Innlent

Fréttamynd

Reyndi að stela olíubíl ölvaður

Átján ára piltur var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa ölvaður reynt að aka á brott olíuflutningabifreið sem innihélt um þrjátíu þúsund lítra af bensíni, þar sem hún stóð við bensínstöð Atlantsolíu. Þetta gerðist í desember í fyrra og var pilturinn þá sautján ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Enginn haft samband enn

ÞJófnaður "Það hefur enginn haft samband við mig ennþá," segir Nói Benediktsson, sem lenti í því á laugardaginn að hluta búslóðar hans var stolið á meðan hann stóð í flutningum úr íbúð sinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þráðlaust net í Leifsstöð

Nú geta gestir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tengst þráðlausu neti í flugstöðinni. Fyrst um sinn er netaðgengi aðeins í suðurbyggingu flugstöðvarinnar, eða nýju byggingunni eins og hún er oftast kölluð.

Innlent
Fréttamynd

Norskir lesendur fylgja Einari

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hringdi í norska kollega sinn, Helgu Pedersen, og kvartaði undan því að sjóræningjaskipi hefði verið veitt aðstoð fyrir nokkru.

Innlent
Fréttamynd

Matarinnkaup lækka um fimmtíu þúsund

Vörugjald á matvælum verður fellt niður og öll matvara mun bera 14 prósenta virðisaukaskatt ef tillögur nefndar um matarverð ná fram að ganga. Ekki náðist samstaða um niðurfellingu tolla á innfluttum landbúnaðarvörum.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestingar Íslendinga erlendis litlu minni en Dana

Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra. Alls námu fjárfestingar Íslendinga erlendis 439 milljörðum króna á síðasta ári og hafa þær aldrei verið meiri. Þetta um tvöföld upphæð fjárfestinga frá árinu áður og fimmtánföld upphæð ársins 2003. Auk þess má rifja upp á Ísland var í 16. sæti af aðlidarríkjum efnahags- og framfarastofunnarinnar, OECD þegar kom að beinum fjárfestingum. Sem dæmi um hve mikil þessi umsvif þessi voru má nefna að beinar fjárfestingar Íslendinga erlendis voru meiri en Norðmanna og Finna. Það segja Glitnismenn í raun ótrúlegt þegar litið er til þess að Ísland er lang fámennast þessara ríkja. Þessar miklu beinu fjárfestingar erlendis skýrast mest af sókn íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendum mörkuðum svo sem kaup Actavis á Amide og Alpharma, Kaupþings á Singer og Fridlander og Bakkavarar á Geest. Það er því von að margir spyrji sig að því hvaðan allir þessir peningar koma. Jón Bjarki Bentsson sérfræðingur frá greiningardeild Glitnis segir skýringuna vera aukin erlend lán Íslendinga. Skuldasöfnunin komi svo fram í því að reynt hafi á lánshæfni íslenskra kaupahéðna og því hafi þessi þróun dregist saman. Í mars á þessu ári dró Den Danske Bank upp mjög dökka mynd af íslensku efnahagslífi. Þeirri gagnrýni vísuðu Glitsmenn þó mikið til á bug og lögðu ríka áherslu á að þó spáð væri samdrætti væri ekkert sem benti til kreppu.

Innlent
Fréttamynd

Fullur unglingur stal olíubíl

Sautján ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut. Bifreiðin var tengd við aftanívagn sem innihélt um þrjátíu þúsund lítra af bensíni. Drengurinn var undir áhrifum áfengis. Dómarinn taldi rétt að fresta fullnustu refsingarinnar haldi drengurinn skilorð næstu tvö árin.

