Erlent

Eþíópía gerir árásir á Mogadishu

Stjórnvöld í Sómalíu sögðu í dag að þau hefðu lokað öllum landamærum sem og land- og lofthelgi landsins. Á sama tíma hefur eþíópíski herinn gert loftárásir á flugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en múslimskir uppreisnarmenn ráða lögum og lofum í Mogadishu.

Stjórnvöld í Eþíópíu segjast vera að verja sig fyrir ágangi uppreisnarmanna og er ljóst að þau ætla sér að uppræta uppreisnarmennina fljótt og örugglega. Talið er að alls 8 þúsund eþíópískir hermenn séu í landinu.

Erlendir erindrekar telja mikla hættu á að átökin breiðist út þar sem Eritrea, grannríki Sómalíu og erkióvinur Eþíópíu, styður uppreisnarmennina og talið er að Eritrea hafi sent um 2 þúsund hermenn til stuðnings uppreisnarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×