Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson

Fréttamynd

Að­för að ung­mennum (Í minningu Hamarsins)

Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Jökullaust Okið

Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fátækum neitað um réttlæti

Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót.

Skoðun
Fréttamynd

Í fá­tæktina fórnað

Sárafátækt er í örum vexti á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi mældist 18% í ágúst. Fyrir helgi fengu 200 fjölskyldur mataraðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Keflavík og þurftu 50 manns frá að hverfa því maturinn kláraðist.

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingar­leikur for­sætis­ráð­herra

Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára.

Skoðun
Fréttamynd

Ögrandi, rót­tæk og skrefi á undan

Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldra­hlut­verkinu kastað á sorp­hauginn?

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, bað í vikunni samkynhneigt fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Sagði hún kirkjuna hafa valdið samkynhneigðum sársauka, vandræðum og erfiðleikum í gegnum tíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum kjörin í Hafnarfirði

Í stað þess að færa peninga úr sjóðum bæjarins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa vil ég að fjármunum bæjarins verði forgangsraðað í þágu þeirra sem höllustum fæti standa. Í stað þess að einkavæða grunnþjónustu vil ég að fjárfest verði í betra skólakerfi fyrir börn í Hafnarfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Stressaðir framhaldsskólanemar

Íslenskir framhaldsskólanemar eru undir miklu álagi. Samhliða ströngum námskröfum eru margir nemar í mikilli vinnu með námi og flest þekkjum við það mikla og fjölbreytta félagslíf sem fylgir framhaldsskólaárunum.

Skoðun
Fréttamynd

Sá siðlausasti vinnur

Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Klamydía í frímínútum

Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla.

Skoðun
Fréttamynd

Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið

Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, "Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum Illugafrumvarpinu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ný kynslóð bíður

Andi breytinga svífur yfir vötnum í Samfylkingunni. Í lok þessa mánaðar hefst rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um formann flokksins og á landsfundi í byrjun júní veljum við nýja forystu. Stefnumótunin á landsfundi verður einnig með óhefðbundnum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum (ekki) að velja

Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur.

Skoðun
Fréttamynd

Hinsegin hnökrar

Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um "hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um "hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti.

Skoðun
Fréttamynd

77 raddir

Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi.

Skoðun
Fréttamynd

Lögbundna sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskóla

Algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára er sjálfsvíg. Ekki bílslys, ekki krabbamein, heldur sjálfsvíg. Fjórir til sex ungir karlmenn svipta sig lífi ár hvert, en alls falla að meðaltali 35 Íslendingar fyrir eigin hendi árlega. Símtölum um sjálfsvíg í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, hefur fjölgað um 42% milli ára. Ef um annars konar dauðsföll væri að ræða, svo sem af völdum kynsjúkdóms, væri talað um faraldur.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með þetta fólk

Árið 2014 voru innflytjendamál meira áberandi í umræðunni en áður. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík snerust ekki um annað, enda gerði Framsóknarflokkurinn byggingu mosku að kosningamáli. Sumir hafa gagnrýnt Framsókn fyrir að ala á andúð á útlendingum. Á því eru skiptar skoðanir.

Skoðun