
Upplýsingatækni

Ragnheiður hættir sem forstjóri Opinna Kerfa
Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem hefur stýrt Opnum Kerfum undanfarin þrjú ár, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins. Áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2019 hafði hún verið fjármálastjóri Opinna Kerfa.

Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu?
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra?

Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs
Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.

Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.

Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir
Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum.

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins
Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Ólafur Örn nýr framkvæmdastjóri Miracle
Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miracle.

Sylvía hættir hjá Origo
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.

Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar
Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum.

Kaupir norskt öryggisfyrirtæki
Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Ásdís Eir og Óli Páll til Lucinity
Ásdís Eir Símonardóttir og Óli Páll Geirsson hafa verið ráðin til upplýsinga- og fjártæknifyrirtækisins Lucinity

Advania mun velta 150 milljörðum eftir yfirtöku á bresku skýjaþjónustufélagi
Advania hefur náð samkomulagi um kaup á breska upplýsingatæknifélaginu Content+Cloud af framtakssjóðnum ECI Partnes og öðrum hluthöfum en um er að ræða fyrstu yfirtöku Advania á félagi utan Norðurlanda.

Kemur til Isavia frá Össuri
Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

Controlant hlýtur Útflutningsverðlaun forsetans og Baltasar heiðraður
Fyrirtækið Controlant hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2021. Þá hlaut leikstjórinn Baltasar Kormákur heiðursviðurkenningu fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu.

Origo hagnaðist um 365 milljónir
Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins.

Handboltakempa ráðin forstöðumaður heilbrigðislausna
Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo.

Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Advania
Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hann hefur starfað hjá Microsoft á Íslandi síðan 2013, lengst af sem forstjóri.

Advania festir kaup á Visolit og tvöfaldar starfsmannafjöldann
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit. Við kaupin tvöfaldast starfsmannafjöldinn og verður sameinað fyrirtæki með um 2.400 starfsmenn og 120 milljarða króna veltu, að sögn Advania.

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo
Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Valeria til Advania
Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Hagnaður Origo dregst saman
Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Elísabet, Melkorka og Sæunn til Dohop
Elísabet Rós Valsdóttir, Melkorka Mjöll Jóhönnudóttir Sæunn Sif Heiðarsdóttir hafa allar verið ráðnar sem forritarar hjá Dohop.

Farinn til RB eftir nítján ár hjá Valitor
Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB.

Viðar nýr framkvæmdastjóri Kaptio
Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár.

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor
Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna.

Hinrik og Sigrún fengin til að stýra mannauðsteyminu
Hinrik Sigurður Jóhannesson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri fyrirtækisins.

Creditinfo sagt verðmetið á allt að þrjátíu milljarða
Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum.

LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group
Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi.

Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni.