Körfubolti

Fréttamynd

Það var allt brjálað í höllinni

"Þetta var yndislegt kvöld í alla staði. Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir frá byrjun og sterkari í lokin. Maður hafði einhvern veginn alltaf trú á því að við myndum taka þetta," sagði sigurreifur Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar unnu eftir þríframlengdan leik

Zaragoza tryggði sér oddaleik í 8-liða úrslitum spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið bar sigur úr býtum, 122-120, gegn Valencia í ótrúlegum körfuboltaleik en framlengja þurfti í þrígang. Jón Arnór Stefánsson var flottur í liðið Zaragoza og gerði 14 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Coach K hættur við að hætta með bandaríska landsliðið

Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, verður áfram þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta en hann mun samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðla tilkynna þetta á blaðamannafundi í dag. Krzyzewski hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2005 og komið því á ný í sérflokk í alþjóðaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrjú silfur og fjögur í úrvalsliðum NM unglinga í körfu

Íslensku unglingalandsliðin í körfubolta unnu til þrennra silfurverðlaun á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem lauk í Stokkhólmi í dag. Bæði 18 ára liðin sem og 16 ára lið karla urðu í 2. sæti á mótinu en 16 ára stelpurnar urðu að sætta sig við 4. sætið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með 9 stig í sannfærandi útisigri

Jón Arnór Stefánsson skoraði 9 stig þegar CAI Zaragoza vann 23 stiga útisigur á Mad-Croc Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Sigurinn kemur Zaragoza-liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Englarnir unnu annan titilinn á fjórum dögum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice enduðu tímabilið með því að vinna enn einn titilinn því liðið tryggði sér í kvöld sigur í slóvakísku-ungversku deildinni sem var sett á laggirnar í fyrsta sinn í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór hafði betur gegn Hauki

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza áttu ekki í miklum vandræðum með botnlið La Bruixa d'Or í Íslendingaslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. CAI Zaragoza vann leikinn með 27 stiga mun 89-62.

Körfubolti
Fréttamynd

Grátlegt hjá Hlyni og Kobba

Sundsvall Dragons beið í kvöld lægri hlut 109-104 gegn Södertäjle Kings í framlengdum leik í kvöld. Kóngarnir eru því sænskir meistarar.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena meistari í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir varð í kvöld slóvakískur meistari annað árið í röð með liði sínu Good Angels Kosice. Liðið vann öruggan 80-63 sigur á MBK Ruzomberok í fimmta leik liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall minnkaði muninn

Sundsvall Dragons náði að koma í veg fyrir að Södertälje Kings yrði sænskur meistari í körfubolta í dag með sigri í leik liðanna á heimavelli, 90-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Nigel Moore áfram hjá Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Nigel Moore um að spila áfram með karlaliði félagsins sem og að þjálfa kvennaliðið á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Englanna

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels frá Kosice biðu lægri hlut 82-65 gegn MBK Ruzomberok í úrslitaeinvíginu um slóvneska meistaratitilinn í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Flottur leikur hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann góðan sigur á Valladolid, 99-86, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Drekarnir töpuðu fyrsta leiknum

Sundsvall Dragons byrjaði ekki vel í lokaúrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfubolta. Liðið tapaði fyrir Södertälje Kings á heimavelli í kvöld, 72-66. Báðir Íslendingarnir í liði Sundsvall áttu góðan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá frægasti til Íslands

Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni.

Körfubolti