Upplýsingatækni

Fréttamynd

Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir

Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins

Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Innherji
Fréttamynd

Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar

Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum.

Skoðun
Fréttamynd

Origo hagnaðist um 365 milljónir

Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldu fyrir 2,9 milljarða í Origo

Hvalur hf. og tengt félög seldu í morgun allan hlut sinn í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo fyrir tæplega 2,9 milljarða króna. Félögin seldu um sextíu milljónir hluta sem jafngildir 13,8 prósenta hlut í Origo. Hvalur átti 11,57 prósent í Origo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valeria til Advania

Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Creditin­fo sagt verð­metið á allt að þrjá­tíu milljarða

Kaupverð bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á meirihluta hlutafjár Creditinfo Group samsvarar því að íslenska félagið sé verðmetið á tuttugu til þrjátíu milljarða króna, samkvæmt heimildum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Er endanleg fjárhæð sögð velta á ákveðnum fjárhagslegum markmiðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynnum sterkar kven­fyrir­myndir til sögunnar

Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni.

Skoðun
Fréttamynd

Goldman Sachs kaupir meirihluta í Advania

Sjóður í eigu fjárfestingabankans Goldman Sachs hefur fest kaup á meirihluta í Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sjóðurinn bætist þannig í hluthafahóp Advania sem samanstendur meðal annars af VIA Equity og lykilstjórnendum á Norðurlöndum. Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Viðskipti innlent