Lög og regla

Fréttamynd

Slökkvistarfi nánast lokið

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn lauk á miðnætti og hafa aðeins fjórir slökkviliðsmenn verið á vettvangi í nótt til að vakta svæðið og slökkva í glæðum þar sem þeirra hefur orðið vart. Búist er við að starfi slökkviliðsins verði endanlega lokið á hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Eldvörnum fyrirtækja áfátt

Á þriðja hundrað fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gert þær úrbætur á eldvörnum sem slökkviliðið hefur krafist. Dagsektir vofa yfir níu þeirra og er Reykjalundur í Mosfellsbæ í þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Varð alelda á nokkrum mínútum

Hafþór Þórsson vaktmaður varð fyrstur var við eldinn á svæði Hringrásar við Klettagarða um klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Hann var að klára vakt sem átti að ljúka klukkan tíu og fór í síðustu eftirlitsferðina. "Ég gekk út og varð þá var við smá loga í þakhorninu á skemmunni," segir Hafþór.

Innlent
Fréttamynd

Grunur beinist ekki að íkveikju

Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna brunans á svæði Hringrásar er hafin. Tveir lyftarar voru í húsinu og var annar þeirra í hleðslu og beinast grunsemdir meðal annars að hleðslutækinu en margt annað getur komið til greina. Hörður Jóhannesson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir ólíklegt að kveikt hafi verið í en vill þó ekki útiloka það.

Innlent
Fréttamynd

Eitraðan reyk lagði frá eldsvoða

Hús voru rýmd í Reykjavík vegna eitraðs reyks sem lagði frá stórbruna í endurvinnslustöð Hringrásar ehf. við Klettagarða 9 í Reykjavík.Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til vegna brunans skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum

Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

19 ára vaktmaður sá eldtungu

Hafþór Þórsson, 19 ára vaktmaður varð eldsins við Hringrás fyrst var. Hann sagði að eldtunga hefði teygt sig út úr einu horni vöruskemmu á svæði Hringrásar. Hafþór gerði Neyðarlínunni strax viðvart og þegar slökkvilið kom á staðinn örfáum mínútum síðar var húsið alelda. Lögregla og björgunarlið eru enn að rýma hús í nágrenninu og flytja íbúa í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. <strong>Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.</strong>

Innlent
Fréttamynd

Hver klukkutími eins og korter

Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingar vegna reykskemmda

Hugsanlegt tjón á íbúðarhúsnæði af völdum sóts og reyks frá eldsvoðanum í Hringrás í fyrrinótt fellur undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigenda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga.

Innlent
Fréttamynd

Brottfluttir mæti hjá KFUM

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað íbúa sem þurftu að rýma hús sín vegna brunans við Klettagarða, í húsnæði KFUM við Holtaveg klukkan 08:00 til skráningar og til að fá upplýsingar um ástand og öryggi húsnæðis þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Eigandinn ábyrgur

Eigendur Hringrásar bera ábyrgð á brunanum, að sögn Björn Karlssonar hjá Brunamálastofnun ríkisins. Hann segir leiðinlegt að benda svona harkalega og afgerandi á fyrirtækið en þetta liggi í augum uppi.

Innlent
Fréttamynd

Fólk flutt úr nærliggjandi húsum

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar vegna stórbrunans í Hringrás í Klettagörðum. Allt tiltækt slökkvilið berst enn við eldinn. Fimmtán strætisvagnar eru til taks vegna brottflutnings fóls úr nærliggjandi húsum en gríðarlega mikinn svartan reyk leggur enn yfir nágrennið.

Innlent
Fréttamynd

Nágranninn vildi ekki fara

Heiðar Smárason þurfti að yfirgefa heimili sitt við Brekkulæk ásamt fjölskyldu sinni vegna stórbrunans sem varð á svæði Hringrásar. Heiðar segir fyrst hafa komið lykt inn í íbúðina en á einum og hálfum tíma hafi verið kominn nokkur reykur inni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta verk að hefta útbreiðslu

Fyrsta verk slökkviliðsins við stórbruna eins og þann sem varð á svæði Hringrásar er að hefta útbreiðslu eldsins. "Það leit kannski í fyrstu út fyrir að við værum ekki að gera mikið en þá vorum við forða eldmati frá brennandi hrúgunni auk annarra ráðstafana," segir Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri.

Innlent
Fréttamynd

25 bílum stolið í nóvember

25 bílum hefur verið stolið á höfuðborgarsvæðinu síðan fyrsta nóvember. Nítján bílum var stolið í Reykjavík, fimm í Kópavogi og einum í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip greiddi launin

Eimskip greiddi laun skipverja Ocean Caroline sem lögðu niður störf í fyrrakvöld vegna vangoldinna launa. Skipið siglir undir norsku flaggi en skipverjarnir eru frá Póllandi og Litháen auk íslensks skipstjóra. Skipið er í eigu norsks fyrirtækis en dótturfyrirtæki Eimskips í Noregi, Coldstore and transport group, er með skipið á leigu.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð fyrir manndráp

Mál gegn móður, sem grunuð er um að hafa orðið ellefu ára dóttur sinni að bana á heimili þeirra á Hagamel í byrjun júní, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps en hún stórslasaði fjórtán ára son sinn sömu nótt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur við Sundahöfn í Reykjavík

Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins berst við eldhaf á athafnasvæði endurvinnslustöðvar Hringrásar við Klettagarða 9. Slökkvilið varar fólk við að vera utandyra í nágrenni eldsins þar sem reykurinn sem frá honum berst er mjög eitraður. Fólki í nágrenninu er jafnframt ráðlagt að loka gluggum.

Innlent
Fréttamynd

Engin innbrot um helgina

Engin innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Kópavogi um síðustu helgi, hvorki í bíla né íbúðarhús og vakti það athygli lögreglunnar. Helgin var að mestu tíðindalítil en tilkynnt var um fimm minniháttar árekstra.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í ruslafötu

Engin var í hættu þegar eldur kom upp í ruslafötu innandyra á Grensáskaffi á Gensásvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Þrjár stöðvar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru sendar á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sigurbjörn fluttur í Mosfellsbæinn

Sigurbjörn Sævar Grétarsson sem nú bíður dóms fyrir kynferðislega misnotkun á ungum drengjum á Patreksfirði hefur fengið sér raðhús í Mosfellsbæ. Raðhúsið er við hliðina á barnaleikvelli. Uggur er í brjóstum nágranna sem óttast áreiti gegn börnum sínum og barnabörnum.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys við Hvalfjarðargöng

Hvalfjarðargöngin eru lokuð vegna umferðarslyss sem þar varð upp úr klukkan hálf sjö í kvöld. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni og ekið utan í vegg ganganna. Mikið lið lögreglu og sjúkraliða eru á vettvangi en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu urðu ekki alvarleg slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Segir gæsluna vanta rekstrarfé

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Landhelgisgæsluna ekki hafa nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Áður en farið verður út í byggingu nýs varðskips segir hann að tryggja verði fjármagn í þann rekstur sem Landhelgisgæslan er með í dag.

Innlent
Fréttamynd

Háð hreinu umhverfi

Ný skýrsla um mannlíf á norðurslóðum var kynnt á Nordica hóteli í gær. Samantekt skýrslunnar var eitt af forgangsmálum Íslands í formennsku Norðurskautsráðsins árin 2002 til 2004.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Reykjanesbraut

Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá Álverinu í Straumsvík rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Einn var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild en ekki var vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Nota þurfti klippur til að ná manninum út úr bílnum. Víkurfréttir greina frá.

Innlent
Fréttamynd

Göngin opnuð á ný

Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum í tvo klukkutíma eftir umferðaróhapp sem varð á sjöunda tímanum í kvöld. Langar bílaraðir mynduðust við gangamunnana en umferð var hleypt í gegn á nýjan leik laust fyrir klukkan níu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fé brann inni í Hrútafirði

Hlaða og fjárhús við bæinn Hrútatungu í Hrútafirði brann til kaldra kola í gærkvöld. Um 100 skepnur voru í fjárhúsinu og tókst að bjarga flestum. Einhverjar munu þó hafa brunnið inni. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal voru kölluð út en húsið var alelda þegar þau mættu á staðinn á níunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kindur brunnu inni í eldsvoða

Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip ekki á fjárlögum

Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur flúði vegna öskurs

Það var ekki af ótta við þjófavarnakerfi eða að lögreglan væri rétt að koma sem þjófur lagði í ofboði á flótta af innbrotsstað í íbúðarhúsi í Grafarvogi í nótt, heldur skelfdist hann öskur sem húsfreyjan á bænum rak upp þegar hún varð hans var. Þá var hann kominn inn í forstofu og hafði kveikt þar ljós í rólegheitum þegar ósköpin dundu yfir.

Innlent