Körfubolti

Fréttamynd

Helena í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope

Íslenska körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope, evrópska körfuboltasambandsins, þar sem hún talar um nýja liðið sitt, Aluinvent Miskolc, en Helena yfirgaf slóvakíska liðið Good Angels Kosice í sumar og spilar nú í ungversku deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur áfram í hópi þeirra bestu í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, eru áfram í hópi bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en topp hundrað listinn var gefin út á heimasíðu sænska sambandsins, basketsverige.se. Sænska deildin hefst í kvöld en fyrsti leikur Drekanna er á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Kyssti mótherja í miðjum leik í úrslitakeppni

Diana Taurasi og Seimone Augustus, tveir af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar í körfubolta lenti saman í leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöldi en Taurasi sá til þess að ósætti þeirra komst í heimsfréttirnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Litháar í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í tíu ár

Litháen er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti karla í körfubolta sem fram fer í Slóveníu eftir 15 stiga sigur á Króatíu í kvöld, 77-62, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Litháen mætir annaðhvort Frakklandi eða Evrópumeisturum Spánar í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau mætast seinna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti gerði út um leikinn en Litháen vann hann 21-8.

Körfubolti
Fréttamynd

15-0 sprettur í byrjun fjórða lagði grunninn að sigri Litháa

Litháar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta í Slóveníu eftir fjögurra stiga sigur á Ítalíu, 81-77, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frábær kafli í byrjun fjórða leikhluta þar sem litháenska liðið náði 15-0 spretti lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Króatar í undanúrslitin í fyrsta sinn í átján ár

Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta i Slóveníu eftir tólf stiga sigur á Úkraínu, 84-72, í leik þjóðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Sigur Króata var öruggur. Móherjar Króatíu í undanúrslitunum verða annaðhvort Litháen eða Ítalía.

Körfubolti
Fréttamynd

Hörður Axel til Spánar

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að finna sér nýtt félag. Hann samdi við spænska úrvalsdeildarliðið CB Valladolid.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar í undanúrslitin á EM í Körfu

Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 72-62, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, skoraði 27 stig í leiknum en Frakkar munu mæta Spánverjum í undanúrslitununum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar unnu Slóvena - átta liða úrslitin klár

Finnar rifu sig upp efir stór töp á móti Króatíu og Spáni og unnu glæsilegan 16 stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 92-76, í lokaleik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu. Finnar voru úr leik fyrir leikinn og leikurinn skipti Slóvena engu máli enda þegar ljóst að þeir myndu enda í 2. sæti riðilsins og mæta þar með Frökkum í átta liða úrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ítalir unnu Spánverja í framlengingu

Ítalir unnu fimm stiga sigur á Evrópumeisturum Spánverja, 86-81 í framlengdum leik í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Bæði liðin voru fyrir leikinn komin áfram í átta liða úrslitin en eru að berjast um efstu sætin í riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Slóvenar áfram | Línur teknar að skýrast

Slóvenía sigraði Grikkland í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í gær 73-65. Slóvenar bættust í hóp Króatíu, Litháen, Serbíu og Frakklands sem öll höfðu tryggt sig í átta liða úrslitin.

Körfubolti
Fréttamynd

Krstic: Þessi sigur var fyrir Natösu Kovacevic

Nenad Krstic, fyrirliði serbneska landsliðsins í körfubolta, tileinkaði körfuboltakonunni Natösu Kovacevic sigur Serba á Lettlandi á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Servar unnu Letta þá 80-71 og tryggðu sér sæti í milliriðli keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker frábær í sigri Frakka

Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar komnir áfram eftir sigur í tvíframlengdum leik

Finnar halda áfram að standa sig vel á Evrópumótinu í körfubolta karla í Slóveníu en Finnar tryggðu sér sæti í milliriðli með 86-83 sigri á Rússum í tvíframlengdum leik í dag. Úrslitin þýða að Rússar eru úr leik á mótinu. Úrslitin eru ráðin í D-riðli því Ítalía og Grikkland eru líka komin áfram eins og Finnland. Tyrkland, Svíþjóð og Rússland eru úr leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar réðu ekki við Ítala

Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum

Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn.

Körfubolti