Innlent

Fréttamynd

Ætla að læra í sólarhring

Nemendur Menntaskólans Hraðbraut ætla að læra í 24 tíma til að safna sér fyrir útskriftarferðinni sinni. Kennarar og foreldrar gefa vinnu sína og sitja yfir þeim til að tryggja að allt fari rétt fram. Þau hafa fengið þónokkurn styrk frá stórum fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Forritunarkeppni framhaldsskóla haldin í sjötta sinn

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur forritunarkeppni framhaldsskólanna í sjötta sinn í dag. Átján lið frá tíu framhaldsskólum keppa að þessu sinni. Keppt er í þremur þyngdarflokkum en keppnin skiptist í tvo hluta.

Innlent
Fréttamynd

Betur má ef duga skal

Konum fjölgaði um 4% í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Annað hvert sveitarfélag hefur nu komið sér upp jafnréttisáætlun en betur má ef duga skal, segir Jafnréttisstofa.

Innlent
Fréttamynd

Gengi DeCode hækkar

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Rafrænum skilríkjum dreift í haust

Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Sýningin tækni og vit er um helgina

Sýningin tækni og vit er opin almenningi um helgina en á sýningunni kynna mörg helstu hátæknifyrirtæki landsins það nýjasta í tækni og þekkingu. Sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Innlent
Fréttamynd

Fertugum er ekki allt fært

Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuslys í Sorpu í gær

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í Sorpu í Gufunesi rétt eftir hádegi í gær. Verið var að færa sýningarbás til eyðingar þegar óhappið varð. Básinn kom með flutningabíl og átti lyftari að taka hann úr bílnum. Svo illa vildi til að básinn datt af lyftaranum í miðju verki og lenti á fæti mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Ísfirsk rokkhátíð lengd um einn dag

Ísfirska rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefur verið lengd um einn dag vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum og áhuga hljómsveita á að koma fram á hátíðinni. Fyrirhugað var að hátíðin hæfist á Ísafirði laugardaginn 7. apríl, en nú hafa skipuleggjendur ákveðið að hefja hátíðina degi fyrr, eða föstudaginn 6. apríl.

Innlent
Fréttamynd

15 fíkniefnamál í miðbænum í nótt

Lögreglan í Reykjavík fór í fíkniefnaeftirlit á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur í nótt.Farið var inn á alla skemmtistaði í miðbænum og voru alls 15 mál færð til bókar eftir hana. Öll málin voru vegna fíkniefna sem voru ætluð til neyslu. Fólkið verður ákært fyrir vörslu fíkniefna og má búast við sektum.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin um land allt

Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið frá til tíu til sex í kvöld. Veðrið er skaplegt, suðvestan átt, átta metrar á sekúndu og frost. Búast má við því að það hvessi síðar í dag. í dag er opið í Eldborgargili í Bláfjöllum í fyrsta skipti í vetur en þar er æfinga- og keppnisaðstaða skíðafélaganna. Engin æfingaaðstaða hefur verið í vetur, en í dag verður æft frá tíu til tvö.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu

Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni.

Innlent
Fréttamynd

Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar

Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja snjóbyssur í Bláfjöll og Skálafell

Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó.

Innlent
Fréttamynd

Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu

Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kviknaði í út frá eldavél

Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur.

Innlent
Fréttamynd

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt

Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Erlend lántaka eykst milli ára

Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tillögur um jafnréttislög of róttækar

Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna við endurskoðun jafnréttislaga, segir tillögur nefndarinnar of róttækar. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. Þverpólitísk nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur hefur síðan í sumar setið við endurskoðun jafnréttislaga, sem fyrst voru sett fyrir 30 árum.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga

Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi

Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sátt um auðlindaákvæðið á næstu dögum

Formenn stjórnarflokkanna stefna að sameiginlegri niðurstöðu um auðlindaákvæðið sem framsóknarmenn hafa lagt þunga áherslu á að fari inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra á von á því að lending náist í málinu á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Fundað með samgöngunefnd Alþingis

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun

Innlent