Innlent

Fréttamynd

Kísilvegurinn lokaður tímabundið í dag

Vegna hitaveituframkvæmda verður Kísilvegurinn, vegur 87, lokaður stórum bílum við Litlu Reyki frá kl. 13 til 17 í dag. Bent er á Hvammaveg, nr. 853. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Borgarafundir gegn umferðarslysum í dag

Borgarafundir gegn umferðarslysum verða haldnir á sjö stöðum á landinu samtímis klukkan kortér yfir fimm í dag. Fundirnir bera yfirskriftina "Nú segjum við stopp!" og beinast þeir gegn áhættuhegðun í umferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækkaðir um 50 punkta

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 50 punkta og verða þeir eftirleiðis 14 prósent. Þetta er 17. vaxtahækkun Seðlabankans frá því vaxtahækkunarferli bankans hófst í maí fyrir tveimur árum og sú sjötta á þessu ári. Greiningardeildir bankanna segja þetta síðuðust eða næstsíðustu vaxtahækkun Seðlabankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hass haldlagt í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði hald á lítilræði af hassi í gærkvöldi sem fannst í bifreið tveggja pilta um tvítugt. Efnið fannst eftir að lögregla stöðvaði piltana við reglubundið eftirlit og er talið hafa verið til einkaneyslu.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu

Þrír slösuðust þegar fólksbíll valt á malarvegi skammt frá Flúðum í nótt. Ökumaðurinn, sem er innan við tvítugt, var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Pilturinn var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi og gekkst hann undir aðgerð nú í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Rannveig hættir í stjórnmálum

Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi ákvað rétt í þessu á aðalfundi kjördæmisráðs að halda lokað prófkjör fyrir flokksmenn til að velja á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Rannveig Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að geta hafið hvalveiðar í október

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., vonast til að geta hafið hvalveiðar í október miðað við yfirlýsingar stjórnvalda. Hann vonast til að fá haffærniskírteini í næstu viku og hvalstöðin í Hvalfirði er í endurnýjun.

Innlent
Fréttamynd

Reykvísk börn fá frístundakort

Reykvísk börn eiga von á frístundakorti frá borginni með úttekt til að stunda íþróttir, tónlist og annað tómstundastarf. Upphæðin á að hækka í áföngum og verða fjörutíu þúsund, samkvæmt stefnu borgaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Maðurinn, sem ók bifreið á hús Vífilfells á Akureyri í byrjun mars með þeim afleiðingum að farþegi lést, var undir áhrifum áfengis. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Innlent
Fréttamynd

Með góða reynslu af samvinnu við Barnahús

Dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra segir góða reynslu af samvinnu dómstólsins og starfsfólks Barnahúss. Hann segist þó skilja að Héraðsdómur Reykjavíkur noti eigið starfsfólk þegar börn eru yfirheyrð.

Innlent
Fréttamynd

Spá hækkun stýrvaxta

Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir í fjórtán prósent á morgun. Geiningardeildin gerir þannig ráð fyrir hálfs prósentu hækkun á stýrivöxtum en jafnframt sé um að ræða síðustu hækkunina í þessari uppsveiflu. Stýrivextir taki svo að lækka á nýjan leik á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Blóðbönd tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna

Íslenska kvikmyndin Blóðbönd er meðal þeirra 49 kvikmynda sem Evrópska kvikmyndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær og fékk hún góðar viðtökur áhorfenda. Verðlaunaafhendingin fer fram í Varsjá í Póllandi þann 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var frumsýnd hér á landi í febrúar. Leikstjóri myndarinnar er Árni Ólafur Ásgeirsson en handrit skrifaði Jón Atli Jónasson.

Innlent
Fréttamynd

Ferðatöskumálið upplýst

Ferðataskan sem lögreglan í Kópavogi fann í gær með smókingfötum og öðrum fatnaði, er komin til eigenda sín. Ferðatöskunni hafði verið stolið úr ólæstri bifreið nokkrum dögum áður en eigandi töskunnar kom til lögrelunnar í dag og endurheimti fötin sín.

Innlent
Fréttamynd

Áformum um stóriðju verði slegið á frest

Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Gaf safninu ágrip úr dagbókum sínum frá stríðsárunum

Fyrrum breskur hermaður gaf í dag Íslenska stríðsminjasafninu á Reyðarfirði teikningar og ljósmyndir frá þeim tíma er hann dvaldist hér á landi við herskyldu fyrir sextíu og fimm árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma en fjöllunum hafi hann þó aldrei gleymt.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent

Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005.

Innlent
Fréttamynd

Mælir með kaupum á bréfum Alfesca

Greiningardeild KB banka segir uppgjör Alfesca á öðrum fjórðungi ársins hafi verið yfir væntingum og hafi deildin gefið út nýtt verðmat á fyrirtækið. Deildin mælir með kaupum á hlutabréfa Alfesca.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar hjá Alfesca

Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar hjá Alfesca, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Ákveðið var að hún léti af störfum eftir að fyrirtækið hóf að leggja megináherslu á kjarnastarfsemi fyrirtæksins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn kynnir breytingu stýrivaxta á morgun

Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar með fjölmiðlum á morgun til þess að kynna ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti. Stýrivextir eru nú 13,5% en þeir voru síðast hækkaðir þann 16. ágúst. Fundurinn fer fram í fundarsal bankans að Sölvhóli og hefst klukkan 11.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjinn farinn af landi brott

Kínverjinn, sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum á Kárahnjúkum 20. ágúst síðastliðinn, er farinn úr landi og hefur látið af störfum. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaga á Kárahnjúkum, segir að maðurinn hafi farið af landi brott stuttu eftir að hann losnaði af sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Náttúra landsins verði sett í forgang

Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar

Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé.

Innlent
Fréttamynd

Ítrekað ekið á hæðarslár

Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta.

Innlent
Fréttamynd

Latibær verðlaunaður í Þýskalandi

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru útnefndir eitt besta barnaefni í þýsku sjónvarpi á föstudaginn var. Verðlaunin sem kennd eru við EMIL, sem er þekkt persóna í TV Spielfilm, sjónvarps- og kvikmyndatímariti í Þýskalandi.

Innlent