Illa búnir undir stormviðri 7. ágúst 2005 00:01 Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira