Erlent Köttur fékk MBA-gráðu Colan Nolby er kominn með MBA-gráðu án þess að hafa nokkurn tíma gengið í skóla. Colan er sex ára köttur í eigu rannsóknarlögreglumanns í Harrisburg í Pennsylvaníu. Lífið 13.10.2005 15:08 Geta gift sig fjórtán ára Drengir og stúlkur í rússneska héraðinu Oriol geta gengið í hjónaband fjórtán ára. Annars staðar í Rússlandi getur fólk gengið í hjónaband frá átján ára aldri en þingmenn á þingi héraðsins samþykktu nýlega löggjöf þar sem giftingaraldur er fjórum árum lægri en annars staðar í landinu. Erlent 13.10.2005 15:08 Föngum misþyrmt eftir Abu Ghraib Bandarískir hermenn héldu áfram að misþyrma föngum í Írak eftir að komið var upp um fangamisþyrmingar í Abu Ghraib-fangelsi síðasta vor. Þetta kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber í fyrradag að kröfu bandarísku mannréttindasamtakanna American Civil Liberties Union. Erlent 13.10.2005 15:08 Andspyrnan fjármögnuð frá Sýrlandi Vígamenn í Írak njóta mun meiri stuðnings frá Írak en áður var talið, að sögn bandarískra leyniþjónustumanna sem Washington Post ræddi við. Þeir segja að fyrrum stuðningsmenn Saddams Hussein hafi fundið sér hæli í Sýrlandi og noti það til að dæla peningum til vígamanna og veita þeim annan stuðning. Erlent 13.10.2005 15:08 Barghouthi býður sig ekki fram Marwan Barghouthi mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum í Palestínu ef teikn verða á lofti um að Mahmoud Abbas muni framkvæma hluti sem falli að hugmyndafræði Barghoutis, verði hann kjörinn forseti. Búist var við harðri baráttu á milli þeirra Abbas, sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn vilja að verði næsti forseti Palestínu, og hins herskáa Barghoutis. Erlent 13.10.2005 15:08 Bandaríkin styrkja Palestínumenn Bandaríkjastjórn hyggst veita Palestínumönnum tuttugu milljónir Bandaríkjadala í styrk vegna slæmrar fjárhagsstöðu palestínsku þjóðarinnar. Talsmaður innan Bandaríkjastjórnar segir að þetta verði vonandi til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 15:08 Julia Roberts launahæst Leikkonan Julia Roberts er launahæst kynsystra sinna í Hollywood. Hún fær allt að 1300 milljónir króna fyrir hverja mynd sem hún leikur í og stendur því nærri jafnfætis þeim Tom Cruise og nafna hans Hanks, sem eru hæstlaunaðir karlkynsleikara í Hollywood. Lífið 13.10.2005 15:08 Róttækar breytingar á CIA Róttækustu breytingar á bandarísku leyniþjónustunni síðan í lok kalda stríðsins hafa verið samþykktar af fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meðal annars verður búin til ný staða yfirmanns sem mun hafa það hlutverk að samræma aðgerðir FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, og CIA-leyniþjónustunnar. Erlent 13.10.2005 15:08 Útiloka ekki sprengjutilræði Lögregla vill ekki útiloka að sprengja hafi sprungið í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi í morgun. Eins er saknað eftir sprenginguna. Þó að lögregla vilji ekki útiloka sprengitilræði er jafnframt talið hugsanlegt að gassprenging hafi orðið. Erlent 13.10.2005 15:08 Spenna Vesturlanda og Rússa vex Úkraínska þingið samþykkti í morgun lög sem gera það kleift að halda nýjar kosningar í landinu. Spennan á milli Vesturlanda, Rússlands og stjórnvalda í Úkraínu fer vaxandi og var fundi utanríkisráðherra NATO með utanríkisráðherra Úkraínu frestað í morgun. Erlent 13.10.2005 15:08 Tveir slösuðust í sprengingu Tveir slösuðust og eins er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi. "Við leitum að eiganda íbúðarinnar, við vitum ekki hvort hann var heima hjá sér þegar sprengingin varð," sagði Björn Pihlblad, talsmaður lögreglunnar. Erlent 13.10.2005 15:08 Þingið reynir aftur í dag Þingið í Úkraínu mun í dag á nýjan leik reyna að ná samkomulagi um breytingar á kosningalöggjöf í landinu til þess að minnka líkurnar á misferli í forsetakosningunum sem endurtaka á þann 