Innlent

Fréttamynd

Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar

Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra Breta segir hvalveiðarnar sorglegar

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands ítrekaði í morgun andstöðu Breta við atvinnuhvalveiðar Íslendinga og sagði engin rök fyrir ákvörðun Íslendinga. Hann og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, funduð í morgun um málið að ósk Bradshaw.

Innlent
Fréttamynd

Slysið á Vopnafirði alvarlegt

Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa náð konu upp úr sjónum skammt frá heilsugæslustöðinni í bænum en bíll hennar fór út af bakka þar í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar en ljóst er að slysið er alvarlegt. Verið er að vinna að því að ná bílnum upp úr sjónum en tildrög slyssins eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Ókeypis í Þjóðmenningarhúsið um helgina

Ókeypis aðgangur verður að öllum sýningum í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af því að handrit Skarðsbókar postulasagna er nú sýnt þar í fyrsta skipti. Handritið er sýnt til að minnast þess að 18. október voru liðin 40 ár síðan dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni bókina.

Innlent
Fréttamynd

Bíll í sjóinn við Vopnafjörð

Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór sjóinn skammt frá höfn bæjarins. Kona mun hafa verið í bílnum og er unnið að því að bjarga henni.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjuþing samþykkir stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu

Kirkjuþing samþykkti í morgun stefnumótum á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs en með því eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir.

Innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður á fjórðungnum

Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Bakkavarar yfir væntingum

Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hollvinasamtök Óðins stofnuð í dag

Hollvinasamtök varðskipsins Óðins verða stofnuð í dag. Fram kemur í tilkynningu að markmið samtakanna sé að varðveita Óðinn og gera skipið að glæsilegri umgjörð um sögu þoskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa, en Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent

Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kviknaði í dæluskúr

Eldur kviknaði í dæluskúr Hitaveitu Akureyrar við Laugaland í Eyjafjarðarsveit rétt um kl. 20 í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur að sögn lögreglu. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í skúrnum út frá rafmagni.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í rusli í gamla Hampiðjuhúsinu

Eldur kviknaði í rusli í stigagangi gamla Hampiðjuhússins við Brautarholt í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Tilkynning barst lögreglu kl. 20:22 og gekk greiðlega að slökkva eldin og slökkvistarfi lokið 26 mínútum síðar. Enginn var í hættu. Fjölmörg útköll hafa borist slökkviliði vegna elds í húsinu síðustu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kalt vatn komið á aftur í Kópavogi

Kalt vatn tók aftur að renna um krana hjá íbúum í stórum hluta Kópavogs um kl. 22 í kvöld eftir að það fór af á sjöunda tímanum. Grafa tók í sundur kaldavatnslögn við Nýbýlaveg og voru íbúar í Hjallahverfi, við Nýbýlaveg og víðar vatnslausir í á fjórðu klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ÍE

Jakob Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Jakob er með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Kellogg stjórnunarskólanum við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem forstjóri Alfesca, áður SÍF. Jakob gegndi áður stjórnunarstöðum hjá alþjóðlega efnafyrirtækinu Rohm and Haas í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnslaust í stórum hluta Kópavogs

Kalt vatn fór af stórum hluta Kópasvogs á sjöunda tímanum í kvöld. Grafa tók í sundur kaldavatnslögn við Nýbýlaveg og hafa íbúar í Hjallahverfi, við Nýbýlaveg og víðar verið vatnslausir. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna bæjarins stendur viðgerð yfir og er áætlað að vatn verði aftur komið á upp úr klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Stoð kippt undan Hornafirði

Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn.

Innlent
Fréttamynd

Ímynd Íslands skaðist af hvalveiðum

Ímynd landsins er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar, segir talsmaður ferðaþjónustunnar og íslensk stjórnvöld eru að taka þá áhættu að stórskaða hana með hvalveiðum. Á heimasíðu Greenpeace hafa 90 þúsund manns heitið því að íhuga alvarlega að sækja Ísland heim ef þjóðin hættir hvalveiðum. Þriðja langreyðurin var skotin við Snæfellsnes í dag.

Innlent
Fréttamynd

Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlauna

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving, höfundur og framleiðandi þáttanna, segir að um einstaka viðurkenningu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Mögulega raðnauðgarar að verki

Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ferðinni til Bandaríkjanna haldið áfram

Ferð farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 758-200, sem lent var í öryggisskyni á Keflavíkurflugvelli kl. 16:10 í dag, var haldið áfram til Newark í Bandaríkjunum rúmri klukkustund síðar. Vélinni var flogið af stað aftur um kl. 17:30. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélinni, með 172 farþega innanborðs, var lent vegna bilunar í hreyfli.

Innlent
Fréttamynd

Torfæruhjól skemma reiðgötur

Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan höfðar mál gegn ríkinu til að fá gögn

Kjartan Ólafsson ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og krefst þess að fá aðgang að öllum gögnum um hleranir. Lögmaður hans segir stjórnvöld fela þessi mál í afkimum til að stjórna umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Óviðurkvæmilegt fréttabréf

Í fréttabréfi Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð nú í haust var birtur listi yfir Ellefu bestu lög til að nauðga við. Forseti skólafélagsins harmar að ritnefndin hafi brugðist því trausti sem henni var sýnd.

Innlent