Innlent

Fréttamynd

Lýst eftir sendiferðabíl

Lýst er eftir ljósgráum sendiferðabíl, merktum bakaríinu Korninu, sem stolið var fyrir utan B&L um fimmleytið í gær. Bíllinn er af gerðinni Renault Traffic og er af árgerðinni 2006. Þeir sem sjá bílinn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 864-1564. Vegleg fundarlaun eru í boði fyrir viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Bifhjól og jepplingur í hörðum árekstri

Árekstur varð á Réttarholtsvegi um klukkan hálfeitt í dag. Bifhjól og jepplingur lentu þar saman. Áreksturinn var mjög harður og þurfti að flytja ökumann hjólsins á slysadeild. Hann kastaðist af hjólinu við áreksturinn en er engu að síður ekki talinn mikið slasaður. Bæði jepplingurinn og bifhjólið voru óökuhæf eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja bæði með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Forma fagnar yfirlýsingu landlæknis

Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi fagnar yfirlýsingu Matthíasar Halldórssonar landlæknis um að nú séu engir biðlistar fyrir átröskunarsjúklinga á geðdeildum. En eins og Matthías segir í tilkynningu sinni þá hafa átröskunarsjúklingar núna forgang fram yfir aðra sjúklinga og virðast því fá þjónustu strax.

Innlent
Fréttamynd

Hálkublettir víða á vegum

Rétt er að benda á í upphafi þessarar miklu ferðahelgi að hálka er á Siglufjarðarvegi og hálkublettir milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Eins eru hálkublettir á milli Akureyrar og Egilsstaða og víða hálkublettir á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Örtröð í vínbúðum

Veruleg örtröð var í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins í gær. Víða var örtrðin slík að röðin náði langt út fyrir verslanirnar og greip starfsfólk verslananna til þess ráðs að hleypa viðskiptavinunum inn í skömmtum. Þegar inn var komið var yfirleitt þröng á þingi og langar raðir við afgreiðslukassana. Meginþorri vinnandi fólks er enda kominn í fimm daga páskafríi og vill fólk væntanlega gera vel við sig í mat og drykk yfir páskahátíðna.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdu einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi

Tveir menn hafa viðurkennt að hafa skemmt einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi í fyrrinótt, en það er þriðja árásina á lögreglumenn eða eigur þeirra í umdæminu frá áramótum. Eigandi bílsins býr á Skagaströnd og stóð bíllinn við heimili hans. Töluverðar skemmdir voru unnar á bílnum, sem er nýlegur jeppi.

Innlent
Fréttamynd

Fáir í Bláfjöllum

Fáir eru á ferli í Bláfjöllum þrátt fyrir mjög gott veður og ágætis færi. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið til klukkan 18 í dag. Skíðasvæði um land allt eru opin.

Innlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin um land allt

Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Í Bláfjöllum er opið í Kóngsgili og á heimatorfunni við Bláfjallaskála í dag frá kl. 10 til 18. Léttskýjað er og sex gráðu frost. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá níu til fimm í dag. Þar er hægur vindur og sjö gráðu frost.

Innlent
Fréttamynd

Ísland færist upp á lista OECD

Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í febrúar, samkvæmt útreikningum stofnunarinnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða. Verðbólga er eftir sem áður mest í Tyrklandi. Ungverjaland hefur hins vegar tekið næstsíðasta sætið af Íslendingum, sem nú flagga þriðju mestu verðbólgu innan OECD-ríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum

Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fjölgaði um 14% í febrúar

Gistinóttum á hótelum í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 14 prósent. Í ár voru þær um 63.500 en voru 55.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 7.600 nætur. Þá fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þeim fækkaði um 9 prósent, úr 5.600 í 5.100.

Innlent
Fréttamynd

Sendibíll fauk útaf vegi

Lítill sendibíll fauk út af veginum við Kvísker í Öræfasveit um klukkan þrjú í nótt en ökumann sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn voru sendir honum til aðstoðar. Afleitt veður var á þessum slóðum í nótt, en heldur fór að lægja undir morgun.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn á tannlæknastofu

Ungur maður var gripinn á vettvangi eftir að hann hafði brotist inn í tannlæknastofu í austurhluta Reykjavíkur í nótt og vistaður í fangageymslum. Ekki liggur fyrir eftir hverju hann var að sælast. Þá var brotist inn í apótek í austurborginni undir morgun og komst þjófurinn undan. Verið er að kanna hverju hann stal og skoða eftirlitsmyndavélar.

Innlent
Fréttamynd

Lífshættulega slasaður eftir hnífsstungu

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhússhnífi á heimili við Hátún í Reykjavík um klukkan hálf níu í gærkvöldi og missti hann mikið blóð. Fimm menn voru þar saman komnir þegar einn þeirra sótti hníf og stakk manninn. Þeir hringdu á lögreglu, sem sendi menn með hlífðarbúnað á vettvang, þar sem ekki lá fyrir hvort æðið væri runnið af árásarmanninum.

