Innlent

Fréttamynd

Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna

Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mjög dregur úr vöruskiptahallanum

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi

Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall

Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet slegin á Norðurlandi

Hitamet var slegið í Ásbyrgi í dag þegar hitinn mældist tuttugu og tvær komma sex gráður. Aldrei áður hefur hiti mælst svo hár í þessum mánuði. Aprílmetið var tuttugu og ein komma átta gráður sem mældust á Sauðanesi í apríl 2003. Og það var heldur enginn kalsi á Akureyri en þar var rösklega þrítugt hitamet slegið þegar hitinn komst í tuttugu og eina komma fimm gráður.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um dvöl vesturíslendinga hérlendis

Þjóðræknisfélag Íslendinga og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem næstu fimm árin gerir vesturíslenskum ungmennum kleift að koma hingað til dvalar. Undirritun samningsins fór fram í Winnipeg í Manitoba.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt

Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Varað við lyfi gegn magakveisu ungbarna

Lyfið Minifom, sem fjölmörgum hvítvoðungum er gefið við magakveisu, inniheldur rotvarnarefni sem geta haft hormónatruflandi áhrif. Norska lyfjastofnunin hefur því varað við notkun þess. Málið er til athugunar hjá Lyfjastofnun Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar bannaðir í unglingahóp

Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin

Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag til klukkan þrjú. Þar er sannkallað sumarveður og skíðafæri eftir því, blautt og þungt. Sérstaklega neðarlega í fjallinu. Fólki er bent á að taka með sér sólaráburð því sólin er sérstaklega sterk í snjónum. Forráðamenn fjallsins gera ráð fyrir því að þetta sé síðasta opnunarhelgi vetrarins.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta við ópíumfíkla aukin

Þjónusta vegna ópíumfíkla verður aukin í nýjum þjónustusamning heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við SÁÁ. Um er að ræða framlengingu á þjónustusamning við sjúkrasvið samtakanna til ársloka 2007. Fyrri samningur rann út í árslok 2005 en SÁÁ annaðist þjónustu í samræmi við hann til dagsins í dag og hefur fengið greitt samkvæmt ákvæðum samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Samvinna og verkaskipting á flugslysaæfingu góð

Flugslysaæfingin sem haldin var í dag á Sauðárkróki gekk í heildina mjög vel og samhæfing allra viðbragðsaðila á Sauðárkrókssvæðinu góð. Samvinna og verkaskipting var einstaklega góð segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Sett var á svið flugslys þar sem 30 farþegar og tveir flugmenn slösuðust mismikið.

Innlent
Fréttamynd

Ólík sjónarmið um framtíð innanlandsflugvallar

Formaður flugvallarnefndar vonast til að skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar verði kynnt í næstu viku. Ólík sjónarmið komu fram hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna í flugvallarmálinu á kosningafundi Stöðvar tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Innlent
Fréttamynd

Eik sjái um uppbyggingu miðbæjarhúsanna

Fasteignafélagið Eik hefur óskað eftir að taka yfir samningaviðræður borgaryfirvalda við eigendur lóðarinnar að Austurstræti 22. Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur það vel til greina af hálfu borgarinnar að eftirláta Eik samningana og framtíðaruppbyggingu, en borgaryfirvöld myndu skipuleggja reitinn í samvinnu við Fasteignafélagið.

Innlent
Fréttamynd

Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða?

Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta.

Innlent
Fréttamynd

List án landamæra speglaðist í tjörninni

Þátttakendur í gjörningi á vegum listahátíðarinnar List án landamæra tóku höndum saman í dag og mynduðu hring umhverfis tjörnina í Reykjavík. Síðan gekk fólkið saman einn hring í kringum tjörnina og speglaði sig í henni í leiðinni. Hátíðin stuðlar að því að auka þátttöku fólks með fötlun eða þroskaskerðingu sem ekki er nógu áberandi í „almennu“ menningarumhverfi.

Innlent
Fréttamynd

Framboðslistum hafnað af yfirkjörstjórnum

Framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi hefur verið hafnað. Listarnir bárust of seint fyrir komandi alþingiskosningar og var þess vegna hafnað af yfirkjörstjórnum. Baráttusamtökin skiluðu lista sínum í Reykjavíkurkjördæmi norður einnig of seint. Yfirkjörstjórn þar er enn að funda um málið.