26. desember næstkomandi. Erlent 13.10.2005 15:08 Beckham-hjónin í stórum hlutverkum David Beckham og Victoria spúsa hans eru án efa átrúnaðargoð en líkast til hafa þau aldrei verið nær guðsímyndinni en einmitt nú. Páfagarði mislíkar stórlega hlutverk þeirra hjóna í fæðingu Krists. Erlent 13.10.2005 15:08 FBI varð vitni að pyntingum Útsendarar alríkislögreglunnar FBI urðu vitni að mjög ofbeldisfullum yfirheyrslum yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu árið 2002 og vara við því að sambærilegar yfirheyrslur kunni að hafa átt sér stað í Írak eftir Abu-Ghraib hneykslið. Erlent 13.10.2005 15:08 Líklega eitrað fyrir Júsjenko Austurrískur læknir sem stjórnar rannsókninni á því hvort hugsanlega hafi verið eitrað fyrir Viktori Júsjenko, forsetaframbjóðanda í Úkraínu í aðdraganda kosninganna, segist ekki geta útilokað þann möguleika. Breska dagblaðið <em>Times </em>segir í dag að það sé aðeins tímaspursmál hvenær læknarnir finni út hvert efnið sé. Erlent 13.10.2005 15:08 Ný lög samþykkt í Úkraínu Úkraínska þingið samþykkti fyrir stundu lög og stjórnarskrárbreytingar sem heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar. 402 af 450 þingmönnum samþykktu frumvarp sem koma á í veg fyrir að kosningasvindl verði með sama hætti og þegar kosið var í nóvember. Erlent 13.10.2005 15:08 Dregið úr völdum forseta Úkraínska þingið samþykkti í gær að draga úr völdum forsetans og ruddi þar með úr vegi einni hindrun í deilum stjórnar og stjórnarandstöðu um framtíð Úkraínu og framkvæmd forsetakosninganna 26. desember. Þingið samþykkti einnig að víkja yfirkjörstjórn landsins frá og skipa aðra í hennar stað til að sjá um framkvæmd kosninganna. Erlent 13.10.2005 15:08 Mladic á launum hjá stjórn Serbíu Ratko Mladic, serbneski herforinginn sem ákærður hefur verið fyrir fjöldamorðin í Srbrenica í Bosníu, var á launaskrá júgóslavneska hersins til 2001 og á eftirlaunum hjá her Bosníu-Serba til 2002. Þetta kemur fram í gögnum sem bosníska blaðið Dnevni Avaz hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 15:08 Hart deilt um gisið jólatré Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel. Jól 13.10.2005 15:08 Stuðningsmenn Saddams í Sýrlandi Uppreisnarmenn í Írak njóta aðstoðar Sýrlendinga. Þetta er mat heimildarmanna <em>Washington Post</em> úr röðum herleyniþjónustumanna og byggir matið á upplýsingum sem aflað var í Bagdad og Fallujah í síðasta mánuði. Talið er að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hússeins séu í Sýrlandi og komi þaðan fé til uppreisnarmannanna. Erlent 13.10.2005 15:08 Geta greint smit mun fyrr en áður Vísindamenn í Hong Kong segjast hafa þróað aðferð til að greina fuglaflensusmit í mönnum mun fyrr en áður. Nú sé hægt að greina það á fáeinum klukkustundum en gömlu prófin voru þess eðlis að það tók nokkra daga og upp í viku að greina smit. Erlent 13.10.2005 15:08 Einn stjóri yfir allar stofnanir Bandaríkjaþing hefur samþykkt víðtækustu breytingar á yfirstjórn og starfsemi njósna- og lögreglustofnanna Bandaríkjanna frá stofnun bandarísku leyniþjónustunnar CIA skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 15:08 Sigurinn vís í Úkraínu Sigurinn er vís að mati stjórnarandstöðunnar í Úkraínu eftir að þing landsins samþykkti lög sem tryggja að þjóðin geti valið sér forseta á ný. Erlent 13.10.2005 15:08 IBM hættir framleiðslu einkatölva Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að hætta framleiðslu einkatölva og hefur selt kínverska fyrirtækinu Lenovo þann hluta fyrirtækisins. IBM var meðal frumkvöðlanna í einkatölvuframleiðslu snemma á níunda áratug síðustu aldar en hefur ekki grætt neitt á einkatölvuframleiðslu í dágóðan tíma. Erlent 13.10.2005 15:08 Saumuðu að Rumsfeld Bandarískir hermenn í Kúveit sem hlýddu á ræðu á ræðu Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, áður en þeir héldu af