Geðheilbrigði

Fréttamynd

„Það eru komnir þrír mánuðir síðan pabbi minn sá fram á það að geta ekki lifað lengur“

„Ég er alls ekki týpan sem er mikið að opna sig á netinu. Þetta var erfitt og óþægilegt. En ég vildi gera þetta, fyrir pabba,“ segir tónlistarkonan Karlotta Sigurðardóttir en á dögunum gaf hún sitt fyrsta lag á íslensku sem ber heitið Hringekja. Lagið hefur afar sérstaka merkingu fyrir Karlottu vegna þess að það er seinasta lagið hennar sem faðir hennar, Sigurður Arnar Jónsson, fékk að heyra áður en hann féll fyrir eigin hendi, í apríl á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt

Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um til­finningar

Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar.

Skoðun
Fréttamynd

„Reglur sam­fé­lagsins mega ekki vera ó­manneskju­legar“

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi fjöl­skyldu- og para­með­ferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi

Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­tóku konu á Sæ­braut

Lögregluþjónar voru í dag kallaðir til vegna konu sem truflaði umferð á Sæbrautinni. Fjölmargir urðu vitni að því þegar konan var handtekin og voru margir lögregluþjónar á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“

Líf Rutar Rúnarsdóttur og fjölskyldu hennar kollvarpaðist fyrir þremur árum þegar eldri bróðir Rutar féll fyrir eigin hendi. Systkinin voru afar náin og Rut missti því bæði bróður og kæran vin á sama tíma. Áfallið breytti Rut á þann hátt að hún syrgði ekki bara bróður sinn heldur einnig gömlu útgáfuna af sjálfri sér, manneskjuna sem hún hafði verið áður en áfallið dundi yfir.

Lífið
Fréttamynd

Löng bið barna eftir geð­heil­brigðis­þjónustu ekki á­sættan­leg

Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“

„Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þörf á úr­ræðum fyrir hátt í hundrað og þrjá­tíu börn

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir.

Innlent
Fréttamynd

Að stytta bið­lista

Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni.

Skoðun
Fréttamynd

Þrá­hyggja og á­rátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugg­lega á elda­vélinni?“

„Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum.

Áskorun
Fréttamynd

Er allt í gulu?

Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir.

Skoðun
Fréttamynd

„Við eigum að tala um sjálfs­víg“

Sjálsvígsforvarnarverkefnið Gulur september hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. Verkefnastjóri segir miklu máli skipta að skilaboðin um sjálfsvíg og geðrækt séu á jákvæðum nótum.

Lífið
Fréttamynd

Er allt í gulu í þínum skóla?

Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki allt í gulu?

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Um er að ræða mikilvæga og árlega vitundarvakningu þar sem fjölmargir taka höndum saman og vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. Í gulum september sameinumst við á þeirri vegferð að vekja upp von.

Skoðun
Fréttamynd

Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara

„Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“

Innlent
Fréttamynd

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

Lífið