Innlent
Fréttamynd

Flugslysaæfing á Sauðárkróki

Rétt uppúr klukkan 13 hófst flugslysaæfing á Sauðárkróksflugvelli. Æfingin fer fram á vettvangi á Sauðárkróki og er líkt eftir flutningi slasaðra með loftbrú á sjúkrahús. Líkt er eftir slysi tuttugu og átta farþega og tveggja áhafnarmeðlima. Samhæfingarstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð tekur einnig þátt í æfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir krefjast rannsóknar á Kárahnjúkum

Þingflokkur vinstri grænna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að flokkurinn krefjist opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka. Fjöldi verkamanna á svæðinu hefur veikst vegna mengunar og matareitrunar. Rannsóknin skuli beinast að alvarlegum ásökunum í fréttum undanfarna daga um: „vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun.“

Innlent
Fréttamynd

Novator að yfirgefa símamarkaðinn

Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn með viðskiptaskrifstofu í Winnipeg

Landsbankinn opnaði í gær viðskiptaskrifstofu í Winnipeg í Manitoba. Að mati stjórnenda bankans býður borgin upp á ýmis tækifæri en tengslin við frændsystkin okkar í Vesturheimi höfðu einnig sitt að segja við staðarákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Leggja ekki meira fé í Bakkavík

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík munu ekki leggja meira hlutafé inn í fiskvinnslufyrirtækið Bakkavík, sem hefur sagt upp 48 starfsmönnum. Bolungarvíkurkaupstaður á talsverðan hlut í fyrirtækinu, en að sögn bæjarstjórans liggur lausnin ekki í auknu hlutafé, verðmætin í sjávarútvegi liggi í kvótanum og hann eigi fyrirtækið ekki.

Innlent
Fréttamynd

Geðfatlaðir fá húsnæði um allt land

Hátt í 70 geðfatlaðir fá viðvarandi húsnæði um allt land á þessu ári og er áætlað að rúmlega helmingur þeirra fái það afhent í sumar. Þetta er liður átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem félagsmálaráðuneytið kynnti í lok síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði opin

Skíðasvæði á Akureyri og Siglufirði eru opin í dag. Færi á báðum stöðum ber merki vorsins. Það er blautt og þungt en veður gott. Í Hlíðarfjalli er sól og blíða og í tilkynningu segir að þótt færi sé þungt, sé hægt að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins í fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun

Árleg vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í morgun og stendur til 5. maí. Hverfstöðvar munu sjá um að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. Garðeigendur eru beðnir um að nýta tækifærið og klippa grópur sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í óskráðum bifreiðum í Keflavík

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í óskráðum bíl rétt eftir miðnætti í nótt í Keflavík. Slökkvilið var kallað til og réði niðurlögum eldsins. Á síðustu tveimur vikum er grunur um íkveikju í fimm tilfellum þar sem eldur kom upp í óskráðum bifreiðum í Njarðvík og Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í heimahúsi í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk klukkan 21:10 í kvöld tilkynningu um eld í heimahúsi við Öldugötu í Hafnarfirði. Íbúum hafði tekist að slökkva eldinn þegar að slökkvlið og lögreglu bar að garði en það var aðeins fjórum mínútum síðar. Á meðan reykræstingu stóð þurfti að loka götunni. Talið er að um minniháttar tjón hafi verið að ræða. Engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við endurbætur margfaldast

Kostnaður við endurbætur á Grímseyjarferju verður margfalt meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Klúður segir þingmaður í samgöngunefnd alþingis sem telur að ódýrara hefði verið að kaupa nýtt skip.

Innlent
Fréttamynd

Fannst liggjandi í blóði sínu

Í dag kl. 17:13 barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um að maður á sextugsaldri lægi í blóði sínu í húsi í Hveragerði. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru þegar á vettvang . Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og er þungt haldinn.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa fékk sjö metanknúna bíla

Sorpa bs. fékk í gær afhenta sjö metanknúna Volkswagen bíla frá Heklu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Hekla sendi frá sér í kvöld. Um er að ræða fjóra VW Caddy life EcoFuel og þrjá VW Caddy EcoFuel. Bílarnir eru með tvíbrennihreyfli, sem þýðir að þeir geta gengið bæði fyrir metani og bensíni.

Innlent