stað til Íraks saumuðu að ráðherranum í fyrirspurnum og voru auðheyrilega ósáttir við eitt og annað sem tengist því hvernig hernaðaraðgerðum er háttað í Írak þó að þeir hafi ekki sett sig upp á móti stríðinu sjálfu. Erlent 13.10.2005 15:08 Karzai settur í forsetaembætti Hamid Karzai sór í dag embættiseið sem forseti Afganistans. Hann er fyrsti maðurinn sem hefur verið kjörinn til þessa embættis í lýðræðislegum kosningum. Karzai lofaði að koma á friði og umbylta efnahag landsins þannig að hann hætti að byggja á framleiðslu eiturlyfja. Erlent 13.10.2005 15:07 La Scala opnað að nýju La Scala í Mílanó var opnað í dag eftir þriggja ára viðgerð, breytingar og endurbætur sem kostuðu yfir fjóra milljarða króna. Breytingarnar voru mjög umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Það var meira að segja rifist um hvort ætti að pússa ljósakrónurnar eða ekki. Erlent 13.10.2005 15:08 Ástandið mun versna Ástandið í Írak er slæmt, fer versnandi og engin teikn eru á lofti sem benda til að það breytist í bráð. Þetta er niðurstaða yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Bagdad, en New York Times greinir í morgun frá leynilegri skýrslu hans. Erlent 13.10.2005 15:07 1420 hitaeininga skrímslisborgari Aðdáendur misgeðslegra skyndibita geta nú glaðst því bandaríska skyndibitakeðjan Hardee´s hefur kynnt nýjan borgara sem heitir hvorki meira né minna en „Monster Thickburger“, sem réttast væri að nefna „Skrímslisborgara“. Ástæða þessarar girnilegu nafngiftar er augljós: borgarinn inniheldur hundrað og sjö grömm af fitu og er heilar 1420 kalóríur. Erlent 13.10.2005 15:08 Al-Qaeda bera ábyrgðina Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Sádí Arabíu í gær. Á heimasíðu uppreisnarmanna segir að aðgerðin hafi kallast „baráttan fyrir frelsun Fallujah," fyrrverandi aðalvígi uppreisnarmanna, sem Bandaríkjamenn réðust inni í fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 15:07 « ‹ ›
Köttur fékk MBA-gráðu Colan Nolby er kominn með MBA-gráðu án þess að hafa nokkurn tíma gengið í skóla. Colan er sex ára köttur í eigu rannsóknarlögreglumanns í Harrisburg í Pennsylvaníu. Lífið 13.10.2005 15:08
Geta gift sig fjórtán ára Drengir og stúlkur í rússneska héraðinu Oriol geta gengið í hjónaband fjórtán ára. Annars staðar í Rússlandi getur fólk gengið í hjónaband frá átján ára aldri en þingmenn á þingi héraðsins samþykktu nýlega löggjöf þar sem giftingaraldur er fjórum árum lægri en annars staðar í landinu. Erlent 13.10.2005 15:08
Föngum misþyrmt eftir Abu Ghraib Bandarískir hermenn héldu áfram að misþyrma föngum í Írak eftir að komið var upp um fangamisþyrmingar í Abu Ghraib-fangelsi síðasta vor. Þetta kemur fram í skjölum sem gerð voru opinber í fyrradag að kröfu bandarísku mannréttindasamtakanna American Civil Liberties Union. Erlent 13.10.2005 15:08
Andspyrnan fjármögnuð frá Sýrlandi Vígamenn í Írak njóta mun meiri stuðnings frá Írak en áður var talið, að sögn bandarískra leyniþjónustumanna sem Washington Post ræddi við. Þeir segja að fyrrum stuðningsmenn Saddams Hussein hafi fundið sér hæli í Sýrlandi og noti það til að dæla peningum til vígamanna og veita þeim annan stuðning. Erlent 13.10.2005 15:08
Barghouthi býður sig ekki fram Marwan Barghouthi mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum í Palestínu ef teikn verða á lofti um að Mahmoud Abbas muni framkvæma hluti sem falli að hugmyndafræði Barghoutis, verði hann kjörinn forseti. Búist var við harðri baráttu á milli þeirra Abbas, sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn vilja að verði næsti forseti Palestínu, og hins herskáa Barghoutis. Erlent 13.10.2005 15:08
Bandaríkin styrkja Palestínumenn Bandaríkjastjórn hyggst veita Palestínumönnum tuttugu milljónir Bandaríkjadala í styrk vegna slæmrar fjárhagsstöðu palestínsku þjóðarinnar. Talsmaður innan Bandaríkjastjórnar segir að þetta verði vonandi til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 15:08
