Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 11:30 Arnar Grétarsson stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í efstu deild í kvöld. vísir/ernir „Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
„Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira