

Þeir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson æðstu stjórnendur Samherja hafa sent starfsfólki sínu bréf í kjölfar þess að Seðlabankinn hefur vísað karfaviðskiptum fyrirtækisins til sérstaks saksónara. Í bréfinu segja þeir Þorsteinn og Kristján að það sé léttir fyrir þá að þetta hafi gerst og vonandi sýni sérstakur meiri fagmennsku en yfirmenn og rannsakendur Seðlabanka Íslands hafa gert.
Sérfræðingar frá endurskoðunarstofunni Baker Tilly í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið athugavert við verðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila. Vegna ásakana Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila lét Seagold Ltd, dótturfélag Samherja í Bretlandi, gera óháða greiningu og úttekt á rekstri fyrirtækisins.
Útflutningsverð Samherja á botnfiski er að jafnaði hærra en samkeppnisaðila í greininni. Þetta sýna niðurstöður IFS greiningar sem greindi allan fiskútflutning Íslendinga á árunum 2007-2012 að beiðni Samherja. Tilefni greiningarinnar var það að í mars síðastliðnum fékk Seðlabanki Íslands húsleitarheimild hjá Samherja sem byggja á útreikningum á útflutningsverði karfa.
Samherji hagnaðist um 8,8 milljarða króna í fyrra. Samstæðan hagnaðist um 20,2 milljarða á árunum 2009 til 2011. Um 60 prósent starfseminnar erlendis. Samstæðan greiddi 400 milljónir í veiðigjald.
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Samherja og tengdra félaga um að húsleit og haldlagning Seðlabankans á gögnum á tveimur starfsstöðvum samstæðunnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum yrði gert að skila öllum haldlögðum og afrituðum gögnum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stærsti eigandi Samherja, segir að dómur Hæstaréttar sem féll í dag feli beinlínis í sér að menn hafi ekki rétt á því að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald hefur mál enn til rannsóknar. Þorsteinn segir dóminn mikil vonbrigði enda hafi Samherji hreinlega sýnt fram á að útreikningar Seðlabankans sem byggt er á í málinu séu rangir.
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Samherja um að gögnum sem haldlögð voru í húsleit Seðlabanka Íslands hjá fyrirtækinu verði skilað og að húsleitin sjálf verði úrskurðuð ógild.
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur afhent Samherja þau gögn sem lágu til grundvallar þegar Héraðsdómur úrskurðaði um heimild til húsleitar og haldlagningar gagna hjá Samherja og tengdum félögum þann 27. mars síðastliðinn.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir dótturfélag Samherja í Þýsklandi ekki vera að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að hætta að landa fiski til vinnslu hér á landi, vegna rannsóknar Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Hann segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson um aðgerðir bankans gegn fyrirtækinu.
Samherji sendi í dag gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bréf í dag þar sem óskað var eftir upplýsingum um húsleit hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja.
Deutsche Fischfang Union, dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila. DFFU er grunað um að hafa brotið lög um gjaldeyrisviðskipti eins og fram kom í fréttum í síðustu viku.
Innanríkisráðherra telur koma til greina að svipta sjávarútvegsfyrirtæki veiðiheimild, verði þau uppvís að því að brjóta gjaldeyrislög. Samherji liggur undir grun.
„Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni,“ segir í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, vegna húsleitar hjá fyrirtækinu á vegum Seðlabankans.
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti.
Seðlabanki Íslands getur beðið í allt að þrjár vikur með að upplýsa um ástæðu húsleitar á skrifstofum Samherja í gær. Málið er nú í rannsókn.
Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir hjá Samherja vegna gruns um brot á lögum um gjaldeyrismál. Forstjóri Samherja segir fyrirtækið alfarið hafa farið eftir lögum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum.