Innlent

Sorpa fékk sjö metanknúna bíla

Sorpa bs. fékk í gær afhenta sjö metanknúna Volkswagen bíla frá Heklu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Hekla sendi frá sér í kvöld. Um er að ræða fjóra VW Caddy life EcoFuel og þrjá VW Caddy EcoFuel. Bílarnir eru með tvíbrennihreyfli, sem þýðir að þeir geta gengið bæði fyrir metani og bensíni.

Þeir eru fyrst og fremst knúnir metani en þrjóti það, skiptir sjálfvirkt stýrikerfi yfir á bensínkerfið.

Við þetta tækifæri sagði Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu: „Metan er innlendur, vistvænn orkugjafi, sem mikilvægt er að nýta eins og hægt er og er sérstaklega ánægjulegt að taka við sjö nýjum metanökutækjum á degi umhverfisins, sem að þessu sinni er sérstaklega tileinkaður loftslagsmálum."

Tilkynninguna í heild sinni er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×