Ólga innan Eflingar

Fréttamynd

Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar

„Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“

Innlent
Fréttamynd

Fagnar fram­boði Sól­veigar Önnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð

Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Óttast endurkomu Sólveigar Önnu

Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í spennandi for­manns­slag

Allt stefnir í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnar­menn stéttar­fé­lagsins hafa gefið kost á sér til for­mennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan fé­lagsins í haust þegar fyrr­verandi for­maður þess sagði af sér.

Innlent
Fréttamynd

Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns

Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ömurlegar fréttir kæri félagi“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti.

Innlent
Fréttamynd

Sagt upp hjá Eflingu eftir 27 ára starf

„Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.“

Innlent
Fréttamynd

„Sjálf­nærandi peninga­maskína“

Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi staða er algjörlega hennar“

„Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns.

Innlent
Fréttamynd

„Mátti segja hvað sem er um mig“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerðist eiginlega í Eflingu?

„Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“

Innlent