Lög og regla Vill fá Steinar heim sem fyrst "Það var hræðilegt að heyra þessar fréttir. Mér finnst ég svo lítils megnug að geta ekkert gert til að hjálpa honum," segir Soffía Hrönn Jakobsdóttir, eiginkona Steinars Arnar Magnússonar, annars íslensku friðargæsluliðanna sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í gær. Innlent 13.10.2005 14:50 Hefur séð áverka á líkama og sál Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Innlent 13.10.2005 14:50 Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. Innlent 13.10.2005 14:50 Ekki óskað gæsluvarðhalds Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Innlent 13.10.2005 14:50 Skemmdarvarganna enn leitað Lögreglunni í Keflavík hafa borist vísbendingar vegna spellvirkja sem unnin voru á kirkjugarðinum í Keflavík í gær. Um tuttugu legsteinum var velt um koll og krossar rifnir upp, auk þess sem grafskrift, lugtir og fleira var eyðilagt. Innlent 13.10.2005 14:50 Rannsókn á húsbroti lokið Rannsókn á húsbroti þriggja manna á ritstjórn DV er lokið. Í dag voru teknar skýrslur af vitnum sem voru hátt í tuttugu talsins. Fréttastjóri blaðsins hefur lagt fram kæru um líkamsárás en hann var tekinn kverkataki þegar þremeningarnir ruddust inn á blaðið og vildu ræða við ritstjóra. Málið verður sent ríkissaksóknara á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:50 Tveir síbrotamenn dæmdir Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn. Innlent 13.10.2005 14:50 Ákærður fyrir manndrápstilraun Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, sem hjó til annars með öxi á veitingastað í Hafnarfirði fyrir skömmu, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn, sem mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp, hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi og fíkniefnabrot. Innlent 13.10.2005 14:50 Fernt flutt á sjúkrahús Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur þriggja bíla við Blástein á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var ekki talið alvarlega slasað. Innlent 13.10.2005 14:50 Húsleit og handtökur Þrír menn voru handteknir eftir húsleit á Ólafsfirði í gær. Tveir mannanna eru grunaðir um innbrot í leikskóla bæjarins en þeim þriðja var sleppt fljótlega eftir handtökuna. Innlent 13.10.2005 14:50 Kom henni ekki undir læknishendur Ríkissaksóknari hefur ákært þrítugan karlmann fyrir brot gegn lífi og líkama þegar hann lét fyrir farast að koma liðlega tvítugri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega vegna fíkniefnaneyslu. Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári í húsi við Lindargötu í Reykjavík og lést konan af völdum banvænnar kókaín- og e-töflueitrunar. Innlent 13.10.2005 14:50 Ofbeldi handrukkara orðum aukið Lögreglan og bráðamóttakan segja að meint ofbeldi handrukkara í íslenskum samtíma sé orðum aukið. Dæmi séu um hótanir og ógnanir en sem betur fer lítið um efndir. Sögusögnum sé komið á kreik og viðhaldið til að skapa ótta. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:50 Fjórir stútar teknir í nótt Fjórir ölvaðir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og einn fyrir að aka réttindalaus eftir að hafa verið sviptur þeim. Þá voru þrír sektaðir fyrir að vera með útrunnin ökuskírteini og nokkrir fyrir að hafa gleymt þeim heima. Innlent 13.10.2005 14:50 Byssumaður sagður hættulaus Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Innlent 13.10.2005 14:50 Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. Innlent 13.10.2005 14:50 Dæmdur í þriggja ára fangelsi Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 14:50 Harður árekstur á Vesturlandsvegi Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan fimm. Lögregla og sjúkralið eru nýkomin á vettvang og ekki nánari fregnir að hafa. Innlent 13.10.2005 14:50 Teknir á 164 kílómetra hraða Tveir ungir ökumenn voru mældir á 164 kílómetra hraða á Laugarvatnsveginum í gær og svifti Selfosslögreglan þá ökuréttindum á staðnum. Þeir voru í kappakstri og voru stöðvaðir rétt neðan við Laugarvatn. Þeirra bíður nú sektir upp á tugi þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 14:50 Ekkert svar frá ríkissaksóknara "Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að þeim sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. En vélhjólamaður brákaði lögreglumann á nefi í Leifsstöð í desember síðastliðinn. Hvorki lögreglumaðurinn né embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli kærðu vélhjólamanninn. Innlent 13.10.2005 14:50 Vitni óttast axarmanninn Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Innlent 13.10.2005 14:50 Ætla að gefa lögreglu skýrslu Mennirnir þrír, sem frömdu húsbrot á ritstjórn DV í gær, hafa allir heitið því að gefa lögreglunni skýrslu um málið, eftir að lögreglan náði í þá símleiðis í gærkvöldi. Þeir réðust á fréttastjóra DV inni á ritstjórn blaðsins í gær og tóku hann meðal annars kverkataki þannig að á honum sá, og höfðu í hótunum við starfsfólk. Innlent 13.10.2005 14:50 Kom konu ekki undir læknishendur Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn lífi og limum með því að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega. Innlent 13.10.2005 14:50 Íhuga að kæra vélhjólamann Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann. Innlent 13.10.2005 14:50 Þörf á hugarfarsbreytingu Báðir þeir sem voru í beltum þegar rútan fór út af veginum undir Akrafjalli í fyrradag og endaði á hvolfi sluppu ómeiddir. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta sýna hversu brýnt það sé að fólk fari eftir reglum og spenni beltin. Innlent 13.10.2005 14:49 Réðust inn á ritstjórnarskrifstofu Þrír menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu DV, gripu einn blaðamann hálstaki og gerðu síðar tilraun til að bakka á annan blaðamann þegar þeir voru á leiðinni frá húsinu aftur. Mennirnir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins en brugðust hinir æstustu við þegar þeim var sagt að hann væri ekki viðstaddur og þeir beðnir um að fara. Innlent 13.10.2005 14:49 Brutust inn á skrifstofu DV Fréttastjóri DV var tekinn hálstaki þegar þrír menn ruddust inn á ritstjórnarskrifstofur DV í hádeginu í gær og kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins. Skömmu síðar átti blaðamaður blaðsins fótum sínum fjör að launa þegar mennirnir bökkuðu bíl sínum á miklum hraða upp á gangstétt þar sem hann stóð og fylgdist með brottför þeirra. Innlent 13.10.2005 14:49 Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 14:49 Íkveikjur þrefaldast milli ára Það sem af er ári hafa komið þrisvar sinnum fleiri íkveikjur inn á borð lögreglu en allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild Ríkislögreglustjóra er þá átt við mál þar sem vísvitandi er kveikt í eigum, en ekki talin með tilvik þar sem kveikt er í rusli á sorphaugum eða við vinnustaði. Innlent 13.10.2005 14:49 Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Innlent 13.10.2005 14:49 Logandi kindur í veðurofsa Talið er að á sjöunda hundrað fjár hafi brunnið inni í eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi á mánudagskvöld. Mikið eignatjón varð þegar hlaða, fjárhús og skemma með fjölda tækja urðu eldi að bráð. Slökkvistarfi lauk í gær. Innlent 13.10.2005 14:49 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 120 ›
Vill fá Steinar heim sem fyrst "Það var hræðilegt að heyra þessar fréttir. Mér finnst ég svo lítils megnug að geta ekkert gert til að hjálpa honum," segir Soffía Hrönn Jakobsdóttir, eiginkona Steinars Arnar Magnússonar, annars íslensku friðargæsluliðanna sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í gær. Innlent 13.10.2005 14:50
Hefur séð áverka á líkama og sál Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Innlent 13.10.2005 14:50
Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. Innlent 13.10.2005 14:50
Ekki óskað gæsluvarðhalds Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Innlent 13.10.2005 14:50
Skemmdarvarganna enn leitað Lögreglunni í Keflavík hafa borist vísbendingar vegna spellvirkja sem unnin voru á kirkjugarðinum í Keflavík í gær. Um tuttugu legsteinum var velt um koll og krossar rifnir upp, auk þess sem grafskrift, lugtir og fleira var eyðilagt. Innlent 13.10.2005 14:50
Rannsókn á húsbroti lokið Rannsókn á húsbroti þriggja manna á ritstjórn DV er lokið. Í dag voru teknar skýrslur af vitnum sem voru hátt í tuttugu talsins. Fréttastjóri blaðsins hefur lagt fram kæru um líkamsárás en hann var tekinn kverkataki þegar þremeningarnir ruddust inn á blaðið og vildu ræða við ritstjóra. Málið verður sent ríkissaksóknara á mánudag. Innlent 13.10.2005 14:50
Tveir síbrotamenn dæmdir Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn. Innlent 13.10.2005 14:50
Ákærður fyrir manndrápstilraun Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, sem hjó til annars með öxi á veitingastað í Hafnarfirði fyrir skömmu, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn, sem mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp, hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi og fíkniefnabrot. Innlent 13.10.2005 14:50
Fernt flutt á sjúkrahús Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur þriggja bíla við Blástein á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var ekki talið alvarlega slasað. Innlent 13.10.2005 14:50
Húsleit og handtökur Þrír menn voru handteknir eftir húsleit á Ólafsfirði í gær. Tveir mannanna eru grunaðir um innbrot í leikskóla bæjarins en þeim þriðja var sleppt fljótlega eftir handtökuna. Innlent 13.10.2005 14:50
Kom henni ekki undir læknishendur Ríkissaksóknari hefur ákært þrítugan karlmann fyrir brot gegn lífi og líkama þegar hann lét fyrir farast að koma liðlega tvítugri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega vegna fíkniefnaneyslu. Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári í húsi við Lindargötu í Reykjavík og lést konan af völdum banvænnar kókaín- og e-töflueitrunar. Innlent 13.10.2005 14:50
