Fimmtán hælisleitendur fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar til þeirra var leitað. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks.
Það var flott hvernig Bjarni var að hrósa Jóni Gunnarssyni fyrir hversu vel hann væri að standa sig í þessum stormi. Þessi ríkisstjórn skipuleggur, styður og fagnar þessu mannhatri. https://t.co/zbEUrsHqOp
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 2, 2022
Þá hefur Sjón gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda.
Boðað er til mótmælanna á Facebook.
„Við komum saman á Austurvelli í dag, 3. nóvember kl 17:15 til að mótmæla þessum lágkúrulegu aðgerðum yfirvalda og sýna þeim að við látum slíkar aðfarir að mannlegri reisn, réttlæti og grundvallar mannréttindum ekki eiga sér stað þegjandi og hljóðalaust,“ segir á síðu viðburðarins.
Illugi Jökulsson rithöfundur hvetur fólk til að mæta. „Það þarf að koma þessari ömurlegu ríkisstjórn frá kosningar ekki síðar en í janúar,“ skrifar Illugi á Facebook síðu sinni.