Julia Roberts launahæst Leikkonan Julia Roberts er launahæst kynsystra sinna í Hollywood. Hún fær allt að 1300 milljónir króna fyrir hverja mynd sem hún leikur í og stendur því nærri jafnfætis þeim Tom Cruise og nafna hans Hanks, sem eru hæstlaunaðir karlkynsleikara í Hollywood. Lífið 13.10.2005 15:08
Róttækar breytingar á CIA Róttækustu breytingar á bandarísku leyniþjónustunni síðan í lok kalda stríðsins hafa verið samþykktar af fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meðal annars verður búin til ný staða yfirmanns sem mun hafa það hlutverk að samræma aðgerðir FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, og CIA-leyniþjónustunnar. Erlent 13.10.2005 15:08
Útiloka ekki sprengjutilræði Lögregla vill ekki útiloka að sprengja hafi sprungið í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi í morgun. Eins er saknað eftir sprenginguna. Þó að lögregla vilji ekki útiloka sprengitilræði er jafnframt talið hugsanlegt að gassprenging hafi orðið. Erlent 13.10.2005 15:08
Spenna Vesturlanda og Rússa vex Úkraínska þingið samþykkti í morgun lög sem gera það kleift að halda nýjar kosningar í landinu. Spennan á milli Vesturlanda, Rússlands og stjórnvalda í Úkraínu fer vaxandi og var fundi utanríkisráðherra NATO með utanríkisráðherra Úkraínu frestað í morgun. Erlent 13.10.2005 15:08
Tveir slösuðust í sprengingu Tveir slösuðust og eins er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi. "Við leitum að eiganda íbúðarinnar, við vitum ekki hvort hann var heima hjá sér þegar sprengingin varð," sagði Björn Pihlblad, talsmaður lögreglunnar. Erlent 13.10.2005 15:08
Þingið reynir aftur í dag Þingið í Úkraínu mun í dag á nýjan leik reyna að ná samkomulagi um breytingar á kosningalöggjöf í landinu til þess að minnka líkurnar á misferli í forsetakosningunum sem endurtaka á þann 26. desember næstkomandi. Erlent 13.10.2005 15:08
Beckham-hjónin í stórum hlutverkum David Beckham og Victoria spúsa hans eru án efa átrúnaðargoð en líkast til hafa þau aldrei verið nær guðsímyndinni en einmitt nú. Páfagarði mislíkar stórlega hlutverk þeirra hjóna í fæðingu Krists. Erlent 13.10.2005 15:08
FBI varð vitni að pyntingum Útsendarar alríkislögreglunnar FBI urðu vitni að mjög ofbeldisfullum yfirheyrslum yfir grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu árið 2002 og vara við því að sambærilegar yfirheyrslur kunni að hafa átt sér stað í Írak eftir Abu-Ghraib hneykslið. Erlent 13.10.2005 15:08
Líklega eitrað fyrir Júsjenko Austurrískur læknir sem stjórnar rannsókninni á því hvort hugsanlega hafi verið eitrað fyrir Viktori Júsjenko, forsetaframbjóðanda í Úkraínu í aðdraganda kosninganna, segist ekki geta útilokað þann möguleika. Breska dagblaðið <em>Times </em>segir í dag að það sé aðeins tímaspursmál hvenær læknarnir finni út hvert efnið sé. Erlent 13.10.2005 15:08
Ný lög samþykkt í Úkraínu Úkraínska þingið samþykkti fyrir stundu lög og stjórnarskrárbreytingar sem heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar. 402 af 450 þingmönnum samþykktu frumvarp sem koma á í veg fyrir að kosningasvindl verði með sama hætti og þegar kosið var í nóvember. Erlent 13.10.2005 15:08
Dregið úr völdum forseta Úkraínska þingið samþykkti í gær að draga úr völdum forsetans og ruddi þar með úr vegi einni hindrun í deilum stjórnar og stjórnarandstöðu um framtíð Úkraínu og framkvæmd forsetakosninganna 26. desember. Þingið samþykkti einnig að víkja yfirkjörstjórn landsins frá og skipa aðra í hennar stað til að sjá um framkvæmd kosninganna. Erlent 13.10.2005 15:08
Mladic á launum hjá stjórn Serbíu Ratko Mladic, serbneski herforinginn sem ákærður hefur verið fyrir fjöldamorðin í Srbrenica í Bosníu, var á launaskrá júgóslavneska hersins til 2001 og á eftirlaunum hjá her Bosníu-Serba til 2002. Þetta kemur fram í gögnum sem bosníska blaðið Dnevni Avaz hefur komist yfir. Erlent 13.10.2005 15:08