Innlent
Fréttamynd

Norræna slitnaði frá bryggju

Litlu munaði að illa færi þegar ferjan Norræna slitnaði frá bryggju í ofsaveðri á Seyðisfirði á sjötta tímanum í morgun og rak nokkur hundruð metra út á fjörðinn áður en áhöfninninni tókst að ræsa aðalvélar og snúa skipinu upp i veðrið. Síðan var skipinu siglt út á fjörðinn og heldur þar sjó.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á fólk á biðstöð strætó

Ráðist var á sextán ára dreng og 14 ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í gær þar sem þau biðu eftir strætó. Bar þar að bíl og stukku fjórir ungir menn út úr honum og réðust á unglingana. Fjöldi ökumanna varð vitni að árásinni, en aðhafðist ekkert.

Innlent
Fréttamynd

Vísir á meðal 100 mest sóttu fréttamiðla norðurlanda

Fréttamiðlarnir visir.is og mbl.is eru einu íslensku vefirnir sem komast inn á listann Topp-100 Nordic Internet Index. Listinn er birtur vikulega yfir mest sóttu vefi á Norðurlöndum. Íslensku vefirnir eru hlið við hlið í 91. og 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Modernus, teljari.is. Samtök auglýsenda á Norðurlöndum viðurkenna NII listann.

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt

Rúmlega tvítugur maður sem bundinn er við hjólastól segist hafa óttast um líf sitt þegar ráðist var á hann um kvöldmatarleytið síðastliðið sunnudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að stórauka þurfi öryggisgæslu í miðbænum alla daga því enginn sé óhultur.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fákeppni á íslenskum farsímamarkaði

Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar segir mikla fákeppni á íslenskum farsímamarkaði hafa orðið til þess að tíðniheimildir fyrir farsíma voru boðnar út. Verð á farsímanotkun sé hærra hér á landi en hjá hinum norðurlöndunum. Tvö svissnesk fyrirtæki áttu besta tilboðið.

Innlent
Fréttamynd

30 milljónir plastpoka urðaðir á ári

San Fransiscoborg hefur nýlega bannað plastpoka í stórmörkuðum. Engin áform eru um slíkt á Íslandi, jafnvel þótt Íslendingar noti gríðarlegan fjölda af þeim á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Festa skilaði 18,8 prósenta ávöxtun

Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs var 18,8 prósent á árinu 2006, sem jafngildir 11,3 prósenta raunávöxtun. Í árslok 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmir 48,6 milljarðar og hækkaði hún um 23,4 prósent á milli ára. Stjórn lífeyrissjóðsins mun á næsta aðalfundi leggja til að áunnin réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega verði aukin um 4 prósentum frá og með 1. janúar á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignastaða heimilanna aldrei betri

Heildarskuldir heimilanna við lánakerfið allt námu 1.325 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af námu skuldir við innlánsstofnanir 708 milljónum króna. Þetta er 241 milljón meira en heimilin skulduðu við árslok árið 2005. Greiningardeild Glitnis segir hreina eignastöðu heimilanna aldrei hafa verið betri en nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM

Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Kaupverð allra bréfanna nam tæpum 19,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svangur stal slátri

Lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu handtóku í nótt mann, grunaðan um að hafa stolið tveimur sláturkeppum úr klukkuverslun laust eftir miðnætti. Það reyndist rétt, því hann var enn að velgja keppina innanklæða þegar hann var gripinn og vistaður í fangageymslum, þar sem hann er orðinn hagvanur, en ekkert varð úr sláturveislunni.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla handsamar strokufanga

Lögregla og björgunarsveitarmenn handtóku í gærkvöldi mann, sem strauk síðdegis af réttargæslufangelsisnu að Sogni í Ölfusi og stefndi til fjalla. Maðurinn var illa klæddur og kalsa veður var, þannig að óttast var um afdrif mannsins, en hann er ekki talinn hættulegur. Hann fannst svo í hlíðinni fyrir ofan garðyrkjuskólann við Hveragerði og var fluttur aftur á Sogn.

Innlent
Fréttamynd

Tollgæslan rannsakar meint smygl úr Rússatogara

Nú stendur yfir rannsókn Tollgæslunnar á meintu smygli á áfengi úr rússneskum togara, sem er í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikið málið er, en tveir skipverjar hafa verið vistaðir í fangageymslum. Tollgæslan nýtur aðstoðar lögreglu við aðgerðina.

Innlent
Fréttamynd

Urmull af aprílgöbbum

Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu.

Innlent
Fréttamynd

Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra.

Innlent