Innlent
Fréttamynd

Rekin fyrir að reykja í laumi

Afgreiðslustúlka á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar og ítrekað hnupl með falinni myndavél inn á staðnum. Persónuvernd segir að um ólögmæta vöktun hafi verið um að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn á baráttufundi

Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust nú laust fyrir klukkan átta í kvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ópólitískur upplýsingafulltrúi

Guðmundur Hörður Guðmundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Guðmundur hefur starfað í fréttamennsku, bæði á Rúv og Fréttablaðinu auk þess sem hann hefur numið umhverfisfræði í Edinborgarháskóla. Guðmundur Hörður var fyrir nokkrum árum áberandi í starfi ungs Samfylkingarfólks og sat í nefndum fyrir flokkinn en segist nú hafa sagt skilið við pólitíkina.

Innlent
Fréttamynd

Amfetamín í hvítvínsflöskum

Það er jafn auðvelt að búa til hreint amfetamín úr amfetamínvökva og að baka köku. Þetta kom fram í vitnisburði sérfræðings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð í máli tveggja Litháa sem grunaðir eru um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Vill fá allt húsnæðið að Snorrabraut undir Blóðbankann

Stjórnvöld og yfirstjórn Landsspítalans eiga að nýta tækifærið og flytja Blóðbankann í húsnæði sem rúmar alla starfsemina segir Sveinn Guðmundsson, blóðbankastjóri. Hann gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins vegna fyrirhugaðra flutninga.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun gefur út skuldabréf

Landsvirkjun hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir evra, jafnvirði 14,4 milljarða íslenskra króna, undir rammasamningi fyrirtækisins. Lánið er til 20 ára. Með útgáfunni er fjármögnun Landsvirkjunar á árinu nærri lokið en einungis er eftir að fjármagna sem svarar til um 1,6 milljarða króna. Heildarfjárþörf Landsvirkjunar er 45 milljarðar króna á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umferðartafir við Lómagnúp á Skeiðarársandi

Umferðartafir eru við Lómagnúp á Skeiðarársandi vegna umferðaróhapps sem varð rétt fyrir klukkan þrjú. Jeppi með fellihýsi valt og lenti á miðjum veginum og hindrar umferð að öllu leyti. Enginn slasaðist alvarlega. Vegagerðin biður fólk um að sína tillitssemi.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að Alliance-húsið svokallaða verði friðað

Formaður húsafriðunarnefndar ríkisins situr nú fund með borgarstjóra í von um að borgarstjóri taki vel í hugmyndir nefndarinnar um að friða Alliance-húsið svokallaða í vesturbæ Reykjavíkur. Formaðurinn neitar því alfarið að nefndin hafi sofið á verðinum, en til stendur að rífa húsið.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn tekur á móti breskum skútukörlum

Í dag klukkan þrjú mun Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson taka á móti hópi breskra skútukarla sem siglt hafa hingað til lands á tíu skútum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá siglingu Dufferins láverðar til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Aukin þjónusta í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú komið sér upp þráðlausu neti í byggingunni. Fyrst um sinn verður einungis boðið upp á þráðlaust net í suðurbyggingu flugstöðvarinnar en stefnt er að því að þráðlaust net verði aðgengilegt á öllum helstu stöðum í byggingunni í nánustu framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan mælist 8,4 prósent

Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ef verð á húsnæði er skilið frá útreikningunum hækkaði vísitalan um 0,41 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,4 prósent, þar af 3,1 prósent síðastliðna þrjá mánuði, og jafngildir það 13 prósenta verðbólgu á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góðæri hjá útgerðarfélögum

Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst.

Innlent
Fréttamynd

Engin sjúkraflugvél í Eyjum

Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Trukk í uppgræðsluna

Efnt verður til viðburðarins, “Trukk í uppgræðsluna” við Litlu kaffistofuna á morgun kl. 9:30-10:30.

Innlent
Fréttamynd

Misvísandi verðbólguspár

Geir H. Haarde forsætisráðherra er sannfærður um að verðbólgan fari að minnka strax upp úr næstu áramótum og segir auðveldara að sitja í Seðlabankanum og biðja um aðgerðir heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála.

Innlent