Hart deilt um gisið jólatré Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel. Jól 13.10.2005 15:08
Stuðningsmenn Saddams í Sýrlandi Uppreisnarmenn í Írak njóta aðstoðar Sýrlendinga. Þetta er mat heimildarmanna <em>Washington Post</em> úr röðum herleyniþjónustumanna og byggir matið á upplýsingum sem aflað var í Bagdad og Fallujah í síðasta mánuði. Talið er að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hússeins séu í Sýrlandi og komi þaðan fé til uppreisnarmannanna. Erlent 13.10.2005 15:08
Geta greint smit mun fyrr en áður Vísindamenn í Hong Kong segjast hafa þróað aðferð til að greina fuglaflensusmit í mönnum mun fyrr en áður. Nú sé hægt að greina það á fáeinum klukkustundum en gömlu prófin voru þess eðlis að það tók nokkra daga og upp í viku að greina smit. Erlent 13.10.2005 15:08
Einn stjóri yfir allar stofnanir Bandaríkjaþing hefur samþykkt víðtækustu breytingar á yfirstjórn og starfsemi njósna- og lögreglustofnanna Bandaríkjanna frá stofnun bandarísku leyniþjónustunnar CIA skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Erlent 13.10.2005 15:08
Sigurinn vís í Úkraínu Sigurinn er vís að mati stjórnarandstöðunnar í Úkraínu eftir að þing landsins samþykkti lög sem tryggja að þjóðin geti valið sér forseta á ný. Erlent 13.10.2005 15:08
IBM hættir framleiðslu einkatölva Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að hætta framleiðslu einkatölva og hefur selt kínverska fyrirtækinu Lenovo þann hluta fyrirtækisins. IBM var meðal frumkvöðlanna í einkatölvuframleiðslu snemma á níunda áratug síðustu aldar en hefur ekki grætt neitt á einkatölvuframleiðslu í dágóðan tíma. Erlent 13.10.2005 15:08
Saumuðu að Rumsfeld Bandarískir hermenn í Kúveit sem hlýddu á ræðu á ræðu Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, áður en þeir héldu af stað til Íraks saumuðu að ráðherranum í fyrirspurnum og voru auðheyrilega ósáttir við eitt og annað sem tengist því hvernig hernaðaraðgerðum er háttað í Írak þó að þeir hafi ekki sett sig upp á móti stríðinu sjálfu. Erlent 13.10.2005 15:08
Karzai settur í forsetaembætti Hamid Karzai sór í dag embættiseið sem forseti Afganistans. Hann er fyrsti maðurinn sem hefur verið kjörinn til þessa embættis í lýðræðislegum kosningum. Karzai lofaði að koma á friði og umbylta efnahag landsins þannig að hann hætti að byggja á framleiðslu eiturlyfja. Erlent 13.10.2005 15:07
La Scala opnað að nýju La Scala í Mílanó var opnað í dag eftir þriggja ára viðgerð, breytingar og endurbætur sem kostuðu yfir fjóra milljarða króna. Breytingarnar voru mjög umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Það var meira að segja rifist um hvort ætti að pússa ljósakrónurnar eða ekki. Erlent 13.10.2005 15:08
Ástandið mun versna Ástandið í Írak er slæmt, fer versnandi og engin teikn eru á lofti sem benda til að það breytist í bráð. Þetta er niðurstaða yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Bagdad, en New York Times greinir í morgun frá leynilegri skýrslu hans. Erlent 13.10.2005 15:07
1420 hitaeininga skrímslisborgari Aðdáendur misgeðslegra skyndibita geta nú glaðst því bandaríska skyndibitakeðjan Hardee´s hefur kynnt nýjan borgara sem heitir hvorki meira né minna en „Monster Thickburger“, sem réttast væri að nefna „Skrímslisborgara“. Ástæða þessarar girnilegu nafngiftar er augljós: borgarinn inniheldur hundrað og sjö grömm af fitu og er heilar 1420 kalóríur. Erlent 13.10.2005 15:08
Al-Qaeda bera ábyrgðina Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Sádí Arabíu í gær. Á heimasíðu uppreisnarmanna segir að aðgerðin hafi kallast „baráttan fyrir frelsun Fallujah," fyrrverandi aðalvígi uppreisnarmanna, sem Bandaríkjamenn réðust inni í fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 15:07