Lög og regla 2 ára fangelsi fyrir líkamsárás Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Réðust árásarmennirnir að fórnarlambinu með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið. Innlent 23.10.2005 14:58 Skemmdarvargar á sveimi Skemmdarvargar voru á sveimi í Reykjanesbæ í gær en lögregla fékk tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum. Víkurfréttir greina frá því að rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun hafi lögregla fengið tilkynningu um eignaspjöll á bifreið utan við íbúðarhúsnæði á Hringbraut í Keflavík. Innlent 23.10.2005 14:58 Vopnað rán í Laugarnesapóteki Vopnað rán var framið fyrir stundu í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig í Reykjavík. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn í apótekið vopnaðir litlum hnífum og ógnuðu starfsfólki. Þeir höfðu á brott með sér peninga og lyf en meiddu þó engan starfsmann. Mennirnir voru báðir handsamaðir skammt frá ránsstaðnum stuttu eftir ránið. Innlent 17.10.2005 23:48 Aðalmeðferð hafin í máli Ramseys Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns. Innlent 17.10.2005 23:48 Bílar skemmdir í Keflavík Lögreglan í Keflavík leitar vitna að skemmdum sem unnar voru á tveimur bílum í bænum í fyrrinótt og biður þá sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420-2400. Innlent 23.10.2005 14:58 Ferðamenn veltu bíl og fóru Tveir erlendir ferðamenn voru farnir ómeiddir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði þar sem þeir höfðu velt bílaleigubíl sínum í mikilli hálku á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg um skömmu fyrir klukkan hálffimm í gærmorgun. Innlent 23.10.2005 14:58 Olíufélög krafin um 150 milljónir Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi. Innlent 17.10.2005 23:48 Engar ákærur á hendur mótmælendum Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. Innlent 17.10.2005 23:48 Rekinn tollari fær ekki bætur Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins. Innlent 23.10.2005 14:58 Vill að ákæruvald verði þrískipt Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Innlent 23.10.2005 14:58 Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Innlent 17.10.2005 23:49 Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. Innlent 23.10.2005 14:58 Bíll valt við Ingólfshvol Farþegi bílaleigubíls var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík eftir að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í hálku á Suðurlandsvegi við Ingólfshvol, milli Hveragerði og Selfoss, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Innlent 23.10.2005 14:58 Rekinn tollari fær ekki bætur Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins. Innlent 23.10.2005 14:58 Þrír slösuðust í árekstri Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós. Innlent 17.10.2005 23:48 Kastaði eggjum í stjórnarráðið Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag. Innlent 17.10.2005 23:48 Hafi misst stjórn á sér augnablik Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás. Ramsey er gefið að sök að hafa aðfaranótt 13. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, slegið danskan hermann í hálsinn, með þeim afleiðingum að hann lést. Ramsey bar fyrir dómi að hann hafi misst stjórn á skapi sínu eitt augnablik þegar hann sló hermanninn. Innlent 23.10.2005 14:58 Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. Innlent 17.10.2005 23:48 Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Innlent 23.10.2005 14:58 Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. Innlent 17.10.2005 23:48 Sektin tæpar 70 milljónir Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 23.10.2005 14:58 Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Innlent 17.10.2005 23:48 Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. Innlent 17.10.2005 23:49 Ræningjar gripnir á tíu mínútum Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf. Innlent 23.10.2005 14:58 Lögregla bregst við innbrotum Lögregla í Kópavogi hefur tekið upp sérstakt eftirlit í Hvarfa- og Kórahverfi vegna hrinu innbrota í nýbyggingar og vinnuskúra þar að undanförnu. "Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum," segir Friðrik S. Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Innlent 23.10.2005 14:58 Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili hennar á Akranesi í lok ágúst og barði ítrekað í höfuðið með felgujárnslykli. Hann flúði af vettvangi þegar konan komst upp á aðra hæð hússins, en 14 ára gömul dóttir hennar kallaði til lögreglu. Innlent 23.10.2005 14:58 Svikapar laug til nafns í fyrstu Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni mál pars sem með ávísanafalsi sveik tæpa milljón króna út úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og tæpar 60.000 krónur út úr KB banka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 14:58 Gagnrýnir Ríkislögreglustjóra hart Það liggur fyrir að hjá Ríkislögrelgustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu. Innlent 17.10.2005 23:48 Kona fær bætur eftir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl þar sem þrír menn voru dæmdir til að greiða konu 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa brotið gegn kynfrelsi hennar og nauðgað henni. Konan höfðaði sjálf mál á hendur mönnunum eftir að ríkissaksóknari ákvað í ársbyrjun 2003 að falla frá saksókn á hendur mönnunum. Innlent 23.10.2005 14:58 Varað við hálkublettum Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun. Innlent 17.10.2005 23:48 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 120 ›
2 ára fangelsi fyrir líkamsárás Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Réðust árásarmennirnir að fórnarlambinu með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið. Innlent 23.10.2005 14:58
Skemmdarvargar á sveimi Skemmdarvargar voru á sveimi í Reykjanesbæ í gær en lögregla fékk tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum. Víkurfréttir greina frá því að rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun hafi lögregla fengið tilkynningu um eignaspjöll á bifreið utan við íbúðarhúsnæði á Hringbraut í Keflavík. Innlent 23.10.2005 14:58
