Erlent Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 10:57 25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06 Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:03 Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30 Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 09:54 Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007. Viðskipti erlent 26.12.2006 09:35 Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14 Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. Erlent 25.12.2006 18:55 Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46 Rússar kæra PWC Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess. Viðskipti erlent 25.12.2006 16:30 Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18 Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00 Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44 Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42 Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 13:43 Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:26 Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16 Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum. Erlent 25.12.2006 12:24 Tortímandinn er mannlegur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi. Erlent 25.12.2006 11:49 80 látnir í aurskriðum í Indónesíu Flóð og skriður í Aceh héraði og á norðurhluta Súmötru í Indónesíu hafa drepið allt að 80 manns og neytt tugi þúsunda til þess að flýja heimili sín en yfirvöld þar skýrðu frá þessu í dag. Aceh héraðið, sem er enn að jafna sig eftir flóðbylgjuna sem fyrir tveimur árum síðan, varð hvað verst úti í þessum hamförum. Ástæðan fyrir þessu eru miklar rigningar á svæðinu. Erlent 25.12.2006 11:35 Jackson snýr aftur Michael Jackson lenti í Las Vegas seint á laugardagskvöldið til þess að hefja endurkomu sína á sviði og í tónlist. Mun Jackson halda úti sýningu í ætt við þær sem Celine Dion, Wayne Newton og Britney Spears. Michael Jackson hefur undanfarið búið í Bahrain og Írlandi eftir að hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á ungum drengjum. Erlent 25.12.2006 10:01 Breski herinn gerir áhlaup á íraska lögreglustöð Breski og íraski herinn gerðu í morgun áhlaup á eina af helstu lögreglustöðum í Basra í suðurhluta Íraks þar sem þeir sögðu stórglæpadeild hennar hafa breyst í mafíu. Erlent 25.12.2006 09:39 Eþíópía gerir árásir á Mogadishu Stjórnvöld í Sómalíu sögðu í dag að þau hefðu lokað öllum landamærum sem og land- og lofthelgi landsins. Á sama tíma hefur eþíópíski herinn gert loftárásir á flugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en múslimskir uppreisnarmenn ráða lögum og lofum í Mogadishu. Erlent 25.12.2006 09:19 Guðfaðir sálartónlistar allur Sálarsöngvarinn James Brown er látinn. Hann lést í nótt, 73 ára að aldri, eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar vegna alvarlegrar lungnabólgu. Brown sagði að hann sjálfur væri sá listamaður sem ynni allra manna mest og hann var líka þekktur sem „Herra Dýnamít" fyrir líflega sviðsframkomu sína. Erlent 25.12.2006 09:13 Jólin haldin hátíðleg í Betlehem Hundruð pílagríma söfnuðust saman í Betlehem í dag til þess að sækja þar jólamessu. Grimmur raunveruleikinn var samt skammt undan þar sem ofbeldi á svæðinu hefur verið töluvert undanfarnar vikur. Erlent 24.12.2006 16:18 Jesú, konungur Póllands? Hópur af pólskum þingmönnum hefur lagt fram tillögu á pólska þinginu um að gera Jesú að konungi Póllands. Samtals standa 46 þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum að tillögunni. Skýra þeir uppátæki sitt með því að segja að Jesú sé hinn eini sanni konungur í hjarta margra kaþólikka. Erlent 24.12.2006 15:35 Pakistan leyfir hjálparaðgerðir SÞ Pakistan hefur samþykkt neyðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eiga að miða að því að hjálpa um 80 þúsund manns sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka í suðurhluta Pakistan. Erlent 24.12.2006 15:20 Egypsk kona deyr úr fuglaflensu Egypsk kona lést í dag af völdum fuglaflensu en þar með eru mannslát af völdum hennar alls orðin átta í Egyptalandi. Konan dó aðeins nokkrum klukkustundum eftir að próf sýndu að hún væri með fuglaflensu en lækna hafði ekki grunað þar sem hún neitaði því að hafa komist í návígi við hvers konar fugla áður en hún veiktist. Erlent 24.12.2006 14:42 Scaramella handtekinn í dag Ítalski tengilliður Alexanders Litvinenko, Mario Scaramella, var handtekinn í dag vegna gruns um vopnasölu og að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Scaramella var einn af þeim síðustu sem að hittu Litvinenko daginn sem eitrað var fyrir honum og fannst meira að segja lítið magn af geislavirka efninu pólóníum í líkama hans. Erlent 24.12.2006 14:29 Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni Leifar af kókaíni finnast á allt að 94% peningaseðla á Spáni en notkun kókaíns þar í landi er ein sú mesta í heiminum en þetta kom fram í skýrslu sem birt var í dag. Erlent 24.12.2006 14:21 « ‹ 195 196 197 198 199 200 201 202 203 … 334 ›
Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. Erlent 26.12.2006 10:57
25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. Erlent 26.12.2006 11:06
Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. Erlent 26.12.2006 10:03
Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. Erlent 26.12.2006 10:30
Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. Erlent 26.12.2006 09:54
Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007. Viðskipti erlent 26.12.2006 09:35
Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir. Erlent 26.12.2006 09:14
Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. Erlent 25.12.2006 18:55
Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 25.12.2006 16:46
Rússar kæra PWC Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess. Viðskipti erlent 25.12.2006 16:30
Búdda snúinn aftur? Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum. Erlent 25.12.2006 16:18
Átta ára atvinnumaður Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Erlent 25.12.2006 16:00
Drottningin vill brúa kynslóðabilið Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða. Erlent 25.12.2006 15:44
Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum. Erlent 25.12.2006 14:42
Hópslagsmál í Kína Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum. Erlent 25.12.2006 13:43
Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Erlent 25.12.2006 13:26
Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem. Erlent 25.12.2006 13:16
Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum. Erlent 25.12.2006 12:24
Tortímandinn er mannlegur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi. Erlent 25.12.2006 11:49
80 látnir í aurskriðum í Indónesíu Flóð og skriður í Aceh héraði og á norðurhluta Súmötru í Indónesíu hafa drepið allt að 80 manns og neytt tugi þúsunda til þess að flýja heimili sín en yfirvöld þar skýrðu frá þessu í dag. Aceh héraðið, sem er enn að jafna sig eftir flóðbylgjuna sem fyrir tveimur árum síðan, varð hvað verst úti í þessum hamförum. Ástæðan fyrir þessu eru miklar rigningar á svæðinu. Erlent 25.12.2006 11:35
Jackson snýr aftur Michael Jackson lenti í Las Vegas seint á laugardagskvöldið til þess að hefja endurkomu sína á sviði og í tónlist. Mun Jackson halda úti sýningu í ætt við þær sem Celine Dion, Wayne Newton og Britney Spears. Michael Jackson hefur undanfarið búið í Bahrain og Írlandi eftir að hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á ungum drengjum. Erlent 25.12.2006 10:01
Breski herinn gerir áhlaup á íraska lögreglustöð Breski og íraski herinn gerðu í morgun áhlaup á eina af helstu lögreglustöðum í Basra í suðurhluta Íraks þar sem þeir sögðu stórglæpadeild hennar hafa breyst í mafíu. Erlent 25.12.2006 09:39
Eþíópía gerir árásir á Mogadishu Stjórnvöld í Sómalíu sögðu í dag að þau hefðu lokað öllum landamærum sem og land- og lofthelgi landsins. Á sama tíma hefur eþíópíski herinn gert loftárásir á flugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en múslimskir uppreisnarmenn ráða lögum og lofum í Mogadishu. Erlent 25.12.2006 09:19
Guðfaðir sálartónlistar allur Sálarsöngvarinn James Brown er látinn. Hann lést í nótt, 73 ára að aldri, eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar vegna alvarlegrar lungnabólgu. Brown sagði að hann sjálfur væri sá listamaður sem ynni allra manna mest og hann var líka þekktur sem „Herra Dýnamít" fyrir líflega sviðsframkomu sína. Erlent 25.12.2006 09:13
Jólin haldin hátíðleg í Betlehem Hundruð pílagríma söfnuðust saman í Betlehem í dag til þess að sækja þar jólamessu. Grimmur raunveruleikinn var samt skammt undan þar sem ofbeldi á svæðinu hefur verið töluvert undanfarnar vikur. Erlent 24.12.2006 16:18
Jesú, konungur Póllands? Hópur af pólskum þingmönnum hefur lagt fram tillögu á pólska þinginu um að gera Jesú að konungi Póllands. Samtals standa 46 þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum að tillögunni. Skýra þeir uppátæki sitt með því að segja að Jesú sé hinn eini sanni konungur í hjarta margra kaþólikka. Erlent 24.12.2006 15:35
Pakistan leyfir hjálparaðgerðir SÞ Pakistan hefur samþykkt neyðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eiga að miða að því að hjálpa um 80 þúsund manns sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka í suðurhluta Pakistan. Erlent 24.12.2006 15:20
Egypsk kona deyr úr fuglaflensu Egypsk kona lést í dag af völdum fuglaflensu en þar með eru mannslát af völdum hennar alls orðin átta í Egyptalandi. Konan dó aðeins nokkrum klukkustundum eftir að próf sýndu að hún væri með fuglaflensu en lækna hafði ekki grunað þar sem hún neitaði því að hafa komist í návígi við hvers konar fugla áður en hún veiktist. Erlent 24.12.2006 14:42
Scaramella handtekinn í dag Ítalski tengilliður Alexanders Litvinenko, Mario Scaramella, var handtekinn í dag vegna gruns um vopnasölu og að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Scaramella var einn af þeim síðustu sem að hittu Litvinenko daginn sem eitrað var fyrir honum og fannst meira að segja lítið magn af geislavirka efninu pólóníum í líkama hans. Erlent 24.12.2006 14:29
Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni Leifar af kókaíni finnast á allt að 94% peningaseðla á Spáni en notkun kókaíns þar í landi er ein sú mesta í heiminum en þetta kom fram í skýrslu sem birt var í dag. Erlent 24.12.2006 14:21