Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 19:35 Eiríkur Bergmann segir væringar í gangi á hægri væng stjórnmálanna. Áslaug Arna vonar að hægrimenn geti sameinast undir sjálfstæðisstefnunni. Vísir/samsett Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira