Lyftingar

Fréttamynd

Sturluð stað­reynd um af­rek Ey­glóar

Eygló Fanndal Sturludóttir skráði sig rækilega í sögubækurnar með fyrsta Evrópumeistaratitli Íslendings í ólympískum lyftingum á skírdag. Afrek hennar er enn stærra þegar horft er til annarra þyngdarflokka á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Haf­þór keppir í Rúss­landi: „Auð­vitað veldur þessi á­kvörðun á­kveðnum von­brigðum“

Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Ey­gló Fanndal Evrópu­meistari

Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu.

Sport
Fréttamynd

Í sjokki eftir til­nefninguna

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall.

Sport
Fréttamynd

Ey­gló í þyngri flokki en samt best allra

Þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir EM, og geta því ekki keppt í sínum þyngdarflokki, þá vann Eygló Fanndal Sturludóttir sigur á Smáþjóðamótinu í ólympískum lyftingum á Möltu um helgina. Ísland vann liðakeppnina í þriðja sinn í röð.

Sport
Fréttamynd

„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jóla­gjöf“

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni.

Sport
Fréttamynd

„Ég get lík­legast trúað þessu núna“

„Fjórða best í heimi. Ég trúi því ekki að ég sé að segja þessa setningu upphátt,“ skrifaði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir á miðla sína eftir frábæran árangur sinn á heimsmeistaramótinu í gær.

Sport
Fréttamynd

Ey­gló fjórða á HM

Eygló Fanndal Sturludóttir endaði í fjórða sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið er í Barein.

Sport
Fréttamynd

Ey­gló ætlar að losna við loddaralíðan á HM

Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu.

Sport
Fréttamynd

„Ung ég hefði verið í and­legu á­falli“

„Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta,“ segir Eygló Fanndal Sturludóttir sem setti Norðurlandamet í ólympískum lyftingum um helgina. Hún skrifar söguna í íþróttinni þessa dagana, samhliða læknisnámi.

Sport
Fréttamynd

„Ef maður bankar ekki opnar enginn“

Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar.

Sport