færeyingar íhuga raforkukaup af Íslendingum Færeyingar íhuga að kaupa raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi til að hita og lýsa híbýli sín og knýja atvinnulífið, í stað þess að nota olíu til þess. Þetta segir Bjarni Djurholm, sem fer með orkumál færeyinga, í viðtali við Jyllands Posten. Erlent 16.1.2007 07:33 Rice í Sádi-Arabíu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hitti í gær konung Sádi Arabíu en Rice er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að fá stuðning við nýlega stefnubreytingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Írak. Erlent 16.1.2007 07:03 Leg grædd í konur Sjúkrahús í New York ætlar sér að framkvæma ígræðslu á legi en slík aðgerð gæti gert konum sem eru með gallað leg kleift að eignast börn. Legin koma frá látnum líffæragjöfum, rétt eins og þegar um er að ræða aðrar líffæraígræðslur. Erlent 16.1.2007 06:52 Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Erlent 15.1.2007 18:07 Gen tengt Alzheimers Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Erlent 15.1.2007 18:06 Innflutningsbann stendur enn Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins. Erlent 15.1.2007 13:01 Engar myndir birtar af aftökum í nótt Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Erlent 15.1.2007 11:53 Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 15.1.2007 12:21 Abbas, Olmert og Rice funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins. Erlent 15.1.2007 11:50 Bush játar að hafa gert ástandið verra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi. Erlent 15.1.2007 11:56 ESB harmar loftárásir Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt. Erlent 15.1.2007 11:39 Óeirðir á Filippseyjum Óeirðalögreglan á Filippseyjum þurfti í morgun að dreifa úr hundruð mótmælenda í borginni Cebu en þar er leiðtogafundur Austur-Asíuríkja nú haldinn. Mótmælendurnir báru margir hverjir borða með slagorðum gegn Bandaríkjunum og forseta Filippseyja, Gloriu Arroyo, og voru þeir að mótmæla auknum aðgerðum ríkjanna gegn hryðjuverkum. Erlent 15.1.2007 07:06 Ahmadinejad í Níkvaragúa Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lofaði því í gær að mynda bandalag með vinstri-sinnuðum stjórnvöldum í Suður-Ameríku en hann er nú á ferðalagi þar. Ahmadinejad hitti Daniel Ortega, forseta Níkaragúa, í gær og sagði við það tækifæri að Íran, Níkaragúa, Venesúela og fleiri byltingarlönd ættu að standa saman gegn yfirgangi Bandaríkjanna. Erlent 15.1.2007 06:59 Hálfbróðir Saddams tekinn af lífi Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússeins, var tekinn af lífi í nótt. Hann var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma Saddams Hússeins. Awad Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari landsins, var einnig tekinn af lífi í nótt. Þeir voru sakfelldir vegna morða á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982 en Saddam var dæmdur til dauða í sama máli. Erlent 15.1.2007 07:13 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
SÞ: Tæplega 35 þúsund almennir borgarar fallið í Írak 2006 Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að tæplega 35 þúsund almennir borgarar hafi fallið í átökum í Írak í fyrra. Það eru þrefalt fleiri en innanríkisráðuneytið íraska segir hafa fallið. Nærri því 100 manns hafa týnt lífi og rúmlega 200 særst í sprengjuárásum í og við Bagdad í dag. Erlent 16.1.2007 19:11
Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. Viðskipti erlent 16.1.2007 16:41
Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. Viðskipti erlent 16.1.2007 16:08
Ný fréttastöð í Noregi Norðmenn eignuðust sjónvarpsstöð helgaða fréttaflutningi í gær þegar Nyhetskanalen fór í loftið. Stöðin er á vegum TV 2 sjónvarpsstöðvarinnar og sendir út dagskrá allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Undirbúningur hófst fyrir fjórum mánuðum og stöðin fór svo í loftið á hádegi í gær. Erlent 16.1.2007 12:23
