Skoðanakannanir

Fréttamynd

Halla Hrund líka vin­sæll annar kostur

Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun

Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir hverja eru skoðana­kannanir?

Þrátt fyrir að fresturinn sé nýliðinn til að skila inn meðmælum fyrir framboð til forseta þá er baráttan um Bessastaði löngu farin af stað. Frá því að fráfarandi forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann gæfi ekki kost á sér hafa fjölmiðlar keppst um að spá í spilin um næsta forseta og ýmist notað skoðanakannanir sem leiðarvísir í þeirri umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fylgistapi flokksins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir þingflokk Vinstri grænna hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Þar kom fram að flokkurinn mælist með 4,4 prósenta fylgi og næði samkvæmt því ekki inn á þing. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn aldrei með minna fylgi

Vinstri græn mælast með 4,4 prósent fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna í könnunum Gallup. Þá dregst stuðningur við ríkisstjórnina saman. 

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legt að sjá fylgis­aukningu Höllu Hrundar

Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum.  

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund mælist með mest fylgi allra fram­bjóð­enda

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn stað­festir sig sem þriðji stærsti flokkurinn

Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna

Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og Baldur takast enn á um for­ystuna

Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í spennandi for­seta­kosningar

Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur Ís­lendinga sáttur við falsanir og eftir­líkingar

Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi.

Neytendur
Fréttamynd

Katrín á toppnum um allt land

Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín leiðir og hefur töl­fræði­lega mark­tækt for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund tvö- til þre­faldar fylgi sitt

Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir af hverjum fimm ó­á­nægðir með Bjarna

Afgerandi meirihluti landsmanna lýsti yfir óánægju með nýjan forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í viðhorfskönnun Prósents á dögunum. Könnunin mældi 78 prósent óánægju með Bjarna Benediktsson. Þar kom einnig fram að 73 prósent líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Baldur og Katrín halda for­ystunni

Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kjós­endur hallast að Katrínu

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Katrín með for­skot á Baldur

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og forsætisráðherra er með 33 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og mótframbjóðandi mælist með 27 prósenta fylgi.

Innlent