Erlent

Fréttamynd

20 þúsund hermenn í viðbót til Íraks

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fjölga í herliði Bandaríkjanna um 20 þúsund hermenn en þetta fullyrti öldungardeildarþingmaður sem hitti forsetann í kvöld. Bush sagði þingmanninum að áætlunin um að auka fjölda hermanna væri væri komin frá forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki.

Erlent
Fréttamynd

3,7 milljónir flóttamanna flúið heimili sín í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að allt að 3,7 milljónir manna hefðu flúið heimili sín í Írak vegna ástandsins sem þar ríkir. Talið er að um 50 þúsund bætist í hópinn á hverjum mánuði. Konur hafa einnig neyðst út í vændi og frásagnir af þrælkunarvinnu barna verða háværari.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fjölgað í breska herliðinu í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar sér ekki að auka við fjölda breskra hermanna í Írak en búist er við því að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, muni tilkynna mikla fjölgun í bandaríska herliðinu í Írak í nótt. Talið er að Bush ætli að auka um allt að 20 þúsund hermenn.

Erlent
Fréttamynd

30 ára fangelsi fyrir sprengjutilræði

Yfirvöld í New York dæmdu í dag pakistanskan innflytjanda í 30 ára fangelsi fyrir að ætla sér að sprengja upp neðanjarðarlestarstöð í Manhattan í New York.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkamenn vara fólk í Alsír við

Leiðtogi hryðjuverkahóps í Alsír gaf í dag út viðvörun og sagði að Frakkar í Alsír væru í hættu vegna yfirvofandi sprengjuárása. Sagði hann ennfremur að þeir væru komnir með vopn og sprengiefni og biðu aðeins fyrirmæla frá Osama Bin Laden, leiðtoga al-Kaída samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Nektarpartý í bandarískum háskólum

Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.

Erlent
Fréttamynd

Orðið „fáviti“ fjarlægt úr stjórnarskrá

Í New Jersey gæti orðið „fáviti“ bráðlega verið fjarlægt úr stjórnarskrá ríkisins til þess að fólk sem er andlega fatlað geti nýtt sér atkvæðisrétt sinn og kosið. Lögin sem banna að „fávitar“ kjósi voru sett fyrir meira en 150 árum síðan til þess að koma í veg fyrir að þeir sem væru andlega fatlaðir gætu kosið.

Erlent
Fréttamynd

Áhersla á samkomulag í Doha

Að ná góðum árangri í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptasambandsins er forgangsatriði bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en frá þessu skýrði Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvæðing fyrirtækja hafin í Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, biðlaði í kvöld til þingsins í landinu og bað það um að veita honum sérstök völd til þess að geta þjóðvætt ýmis fyrirtæki. Meðal þeirra sem þjóðvæða á er fjölmiðlafyrirtækið CANTV sem og einhverjir hlutar olíuverkefna á Orinoco svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjö á bráðamóttöku vegna gaseitrunnar

Gasið sem angraði íbúa New York borgar í dag varð til þess að sjö manns voru flutt á bráðadeild með einkenni sem hlutust af gasinu. Ekki er vitað um uppruna gassins en það hefur verið talið harmlaust hingað til.

Erlent
Fréttamynd

Gullæði í Brasilíu

Þúsundir fátækra Brasilíumanna streyma nú, vopnaðir skóflum og vélsögum, á nýfundið gullsvæði djúpt í Amazon frumskóginum og óttast yfirvöld umhverfisslys. Einnig eru áhyggjur af því að heilsu fólks verði stefnt í hættu þar sem aðbúnaður á svæðinu er nær enginn. Fyrir aðeins nokkrum vikum fundust gullæðar á yfirborðinu á svæðinu og þegar fréttir fóru að berast af gullfundinum streymdu vongóðir á staðinn.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjusveit í Miami kölluð út

Sprengjusveit lögreglunnar í Miami í Bandaríkjunum var kölluð út í dag til þess að rannsaka grunsamlegan hlut sem fannst á hafnarsvæði borgarinnar. Verið var að afferma hlutinn úr vörubíl á svæðinu þegar leitartæki hafnarvarða fundu eitthvað óeðlilegt.

Erlent
Fréttamynd

SÞ ætla að auka þátt friðargæslu

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) verða að styrkja sig til þess að geta tekist á við þær fjölmörgu ógnir sem steðja að friði á komandi ári en þetta sagði Ban Ki-moon á fundi öryggisráðsins í dag.

Erlent
Fréttamynd

David Bowie sextugur í dag

Hann kom til jarðar sem Ziggy Stardust, fór í ýmis gervi eftir það og söng meðal annars um Starman og Major Tom. Söngferillinn spannar rúma fjóra áratugi. Hann heitir David Bowie og er sextugur í dag.

Erlent
Fréttamynd

Telja ekkert styðja sögu landgönguliða

Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið.

Erlent
Fréttamynd

Spá mikilli hækkun á gengi tryggingafélags

Greinendur búast við að gengi bréfa í kínverska líftryggingafélaginu China Life hækki um heil 60 prósent þegar það verður skráð í kauphöllina í Sjanghæ á morgun. Reiknað er með miklum sveiflum á gengi bréfa í tryggingafélaginu á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverska lögreglan í átökum við hryðjuverkamenn

Kínverska lögreglan varð 18 manns að bana í dag þegar hún gerði árásir á búðir hryðjuverkamanna í Xinjiang, sem er sjálfstjórnarhérað í vesturhluta Kína. Árásin átti sér stað á föstudaginn og var fyrst sagt frá henni í dag. Hryðjuverkamennirnir eru af tyrkneskum uppruna og kínversk yfirvöld segja vera aðskilnaðarsinna.

Erlent
Fréttamynd

Miðborg Austin í Texas lokað vegna mikils fugladauða

Miðborg Austin í Texas var lokað í morgun vegna þess að þar hafa fundist tugir dauðra fugla. Þúsundir manna komust ekki til vinnu sinnar af þessum sökum. Embættismenn segja að þetta sé gert í varúðarskyni, en enginn hefur hugmynd um hversvegna fuglarnir drápust.

Erlent
Fréttamynd

Innfluttir þriðjungur Hollendinga 2050

Um það bil þriðjungur hollensku þjóðarinnar verður af erlendu bergi brotinn árið 2050, en í dag er einn af hverjum fimm íbúum innflytjandi eða af innflytjendum kominn. Hollenska hagstofan býst við því að á þessu tímabili fjölgi landsmönnum um 400 þúsund, upp í 16,8 milljónir, mest vegna innflytjenda frá löndum eins og Tyrklandi, Marokkó og Surinam.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð enn undir 58 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag í kjölfar verra veðurfars í Bandaríkjunum og aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu þar í landi. Þá eiga Rússar hlut að máli en þeir skrúfuðu fyrir olíuleiðslur til Hvíta-Rússlands í dag með þeim afleiðingum að olía barst ekki til Póllands og Þýskalands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ég mun drepa þá alla með efnavopnum

Saddam Hussein og frændi hans "Efnavopna Ali" heyrðust tala um að drepa þúsundir kúrda með efnavopnum, þegar upptaka frá fundi þeirra var spiluð við réttarhöldin í Bagdad, í dag. Þetta var nokkru áður en efnavopnum var beitt gegn bænum Halabja, þar sem um fimm þúsund manns létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Lokað fyrir rússneska olíu til Evrópu

Evrópusambandið hefur krafið Rússa og Hvít-Rússa um tafarlausar skýringar á því að í nótt var hætt að dæla olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýskalands. Leiðslan liggur um Hvíta-Rússland.

Erlent
Fréttamynd

Goldman Sachs lækkar mat á Wal-Mart

Gengi hlutabréfa í bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, lækkaði um rúmt prósent á markaði vestanhafs í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs lækkaði mat sitt á verslanakeðjunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farþegum fjölgaði hjá EasyJet

Farþegum sem flugu á vegum breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet fjölgaði um 11,2 prósent í desember í fyrra samanborið við sama tíma fyrir ári. Þetta jafngildir því að 33,7 milljónir farþega hafi flogið með vélum EasyJet í mánuðinum. Tekjur félagsins hækkuðu sömuleiðis um 20,7 prósent í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE

Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mannréttindadómstóllinn að kikna undan álagi

Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg er að kikna undan heilu fjalli af málum sem eru á biðlista. Forseti dómstólsins segir að hann brjóti sjálfur mannréttindi, með því að afgreiða mál ekki tímanlega. Það hefur tekið upp undir ellefu ár að ljúka sumum málum.

Erlent
Fréttamynd

Morðaldan rís hærra á Indlandi

Aðskilnaðarsinnar í Assam héraði á Indlandi myrtu tíu manns í dag og hafa þá 67 fallið í valinn frá því þeir hófu árásir sínar, á föstudagskvöld. Hundruð hermanna og lögreglumanna gerðu í dag árásir á búðir þeirra í frumskóginum, í dag, og liðsauki hefur verið sendur til Assam.

Erlent
Fréttamynd

Sómalir segjast hafa sigrað islamista

Foringi í her Sómalíu segir að þeir séu búnir að brjóta islamska uppreisnarmenn á bak aftur, með aðstoð frá eþíópiska hernum. Islamistarnir höfðu verið hraktir frá flestum héruðum landsins í en áttu enn nokkur vígi í suðurhlutanum, rétt við landamærin að Kenya.

Innlent