Innlent

Fréttamynd

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvík leiðir í hálfleik í viðureign sinni við KR, 39 - 44. Njarðvík leiddi allan fyrri hálfleik en KR-ingarnir fóru að sækja í sig veðrið eftir rólega byrjun. Umgjörðin í kringum leikinn er glæsileg og gríðarleg stemning er í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn enn á sömu slóðum

Hafís er nú 27 sjómílur norðaustur af Horni. Hafísinn hefur ekki breyst mikið síðan að Landhelgisgæslan fór síðast í ískönnunarflug en það var 12. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Heyrnarmælingar nýbura hafnar

Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu

Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast 10 milljóna króna í skaðabætur

Skipuleggjendur klámráðstefnunnar, sem átti að halda hér á landi krefja Hótel Sögu um rúmlega 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir að meina þeim um gistingu. Náist ekki samningar milli hótelsins og skipuleggjenda verður málið rekið fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Kolviði hleypt af stokkunum í dag

Umhverfisverkefninu Kolviði var formlega hleypt af stokkunum í Þjóðminjasafninu í dag. Það á að gera Íslendingum kleyft að jafna útblástur samgöngutækja sinna með skógrækt. Að verkefninu standa íslenska ríkið, Kaupþing og Orkuveita Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

N4 ætlar að leita réttar síns vegna N1

N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1. Í fréttatilkynningu frá N4 segir að nafn og firmamerki N1 sé sláandi líkt merki og nafni N4 og að líkindin geti ruglað neytendur. Þar að auki muni N4 brátt hefja dreifingar á N4 sjónvarpi á landsvísu og því sé ljóst að firmamerkin verði afar áberandi um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Síminn kaupir Sensa

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf, sem er með sérfræðiþekkingu á sviði IP samskiptalausna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en kaupverð er trúnaðarmál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta varan frá DeCode væntanleg

DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina

Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þurftu að flýja heimili sín

Nokkrir þurftu að flýja heimili sín á Sauðárkróki í nótt vegna skemmda á íbúðum þeirra. Hreinsun hófst á ný snemma í morgun og miðar vel. Vitað er að neðanjarðar timburstokkur gaf sig með þeim afleiðingum að aurflóðið féll fram af Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók á meðan starfsmenn RARIK unnu að viðgerð á honum.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 5,3 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill hertar reglur um útlendinga

Meira en helmingur landsmanna vill hertar reglur um útlendinga á Íslandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði og birtist í Morgunblaðinu í dag. Flestir kjósendur Framsóknarflokks vilja hertar reglur, eða yfir 70 prósent. Þá vilja 58 prósent Sjálfstæðismanna og 56% Vinstri grænna herta löggjöf.

Innlent
Fréttamynd

Vélstjóri slökkti eld í skipi

Vélstjórinn á kúffiskveiðiskipinu Fossá frá Þórshöfn réð niðurlögum elds í skipinu í gærkvöldi þar sem það var á leið til hafnar. Hann var síðan fluttur á heilsugæsluna á Þórshöfn til aðhlynningar vegna gruns um reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Þrír flokkar vilja græna skatta

Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamennirnir bíða enn björgunnar.

Björgunnarsveitarmenn voru kallaðir út frá Borgarnesi um klukkan 21:30 í kvöld til þess að ná í fjóra erlenda ferðamenn sem voru á gangi upp á Langjökli. Ferðaþjónustuaðili sem átti að sækja mennina sat fastur og komst því ekki til móts við þá.

Innlent
Fréttamynd

Vaðandi í hundaskít

Hundaskítur gerir trillukörlum á Akureyri lífið leitt þessa dagana og stofnar matvælaiðnaði þeirra í voða að sögn trillukarls. Hundaeigendur eru sakaðir um fullkomið virðingarleysi gagnvart sjómönnum.

Innlent
Fréttamynd

ESSO verður N1

Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir stórir árekstrar

Tveir stórir árekstrar urðu á sama tíma á Miklubraut austan við Grensássveg um klukkan 17 í dag. Í öðrum árekstrinum voru fjórir bílar en í hinum þrír bílar. Í báðum tilvikum er um aftanákeyrslu að ræða. Engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Grjóthrun í Óshlíð

Ófært er um Dynjandisheiði og ekki gert ráð fyrir að opna hana fyrr en eftir helgi. Vegfarendur um Óshlíð eru beðnir að sýna varúð vegna grjóthruns. Annars eru vegir víðast hvar auðir á láglendi en lítilsháttar krapi eða hálka er þó á stöku fjallvegum.

Innlent
Fréttamynd

Prestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar

Sóknarprestar í Digraneskirkju biðjast afsökunar á því að hafa neitað að ferma stúlku úr Fríkirkjunni. Þeir segjast harma að hafa valdið stúlkunni og fjölskyldu hennar sársauka vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Námsmenn fá frítt í strætó

Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar.

Innlent
Fréttamynd

Sömu laun fyrir sömu vinnu

Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan á ný í methæðum

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í línubát

Eldur kom upp í vélarrúmi línubátsins Rúnars frá Bolungarvík í mynni Ísafjarðardjúps í gærkvöldi. Tveir voru um borð en þeim tókst að slökkva eldinn. Báturinn varð hins vegar aflvana og þurfti að draga hann til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Fanney Lára valin Ungfrú Reykjavík

Fanney Lára Guðmundsdóttir, 19 ára, var kjörin Fegurðardrottning Reykjavíkur 2007 á Broadway í gærkvöldi. Í öðru sæti var Jóhanna Vala Jónsdóttir, 20 ára, og því þriðja hafnaði Dóra Björk Magnúsdóttir, 22 ára. Ljósmyndafyrirsætan var valin Aníta Brá Ingvadóttir.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í vélarrúmi báts

Eldur kom upp í í vélarrúmi línuveiðibátsins Rúnin Ís-100 í mynni Ísafjarðardjúps um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Báturinn var á leið til hafnar eftir dagróður. Tveir menn voru um borð og tókst þeim að slökkva eldinn. Báturinn varð hinsvegar aflvana og því þurftu mennirnir að kalla á hjálp.

Innlent
Fréttamynd

Telja vænlegt að flytja flugvöllinn

Starfshópur samgönguráðherra og borgarstjóra um málefni Reykjavíkurflugvallar telur það hafa ótvíræða kosti að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Vænlegasti kosturinn fyrir borgina væri að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði. Þetta er haft eftir skýrslu hópsins, sem enn hefur ekki verið gerð opinber en Fréttablaðið greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið kallað að Þjóðleikhúsinu í nótt

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Þjóðleikhúsinu seint í gærkvöldi. Þá hafði fundist megn reykjarlykt í húsinu. Í ljós kom að lyktin stafaði af því að timburstafli var byrjaður að sviðna undan heitum sviðsljósum og var því lítil hætta á ferð.

Innlent