Batahorfur ekki sagðar vera góðar Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, er veikari en nokkru sinni fyrr eftir þrjár misheppnaðar skurðaðgerðir. Spænskt dagblað fullyrðir þetta í dag. Erlent 16.1.2007 12:19
Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. Viðskipti erlent 16.1.2007 12:08
Rússar selja Írönum loftvarnarkerfi Rússar hafa afhent Írönum loftvarnarkerfi en samkomulag um sölu þess náðist á síðasta ári. Kerfið heitir TOR-M1 og er færanlegt. Það samanstendur af þremur tegundum af færanlegum eldflaugapöllum. Þeir geta fylgst með tveimur skotmörkum í einu og geta unnið sjálfstætt við nær allar aðstæður. Erlent 16.1.2007 11:42
Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Viðskipti erlent 16.1.2007 11:42
51% kvenna í USA utan hjónabands Fleiri bandarískar konur búa nú án eiginmanns en með eiginmanni. Sérfræðingar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem svo sé. Árið 1950 var talan 35% og árið 2000 49% en árið 2005 var talan komin upp í 51%. Þetta kom fram í skýrslu New York Times um bandaríska manntalið sem var tekið árið 2005. Erlent 16.1.2007 11:11
11 látnir í Írak í morgun Sjö manns létust og 24 særðust í sprengjuárás við mosku súnní múslima í miðborg Bagdad í morgun. Einn af þeim sem létust í árásinni var lögreglumaður. Tvær sprengjur sprungu og talið er að seinni sprengjan hafi verið á mótorhjóli. Sú fyrri var falin í bíl sem var búið að leggja við vegarkantinn. Fyrr í dag létust fjórir í sprengjuárás í Karrada hluta Bagdad. Erlent 16.1.2007 10:22
Skattskylt kókaín Annað árið í röð hefur Tennessee fylki í Bandaríkjunum grætt meira en eina og hálfa milljón dollara, eða um 106 milljónir íslenskra króna, á eiturlyfjaskatti. Eiturlyfjasalar þurfa að greiða skatt af öllum ólöglegum eiturlyfjum sem þeir eiga en upplýsingar sem verða til þegar þeir borga skattinn er ekki hægt að nota fyrir dómstólum. Erlent 16.1.2007 10:01
Fleiri en 34 þúsund létust í Írak á síðasta ári Sameinuðu þjóðirnar skýrðu frá því í dag að fleiri en 34 þúsund óbreyttir íraskir borgarar hafi látið lífið í Írak á síðasta ári. Tölur látinna fóru þó lækkandi í nóvember og desember samanborið við september og október. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak sagði á fréttamannafundi í morgun að heildartala látinna væri 34.452 og að fleiri en 36 þúsund hefðu særst. Erlent 16.1.2007 09:33
Skógareldar í Ástralíu Miklir eldar hafa geysað í Ástralíu undanfarna daga og hafa þeir valdið rafmagnsleysi víða um suðurhluta landsins. Rafmagnslaust hefur orðið á sjúkrahúsum og á vegakerfum. Talið er að allt að 200.000 manns hafi orðið rafmagnslaus. Erlent 16.1.2007 08:46
Fórst vegna veðurs Rannsóknarmenn hafa sagt frá því að flugvélin sem fórst í Indónesíu fyrir tæpum þremur vikum hafi sennilega farist vegna slæmra veðurskilyrða. Segja þeir ekkert benda til þess að sprenging hafi orðið í vélinni. Líklegast er talið að vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún lenti í sjónum og að skrokkur hennar hafi síðan gefið sig vegna þrýstings. Erlent 16.1.2007 08:34
ESB og SÞ fordæma aftökur Sameinuðu þjóðirnar og leiðtogar Evrópusambandsins hafa fordæmt aftökurnar á samstarfsmönnum Saddams Hússein en þær fóru fram fyrir tveimur dögum. Annar var hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Íraks en hinn var yfirdómari í tíð Saddams. Þær fengu báðir dóm í sama máli og Saddam var dæmdur til dauða í. Erlent 16.1.2007 08:28
Skipaárekstur á Ítalíu Gámaskip og skíðabátur fyrir farþega rákust saman í höfninni við Messina á Ítalíu í gær. Fjórir létust úr áhöfn skíðabátsins og tugir farþega slösuðust og þar af voru fimm í alvarlegu ástandi. Enginn úr flutningaskipinu slasaðist. Erlent 16.1.2007 07:07
Færeyingar íhuga raforkukaup af Íslendingum Færeyingar íhuga að kaupa raforku frá vatnsaflsvirkjunum á Íslandi til að hita og lýsa híbýli sín og knýja atvinnulífið, í stað þess að nota olíu til þess. Þetta segir Bjarni Djurholm, sem fer með orkumál færeyinga, í viðtali við Jyllands Posten. Erlent 16.1.2007 07:33
