Besta deild karla

Fréttamynd

Utan Vallar: Bræðrablús í Safamýrinni

Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar Örn náði þrekprófinu í kvöld

Garðar Örn Hinriksson, einn besti dómari Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, er búinn að ná þrekprófinu sem hann féll á þegar miðsumars þrekpróf KSÍ fór fram í síðasta mánuði. Magnús Már Jónsson, dómarastjóri knattspyrnusambandsins, staðfesti þetta við Vísi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Höldum okkur við stefnuna sem var sett í upphafi

Þrátt fyrir að verma botnsæti Pepsi-deildarinnar sátu Framarar hjá í félagskiptaglugganum í ár. Bjarni Guðjónsson staðfesti að þeir hefðu litið á nokkra leikmenn en vildu ekki bæta við leikmönnum nema þeir myndu verða lykilleikmenn liðsins.

Sport
Fréttamynd

Grindavík skaust upp úr fallsæti

Grindavík skaust upp úr fallsæti í 1. deildinni í kvöld með öruggum 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Grindavík. Grindavík er tveimur stigum fyrir ofan BÍ/Bolungarvík sem situr í fallsæti eftir leiki kvöldsins þegar fjórtán umferðum er lokið.

Íslenski boltinn