Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar 9. mars 2007 18:20 Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira