Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Guð­laugur segist ekki hafa hótað Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Gulli plús Kata talið ganga illa upp

Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 

Innlent
Fréttamynd

Carl­sen breytti opnunar­leik Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. 

Sport
Fréttamynd

Guðlaugur Þór segir Bjarna fyrstum allra ef hann býður sig fram

Guðlaugur Þór Þórðarson segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins frétta það fyrstan allra ákveði hann að bjóða sig fram gegn honum á landsfundi í næstu viku. Formaðurinn hlakkar til að leggja árangur flokksins í ríkisstjórn fyrir landsfundarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að ræða fundinn vegna almannahagsmuna

Dómsmálaráðherra segir almannahagsmuni koma í veg fyrir að hann geti upplýst um efni fundarins sem aðstoðarmaður hans sat um Samherjamálið með namibískri sendinefnd. Hann hafnar gagnrýni yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum um að staða rannsóknarinnar sé nánast vandræðaleg fyrir Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Lofts­lags­ráðs

Þórunn Wolfram Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Hún er starfandi sviðsstjóri hjá Landgræðslunni og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra. Þórunn mun hefja störf hjá Loftslagsráði í byrjun næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur Þór spyrji sig hvernig hafi gengið að afla fylgis

Það er sameiginlegt verkefni allra sjálfstæðismanna að hífa fylgið flokksins upp aftur, ekki bara formannsins, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ráðleggur Guðlaugi Þór Þórðarsyni að líta í eigin barm og spyrja sig hvernig honum hafi gengið að afla flokknum fylgis í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Blaða­manna­fundurinn sem þurrkaði upp milljarða

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál

Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina.

Innlent
Fréttamynd

„Það á ekki að fara að gera neitt“

Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. 

Innlent
Fréttamynd

Kraumar undir niðri í að­draganda lands­fundar Sjálf­stæðis­flokksins

Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ný ríkis­störf á Akur­eyri

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst flytja fimm opinber sérfræðistörf til Akureyrar. Nýtt teymi verður stofnað í bænum og 21 stöðugildi verða á skrifstofum stofnunarinnar á Akureyri. Ráðherra fagnar fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi

Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum.

Innlent
Fréttamynd

Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján brott­vísanir barna á þessu ári

Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum.

Innlent
Fréttamynd

Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði

Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða.

Innlent