Vistvænir bílar Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Bílar 15.11.2021 07:01 Kia EV9 rafbíll væntanlegur Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6. Bílar 12.11.2021 07:00 Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Viðskipti erlent 10.11.2021 12:52 Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030. Bílar 10.11.2021 07:00 Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Bílar 8.11.2021 07:00 BL frumsýnir MG Marvel R Electric MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafjeppling MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í dag laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16. MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni. Bílar 6.11.2021 07:00 Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag. Bílar 3.11.2021 07:01 Ford Mustang Mach-E fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Ford, Ford Mustang Mach-E fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í óháðu árekstrarprófunum, Euro NCAP og hann fékk hæstu einkunn í umhverfisprófunum, Green NCAP. Bílar 1.11.2021 07:01 Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum. Bílar 30.10.2021 07:02 Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Innlent 29.10.2021 10:21 Rafjepplingurinn BMW iX frumsýndur BMW á Íslandi frumsýnir á morgun laugardag, milli kl. 12 og 16, nýtt flaggskip rafbíla þýska framleiðandans BMW Group þegar hulunni verður svipt af hinum fjórhjóladrifna og rúmgóða BMW iX, sem óhætt er að fullyrða að setji ný viðmið í flokki rafknúinna í jepplingaflokki (SUV). Bílar 29.10.2021 07:01 Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. Bílar 27.10.2021 07:00 Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu. Bílar 22.10.2021 07:00 Rivian R1T er kominn í hendur kaupenda Framleiðsla á Rivian R1T, rafpallbílnum hófst í september, fyrstu bíalrnir rúlluðu út af færbandinu þann 14. september. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo bíla sem líklega eru á leið til viðskiptavina í Oklahoma. Bílar 18.10.2021 07:00 Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Erlent 13.10.2021 10:44 Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test. Bílar 13.10.2021 07:02 Úkraínskt sprotafyrirtæki kynnir rafmótorhjól Hugmyndin er að smíða rafdrifið mótorhjól í Scrambler stíl. Gróf dekk og góðfjöðrun með fremur uppréttri setustöðu. Fyrirtækið heitir EMGo Technology. Bílar 11.10.2021 07:00 Tesla Model Y - Rafjepplingur sem virkar fyrir vísitölufjölskyldu og fleiri Tesla Model Y hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur. Sjö sæta útgáfan er væntanleg. Bíllinn er eins og aðrar Tesla bifreiðar, vel úthugsaðar. Þemað við fyrstu kynni af Tesla bifreiðum er „af hverju var ekki einhver löngu búinn að þessu?“ Svarið er vanalega að slíkar breytingar séu tímafrekar og flóknar fyrir rótgróna bílaframleiðendur. Bílar 10.10.2021 07:01 Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. Bílar 4.10.2021 07:00 Kia EV6 - Getur rótgróinn bílaframleiðandi framleitt góðan rafbíl? Kia kynnti í upphafi árs nýtt lógó og nýja rafbílalínu, EV línuna sem á að ná frá 1 og upp í 9, samkvæmt vörumerkjaskráningum Kia. Blaðamanni Vísis var nýlega boðið til Frankfurt með Öskju til að prófa fyrsta meðlim EV fjölskyldu Kia, EV6. Bílar 2.10.2021 07:01 Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5 Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag 2. október milli kl. 12 og 16 rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans. Bílar 1.10.2021 07:00 Rafmögnuð jeppasýning Ísband, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi blæs til glæsilegrar og rafmagnaðrar jeppasýningar laugardaginn 2. október. Þar verður 4xe Plug-In-Hybrid línan frá Jeep sýnd, Jeep Wrangler Rubicon 4xe, Jeep Compass 4xe og Jeep Reneagde 4xe, jeppar með alvöru fjórhjóladrifi í Plug-In-Hybrid útfærslu. Bílar 29.9.2021 07:01 Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Viðskipti erlent 28.9.2021 08:48 Rivian R1T lendir í sínum fyrsta árekstri Allir bílar þurfa að lenda í sínum fyrsta árekstri og almennt er smávægilegt samstuð ekki fréttnæm en þetta var frekar furðulegt, auk þess sem R1T er búinn hinum ýmsa búnaði sem ætti að koma í veg fyrir árekstra. Bílar 27.9.2021 07:01 Óstöðugar rafhlöður í Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt Rafbílarnir Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt hafa verið að valda vandræðum. Þær eru að sögn „óstöðugar“. Það þýðir að gæta þarf að hvernig gengið er um rafhlöðurnar annars getur kviknað í þeim. Bílar 24.9.2021 07:01 Mercedes-Benz EQA - Rafjepplingur en klassískur Benz EQA er fimm manna rafjepplingur sem hentar fólki sem hefur fágaðan en einfaldan smekk. Bíllinn er augljóslega Mercedes-Benz, þegar setið er í honum og honum ekið. Bílar 19.9.2021 07:01 Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs. Bílar 17.9.2021 07:00 Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína. Bílar 15.9.2021 07:01 9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Bílar 13.9.2021 07:01 Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári. Bílar 12.9.2021 07:01 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 18 ›
Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Bílar 15.11.2021 07:01
Kia EV9 rafbíll væntanlegur Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6. Bílar 12.11.2021 07:00
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Viðskipti erlent 10.11.2021 12:52
Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030. Bílar 10.11.2021 07:00
Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Bílar 8.11.2021 07:00
BL frumsýnir MG Marvel R Electric MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafjeppling MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í dag laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16. MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni. Bílar 6.11.2021 07:00
Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag. Bílar 3.11.2021 07:01
Ford Mustang Mach-E fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Ford, Ford Mustang Mach-E fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í óháðu árekstrarprófunum, Euro NCAP og hann fékk hæstu einkunn í umhverfisprófunum, Green NCAP. Bílar 1.11.2021 07:01
Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum. Bílar 30.10.2021 07:02
Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Innlent 29.10.2021 10:21
Rafjepplingurinn BMW iX frumsýndur BMW á Íslandi frumsýnir á morgun laugardag, milli kl. 12 og 16, nýtt flaggskip rafbíla þýska framleiðandans BMW Group þegar hulunni verður svipt af hinum fjórhjóladrifna og rúmgóða BMW iX, sem óhætt er að fullyrða að setji ný viðmið í flokki rafknúinna í jepplingaflokki (SUV). Bílar 29.10.2021 07:01
Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. Bílar 27.10.2021 07:00
Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu. Bílar 22.10.2021 07:00
Rivian R1T er kominn í hendur kaupenda Framleiðsla á Rivian R1T, rafpallbílnum hófst í september, fyrstu bíalrnir rúlluðu út af færbandinu þann 14. september. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo bíla sem líklega eru á leið til viðskiptavina í Oklahoma. Bílar 18.10.2021 07:00
Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Erlent 13.10.2021 10:44
Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test. Bílar 13.10.2021 07:02
Úkraínskt sprotafyrirtæki kynnir rafmótorhjól Hugmyndin er að smíða rafdrifið mótorhjól í Scrambler stíl. Gróf dekk og góðfjöðrun með fremur uppréttri setustöðu. Fyrirtækið heitir EMGo Technology. Bílar 11.10.2021 07:00
Tesla Model Y - Rafjepplingur sem virkar fyrir vísitölufjölskyldu og fleiri Tesla Model Y hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur. Sjö sæta útgáfan er væntanleg. Bíllinn er eins og aðrar Tesla bifreiðar, vel úthugsaðar. Þemað við fyrstu kynni af Tesla bifreiðum er „af hverju var ekki einhver löngu búinn að þessu?“ Svarið er vanalega að slíkar breytingar séu tímafrekar og flóknar fyrir rótgróna bílaframleiðendur. Bílar 10.10.2021 07:01
Rafbílavæðing sparaði 66°Norður 19 tonn CO2 í útblæstri 66°Norður hefur fengið afhenta níu Kia e-Niro rafbíla frá Bílaumboðinu Öskju sem eru þegar komnir í notkun hjá fyrirtækinu. Bílar 4.10.2021 07:00
Kia EV6 - Getur rótgróinn bílaframleiðandi framleitt góðan rafbíl? Kia kynnti í upphafi árs nýtt lógó og nýja rafbílalínu, EV línuna sem á að ná frá 1 og upp í 9, samkvæmt vörumerkjaskráningum Kia. Blaðamanni Vísis var nýlega boðið til Frankfurt með Öskju til að prófa fyrsta meðlim EV fjölskyldu Kia, EV6. Bílar 2.10.2021 07:01
Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5 Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag 2. október milli kl. 12 og 16 rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans. Bílar 1.10.2021 07:00
Rafmögnuð jeppasýning Ísband, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi blæs til glæsilegrar og rafmagnaðrar jeppasýningar laugardaginn 2. október. Þar verður 4xe Plug-In-Hybrid línan frá Jeep sýnd, Jeep Wrangler Rubicon 4xe, Jeep Compass 4xe og Jeep Reneagde 4xe, jeppar með alvöru fjórhjóladrifi í Plug-In-Hybrid útfærslu. Bílar 29.9.2021 07:01
Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Viðskipti erlent 28.9.2021 08:48
Rivian R1T lendir í sínum fyrsta árekstri Allir bílar þurfa að lenda í sínum fyrsta árekstri og almennt er smávægilegt samstuð ekki fréttnæm en þetta var frekar furðulegt, auk þess sem R1T er búinn hinum ýmsa búnaði sem ætti að koma í veg fyrir árekstra. Bílar 27.9.2021 07:01
Óstöðugar rafhlöður í Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt Rafbílarnir Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt hafa verið að valda vandræðum. Þær eru að sögn „óstöðugar“. Það þýðir að gæta þarf að hvernig gengið er um rafhlöðurnar annars getur kviknað í þeim. Bílar 24.9.2021 07:01
Mercedes-Benz EQA - Rafjepplingur en klassískur Benz EQA er fimm manna rafjepplingur sem hentar fólki sem hefur fágaðan en einfaldan smekk. Bíllinn er augljóslega Mercedes-Benz, þegar setið er í honum og honum ekið. Bílar 19.9.2021 07:01
Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs. Bílar 17.9.2021 07:00
Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína. Bílar 15.9.2021 07:01
9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Bílar 13.9.2021 07:01
Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári. Bílar 12.9.2021 07:01