Rice í Sádi-Arabíu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hitti í gær konung Sádi Arabíu en Rice er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að fá stuðning við nýlega stefnubreytingu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Írak. Erlent 16.1.2007 07:03
Leg grædd í konur Sjúkrahús í New York ætlar sér að framkvæma ígræðslu á legi en slík aðgerð gæti gert konum sem eru með gallað leg kleift að eignast börn. Legin koma frá látnum líffæragjöfum, rétt eins og þegar um er að ræða aðrar líffæraígræðslur. Erlent 16.1.2007 06:52
Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Erlent 15.1.2007 18:07
Gen tengt Alzheimers Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Erlent 15.1.2007 18:06
Innflutningsbann stendur enn Ólíklegt er að Rússar eigi eftir að aflétta banni sínu á innflutning á pólska kjötvöru þrátt fyrir að viðræður milli þeirra hefjist nú í vikunni. Rússar segja að meðferð kjötsins á meðan flutningi standi, standist ekki heilbrigðiskröfur sínar og neita að taka gild pólsk vottorð sem og vottorð Evrópusambandsins. Erlent 15.1.2007 13:01
Engar myndir birtar af aftökum í nótt Hálfbróðir Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og fyrrverandi yfirdómari landsins voru hengdir í Bagdad í nótt. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða fyrir morð á nærri hundrað og fimmtíu sjíamúslimum árið 1982. Engar myndir hafa verið birtar frá aftökunni. Upphaflega átti að taka þá alla þrjá af lífi á sama tíma en síðan var ákveðið að byrja á Saddam. Hann var svo hengdur 30. desember síðastliðinn. Erlent 15.1.2007 11:53
Bandaríkin ráðast gegn Írönum í Írak Bandaríski sendiherrann í Írak, Zalmay Khalilzad, sagði í dag að þau muni reyna að uppræta hópa Írana og Sýrlendinga sem starfa í Írak. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem haldinn var í Írak í dag til þess að kynna nýja stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 15.1.2007 12:21
Abbas, Olmert og Rice funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur samþykkt að funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir sendifulltrúar greindu frá þessu fyrir stundu. Óvíst er hvenær blásið verður til fundarins. Erlent 15.1.2007 11:50
Bush játar að hafa gert ástandið verra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í viðtali við fréttamann 60 mínútna í gær að ákvarðanir hans hefðu gert ástandið í Írak óstöðugara en það var áður. Í því sagði Bush að ofbeldið á milli trúarhópa í Írak gæti leitt til hryðjuverkaárása í Bandaríkjunum. Því væri nauðsynlegt að ná stjórn á ástandinu þar í landi. Erlent 15.1.2007 11:56
ESB harmar loftárásir Formaður neyðarhjálpar Evrópusambandsins, Louis Michel, sagði í dag að sprengjuárásir Bandaríkjanna í suðurhluta Sómalíu gætu aukið á ofbeldi á svæðinu. Michel sagði að í síðustu viku að árásir Bandaríkjanna hefðu ekki gert aðstæður betri á neinn hátt. Erlent 15.1.2007 11:39
Óeirðir á Filippseyjum Óeirðalögreglan á Filippseyjum þurfti í morgun að dreifa úr hundruð mótmælenda í borginni Cebu en þar er leiðtogafundur Austur-Asíuríkja nú haldinn. Mótmælendurnir báru margir hverjir borða með slagorðum gegn Bandaríkjunum og forseta Filippseyja, Gloriu Arroyo, og voru þeir að mótmæla auknum aðgerðum ríkjanna gegn hryðjuverkum. Erlent 15.1.2007 07:06
Ahmadinejad í Níkvaragúa Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lofaði því í gær að mynda bandalag með vinstri-sinnuðum stjórnvöldum í Suður-Ameríku en hann er nú á ferðalagi þar. Ahmadinejad hitti Daniel Ortega, forseta Níkaragúa, í gær og sagði við það tækifæri að Íran, Níkaragúa, Venesúela og fleiri byltingarlönd ættu að standa saman gegn yfirgangi Bandaríkjanna. Erlent 15.1.2007 06:59
Hálfbróðir Saddams tekinn af lífi Barzan Ibrahim, hálfbróðir Saddams Hússeins, var tekinn af lífi í nótt. Hann var yfirmaður leyniþjónustu Íraks á valdatíma Saddams Hússeins. Awad Hamed al-Bandar, fyrrum yfirdómari landsins, var einnig tekinn af lífi í nótt. Þeir voru sakfelldir vegna morða á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982 en Saddam var dæmdur til dauða í sama máli. Erlent 15.1.2007 07:13