„Ömurlegar fréttir kæri félagi“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 15:57 Sólveig Anna telur einsýnt að með athæfi sínu hafi Magnúsi tekist að gera ASÍ óhæft til að fjalla um mál sem snerta alvarlegt áreiti á vinnustað. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira