Upplýsingatækni

Fréttamynd

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­forma að selja Ver­ne Global gagna­verin í heild sinni til að minnka skuld­setningu

Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 

Innherji
Fréttamynd

Wise kaupir Þekkingu

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ættum að mark­a stefn­u um upp­bygg­ing­u gagn­a­ver­a eins og hin Norð­ur­lönd­in

Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­tók gagna­verið af Ís­lands­banka fyrir nærri milljarð

Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.

Innherji
Fréttamynd

Land­læknir tryggði ekki öryggi upp­lýsinga í lyfja­gátt

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­mennt á sýningu Upp­lýsinga­tækni­skólans

Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina, en fjölmenni sótti sýninguna þegar hún var opnuð í húsakynnum Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39 á föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Of­flæði upp­lýsinga veru­leg ógn við geð­heilsuna

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Scheving nýr deildarstjóri Advania

Sverrir Scheving Thorsteinsson er nýr deildarstjóri rafrænna viðskipta og skólalausna Advania. Hann mun leiða þróun á stafrænum skólalausnum fyrirtækisins og þróun á lausnum sem snúa að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að stunda rafræn viðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árni Jón og Þorvaldur Jón til Advania

Árni Jón Eggertsson hefur verið ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania og Þorvaldur Jón Henningsson deildarstjóri mun leiða einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania

Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já

Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

Innherji
Fréttamynd

Helga Dögg nýr rekstrar­stjóri hjá Expectus

Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Viðskipti innlent