FH

Fréttamynd

„Það munaði á markvörslunni“

FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara FH-Haukar, þetta gerist alltaf“

„Fyrst og fremst er ég ánægður að við náðum varnarleiknum okkar til baka, við spiluðum frábæra vörn. Ég er ánægður með hvernig menn gáfu sig í þetta, það var mikil og góð liðsheild,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir jafntefli á móti Haukum í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Daníel Ingi sló tólf ára gamalt Íslandsmet

Frjálsíþróttamaðurinn Daníel Ingi Egilsson úr FH náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands þegar hann vann sigur í þrístökki. Daníel bætti tólf ára gamalt Íslandsmet þegar hann stökk 15,49 metra.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar fá Kjartan Kára frá Noregi og Finna frá Ítalíu

FH-ingar hafa fengið tvöfaldan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Liðið fær annars vegar Kjartan Kára Halldórsson á láni frá Haugesund í Noregi og hins vegar finnska unglingalandsliðsmanninn Eetu Mömmö frá ítalska félaginu Lecce.

Fótbolti