Vopnað rán í Laugarnesapóteki Vopnað rán var framið fyrir stundu í Laugarnesapóteki við Kirkjuteig í Reykjavík. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn í apótekið vopnaðir litlum hnífum og ógnuðu starfsfólki. Þeir höfðu á brott með sér peninga og lyf en meiddu þó engan starfsmann. Mennirnir voru báðir handsamaðir skammt frá ránsstaðnum stuttu eftir ránið. Innlent 17.10.2005 23:48
Aðalmeðferð hafin í máli Ramseys Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns. Innlent 17.10.2005 23:48
Bílar skemmdir í Keflavík Lögreglan í Keflavík leitar vitna að skemmdum sem unnar voru á tveimur bílum í bænum í fyrrinótt og biður þá sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420-2400. Innlent 23.10.2005 14:58
Ferðamenn veltu bíl og fóru Tveir erlendir ferðamenn voru farnir ómeiddir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði þar sem þeir höfðu velt bílaleigubíl sínum í mikilli hálku á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg um skömmu fyrir klukkan hálffimm í gærmorgun. Innlent 23.10.2005 14:58
Olíufélög krafin um 150 milljónir Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi. Innlent 17.10.2005 23:48
Engar ákærur á hendur mótmælendum Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot. Innlent 17.10.2005 23:48
Rekinn tollari fær ekki bætur Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins. Innlent 23.10.2005 14:58
Vill að ákæruvald verði þrískipt Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Innlent 23.10.2005 14:58
Greiði bætur fyrir naugðun Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Innlent 17.10.2005 23:49
Ógnuðu starfsfólki með hnífum Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan. Innlent 23.10.2005 14:58
Bíll valt við Ingólfshvol Farþegi bílaleigubíls var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík eftir að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í hálku á Suðurlandsvegi við Ingólfshvol, milli Hveragerði og Selfoss, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Innlent 23.10.2005 14:58
Rekinn tollari fær ekki bætur Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins. Innlent 23.10.2005 14:58
Þrír slösuðust í árekstri Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur sendibíls og fólksbíls á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fólksbílinn ók aftan á sendibílinn á mikilli ferð við hraðahindrun. Fólksbílinn gjöreyðilagðist og þurfti að flytja hann burt með dráttarbíl. Bílstjórinn og farþegi slösuðust töluvert og ökumaður sendibílsins var líka fluttur á sjúkrahús. Tildrög slyssin eru óljós. Innlent 17.10.2005 23:48
Kastaði eggjum í stjórnarráðið Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag. Innlent 17.10.2005 23:48
Hafi misst stjórn á sér augnablik Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás. Ramsey er gefið að sök að hafa aðfaranótt 13. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, slegið danskan hermann í hálsinn, með þeim afleiðingum að hann lést. Ramsey bar fyrir dómi að hann hafi misst stjórn á skapi sínu eitt augnablik þegar hann sló hermanninn. Innlent 23.10.2005 14:58
Belti og loftpúðar björguðu miklu Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum. Innlent 17.10.2005 23:48
Ekki refsað fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Innlent 23.10.2005 14:58
Sérstakt eftirlit vegna innbrota Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum. Innlent 17.10.2005 23:48
Sektin tæpar 70 milljónir Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Innlent 23.10.2005 14:58
Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Innlent 17.10.2005 23:48
Tíu mánuðir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar. Innlent 17.10.2005 23:49
Ræningjar gripnir á tíu mínútum Tveir menn vopnaðir hnífum rændu Laugarnesapótek við Kirkjuteig í Reykjavík eftir hádegið í gær. Mennirnir, sem huldu andlit sitt með hettum, ruddust inn í apótekið og ógnuðu starfsfólki, án þess þó að meiða nokkurn og höfðu á brott með sér bæði bæði peninga og lyf. Innlent 23.10.2005 14:58
Lögregla bregst við innbrotum Lögregla í Kópavogi hefur tekið upp sérstakt eftirlit í Hvarfa- og Kórahverfi vegna hrinu innbrota í nýbyggingar og vinnuskúra þar að undanförnu. "Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum," segir Friðrik S. Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Innlent 23.10.2005 14:58
Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem réðst á fyrrum sambýliskonu sína á heimili hennar á Akranesi í lok ágúst og barði ítrekað í höfuðið með felgujárnslykli. Hann flúði af vettvangi þegar konan komst upp á aðra hæð hússins, en 14 ára gömul dóttir hennar kallaði til lögreglu. Innlent 23.10.2005 14:58
Svikapar laug til nafns í fyrstu Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni mál pars sem með ávísanafalsi sveik tæpa milljón króna út úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og tæpar 60.000 krónur út úr KB banka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 14:58
Gagnrýnir Ríkislögreglustjóra hart Það liggur fyrir að hjá Ríkislögrelgustjóraembættinu eru stunduð óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð sem nú hitta fyrir yfirmenn stofnunarinnar og þeir kveinka sér undan í fjölmiðlum. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í harðorðri yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrir stundu. Innlent 17.10.2005 23:48
Kona fær bætur eftir nauðgun Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl þar sem þrír menn voru dæmdir til að greiða konu 1,1 milljón króna í bætur fyrir að hafa brotið gegn kynfrelsi hennar og nauðgað henni. Konan höfðaði sjálf mál á hendur mönnunum eftir að ríkissaksóknari ákvað í ársbyrjun 2003 að falla frá saksókn á hendur mönnunum. Innlent 23.10.2005 14:58
Varað við hálkublettum Ótvíræð merki þess að vetur sé að ganga í garð eru farin að sjást. Vegagerðin varar við hálkublettum á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Víða annars staðar er hálka á vegum og rétt er að vara vegfarendur við og brýna fyrir þeim að fara öllu með gát. Einnig voru hálkublettir í efri byggðum borgarinnar í morgun. Innlent 17.10.2005 23:48