Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum 4. apríl 2007 14:12 Björgólfur Thor Björgólfsson. Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Sjá meira
Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Sjá meira