Lög og regla Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40 Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40 Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. Innlent 13.10.2005 19:40 Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Innlent 13.10.2005 19:40 Hótar að vísa mótmælendum úr landi Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Innlent 13.10.2005 19:40 Íhuga málsókn vegna byggðakvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt. Innlent 13.10.2005 19:40 Enn á gjörgæsludeild eftir slys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40 Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39 Fjögurra ára í ökuferð Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu. Innlent 13.10.2005 19:40 Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:39 Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. Innlent 13.10.2005 19:39 Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni. Innlent 13.10.2005 19:39 Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. Innlent 13.10.2005 19:39 Rannsaka olíuþjófnað á Hvolsvelli Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á dísilolíu, sem er alveg ný tegund þjófnaðar og má líklega rekja til þess að dísilolían hækkaði um rúmlega hundrað prósent í verði og kostar nú álíka og bensín. Bensínþjófnaður hefur hins vegar lengi verið þekkt þjófnaðarafbrigði og leysti af hólmi snærisþjófnað fyrri alda. Þjófnaðurinn sem hér um ræðir snýst um 700 lítra af dísilolíu sem stolið var af geymi á vinnusvæði á Suðurlandi nýverið. Innlent 13.10.2005 19:39 Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39 Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39 Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40 Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39 Tveir létust í umferðarslysi Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:39 Mótmælendur dreifa sér um landið Mótmælendur við Kárahnjúka eru að dreifa sér um landið, hugsanlega til þess að losna undan eftirliti lögreglumanna sem elta þá hvert fótmál. Mótmælendurnir vilja ekkert segja um fyrirætlanir sínar og saka lögregluna um ofsóknir. Vararíkislögreglustjóri vísar því á bug. Innlent 13.10.2005 19:39 Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 13.10.2005 19:39 Reyndi að lokka drengi til sín Karlmaður er sagður hafa reynt að ginna þrjá drengi sem voru á leið í bíó í Smáralind fyrir helgi inn í bíl til sín. Enn sem komið er hefur engin kæra borist lögreglu en öryggisverðir í Smáralind tilkynntu um atvikið. Maðurinn mun hafa hringt í símasjálfsala sem drengirnir svöruðu og lofað þeim sælgæti kæmu þeir út í bíl til sín. Innlent 13.10.2005 19:39 Lítið um leyfislausa hópferðabíla "Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:39 Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38 Árekstur á Þingvöllum Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg. Innlent 13.10.2005 19:38 Málið í kerfinu Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 19:38 Reyndu að smygla hassi til Noregs Lögreglan í Hjörring í Danmörku handtók í gær þrjá Norðmenn sem hugðust smygla tíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Á fréttavef <em>Politiken</em> segir að lögregla hafi fengið ábendingu um fyrirætlan mannanna og því hafi hún látið til skarar skríða. Að öðru leyti verst lögreglan frétta af málinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38 Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38 Björguðust úr eldsvoða Sex björguðust þegar eldur kom upp í veiðihúsi við Geirlandsá á fjórða tímanum í fyrrinótt. Var mildi að lögreglumenn voru í grenndinni og voru fljótir á vettvang en fólkið vaknaði við reykskynjara og flýttu sér út klæðalítil. Innlent 13.10.2005 19:38 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 120 ›
Gripnir með fíkniefni í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:40
Leita manns á Þingvöllum Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Innlent 13.10.2005 19:40
Baugsákærur ekki enn birtar Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn sexmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. Innlent 13.10.2005 19:40
Úthlutun standist ekki ákvæði Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Innlent 13.10.2005 19:40
Hótar að vísa mótmælendum úr landi Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Innlent 13.10.2005 19:40
Íhuga málsókn vegna byggðakvóta Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt. Innlent 13.10.2005 19:40
Enn á gjörgæsludeild eftir slys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:40
Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39
Fjögurra ára í ökuferð Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu. Innlent 13.10.2005 19:40
Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:39
Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. Innlent 13.10.2005 19:39
Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni. Innlent 13.10.2005 19:39
Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. Innlent 13.10.2005 19:39
Rannsaka olíuþjófnað á Hvolsvelli Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á dísilolíu, sem er alveg ný tegund þjófnaðar og má líklega rekja til þess að dísilolían hækkaði um rúmlega hundrað prósent í verði og kostar nú álíka og bensín. Bensínþjófnaður hefur hins vegar lengi verið þekkt þjófnaðarafbrigði og leysti af hólmi snærisþjófnað fyrri alda. Þjófnaðurinn sem hér um ræðir snýst um 700 lítra af dísilolíu sem stolið var af geymi á vinnusvæði á Suðurlandi nýverið. Innlent 13.10.2005 19:39
Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39
Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39
Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40
Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39
Tveir létust í umferðarslysi Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:39
Mótmælendur dreifa sér um landið Mótmælendur við Kárahnjúka eru að dreifa sér um landið, hugsanlega til þess að losna undan eftirliti lögreglumanna sem elta þá hvert fótmál. Mótmælendurnir vilja ekkert segja um fyrirætlanir sínar og saka lögregluna um ofsóknir. Vararíkislögreglustjóri vísar því á bug. Innlent 13.10.2005 19:39
Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 13.10.2005 19:39
Reyndi að lokka drengi til sín Karlmaður er sagður hafa reynt að ginna þrjá drengi sem voru á leið í bíó í Smáralind fyrir helgi inn í bíl til sín. Enn sem komið er hefur engin kæra borist lögreglu en öryggisverðir í Smáralind tilkynntu um atvikið. Maðurinn mun hafa hringt í símasjálfsala sem drengirnir svöruðu og lofað þeim sælgæti kæmu þeir út í bíl til sín. Innlent 13.10.2005 19:39
Lítið um leyfislausa hópferðabíla "Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar. Innlent 13.10.2005 19:39
Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38
Árekstur á Þingvöllum Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg. Innlent 13.10.2005 19:38
Málið í kerfinu Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 19:38
Reyndu að smygla hassi til Noregs Lögreglan í Hjörring í Danmörku handtók í gær þrjá Norðmenn sem hugðust smygla tíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Á fréttavef <em>Politiken</em> segir að lögregla hafi fengið ábendingu um fyrirætlan mannanna og því hafi hún látið til skarar skríða. Að öðru leyti verst lögreglan frétta af málinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38
Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38
Björguðust úr eldsvoða Sex björguðust þegar eldur kom upp í veiðihúsi við Geirlandsá á fjórða tímanum í fyrrinótt. Var mildi að lögreglumenn voru í grenndinni og voru fljótir á vettvang en fólkið vaknaði við reykskynjara og flýttu sér út klæðalítil. Innlent 13.10.2005 19:38