Ofbeldi handrukkara orðum aukið Lögreglan og bráðamóttakan segja að meint ofbeldi handrukkara í íslenskum samtíma sé orðum aukið. Dæmi séu um hótanir og ógnanir en sem betur fer lítið um efndir. Sögusögnum sé komið á kreik og viðhaldið til að skapa ótta. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:50
Fjórir stútar teknir í nótt Fjórir ölvaðir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og einn fyrir að aka réttindalaus eftir að hafa verið sviptur þeim. Þá voru þrír sektaðir fyrir að vera með útrunnin ökuskírteini og nokkrir fyrir að hafa gleymt þeim heima. Innlent 13.10.2005 14:50
Byssumaður sagður hættulaus Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu. Innlent 13.10.2005 14:50
Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. Innlent 13.10.2005 14:50
Dæmdur í þriggja ára fangelsi Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 14:50
Harður árekstur á Vesturlandsvegi Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan fimm. Lögregla og sjúkralið eru nýkomin á vettvang og ekki nánari fregnir að hafa. Innlent 13.10.2005 14:50
Teknir á 164 kílómetra hraða Tveir ungir ökumenn voru mældir á 164 kílómetra hraða á Laugarvatnsveginum í gær og svifti Selfosslögreglan þá ökuréttindum á staðnum. Þeir voru í kappakstri og voru stöðvaðir rétt neðan við Laugarvatn. Þeirra bíður nú sektir upp á tugi þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 14:50
Ekkert svar frá ríkissaksóknara "Ríkissaksóknari á að fylgjast með því að þeim sem afbrot fremja verði beittir lögmætum viðurlögum," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. En vélhjólamaður brákaði lögreglumann á nefi í Leifsstöð í desember síðastliðinn. Hvorki lögreglumaðurinn né embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli kærðu vélhjólamanninn. Innlent 13.10.2005 14:50
Vitni óttast axarmanninn Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Innlent 13.10.2005 14:50
Ætla að gefa lögreglu skýrslu Mennirnir þrír, sem frömdu húsbrot á ritstjórn DV í gær, hafa allir heitið því að gefa lögreglunni skýrslu um málið, eftir að lögreglan náði í þá símleiðis í gærkvöldi. Þeir réðust á fréttastjóra DV inni á ritstjórn blaðsins í gær og tóku hann meðal annars kverkataki þannig að á honum sá, og höfðu í hótunum við starfsfólk. Innlent 13.10.2005 14:50
Kom konu ekki undir læknishendur Rúmlega þrítugur maður hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn lífi og limum með því að hafa ekki komið ungri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega. Innlent 13.10.2005 14:50
Íhuga að kæra vélhjólamann Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann. Innlent 13.10.2005 14:50
Þörf á hugarfarsbreytingu Báðir þeir sem voru í beltum þegar rútan fór út af veginum undir Akrafjalli í fyrradag og endaði á hvolfi sluppu ómeiddir. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir þetta sýna hversu brýnt það sé að fólk fari eftir reglum og spenni beltin. Innlent 13.10.2005 14:49
Réðust inn á ritstjórnarskrifstofu Þrír menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu DV, gripu einn blaðamann hálstaki og gerðu síðar tilraun til að bakka á annan blaðamann þegar þeir voru á leiðinni frá húsinu aftur. Mennirnir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins en brugðust hinir æstustu við þegar þeim var sagt að hann væri ekki viðstaddur og þeir beðnir um að fara. Innlent 13.10.2005 14:49
Brutust inn á skrifstofu DV Fréttastjóri DV var tekinn hálstaki þegar þrír menn ruddust inn á ritstjórnarskrifstofur DV í hádeginu í gær og kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins. Skömmu síðar átti blaðamaður blaðsins fótum sínum fjör að launa þegar mennirnir bökkuðu bíl sínum á miklum hraða upp á gangstétt þar sem hann stóð og fylgdist með brottför þeirra. Innlent 13.10.2005 14:49
Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 14:49
Íkveikjur þrefaldast milli ára Það sem af er ári hafa komið þrisvar sinnum fleiri íkveikjur inn á borð lögreglu en allt árið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild Ríkislögreglustjóra er þá átt við mál þar sem vísvitandi er kveikt í eigum, en ekki talin með tilvik þar sem kveikt er í rusli á sorphaugum eða við vinnustaði. Innlent 13.10.2005 14:49
Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Innlent 13.10.2005 14:49
Logandi kindur í veðurofsa Talið er að á sjöunda hundrað fjár hafi brunnið inni í eldsvoða á bænum Knerri á sunnanverðu Snæfellsnesi á mánudagskvöld. Mikið eignatjón varð þegar hlaða, fjárhús og skemma með fjölda tækja urðu eldi að bráð. Slökkvistarfi lauk í gær. Innlent 13.10.2005 14:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent