Körfubolti

Fréttamynd

Pavel verður hvíldur á móti Ísrael á morgun

Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á morgun en hann er ekki orðinn nógu góður af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í upphitun fyrir Slóvakíuleikinn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir fengu skóna sína rétt fyrir æfingu

Íslenska körfuboltalandsliðið er þessa stundina á æfingu fyrir leikinn á móti Ísrael sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun en það munaði engu að sumir leikmanna liðsins þyrftu að æfa á sokkalestunum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91

Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkin unnu gullið í spennuleik gegn Spánverjum

Bandaríkjamenn tryggðu sér gullið í 107 - 100 sigri á Spánverjum í London. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 6 Ólympíuleikum sem Bandaríkjamenn sigra körfuboltamót Ólympíuleikanna og aðra Ólympíuleikanna í röð sem þeir sigra Spánverja í úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo og LeBron í stuði í sigri á Spánverjum

Bandaríska körfuboltalandsliðið sýndi styrk sinn í æfingaleik á móti Spáni í gærkvöldi en Bandaríkjamenn unnu þar öruggan 22 stiga sigur, 100-78, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Ólympíuleikana í London.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers heldur áfram að styrkja liðið

Hinn þaulreyndi leikmaður Antawn Jamison hefur samið við LA Lakers og er samningurinn til eins árs. Framherjinn, sem er 36 ára gamall, var í aðalhlutverki hjá Cleveland Cavaliers en hann hefur einnig leikið með Washington Wizards. Jamison hefur aldrei unnið NBA titil á ferlinum og er hann í sömu stöðu og kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash sem hefur einnig samið við Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA liðin fá að setja auglýsingar á búningana

Stjórn NBA deildarinnar í körfuknattleik hefur samþykkt að leyfa liðunum í deildinni að selja auglýsingar á keppnisbúninga. Auglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á keppnisbúningum í NBA deildinni en frá og með keppnistímabilinu 2013-2014 verður það leyft.

Körfubolti
Fréttamynd

Draumaliðið átti ekki í vandræðum með Bretland

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Breta að velli í æfingaleik sem fram fór í Manchester í gær. "Draumaliðið“ skoraði 118 stig gegn 78 stigum heimamanna en 17.000 áhorfendur mættu á leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

LA Lakers vilja klófesta Dwight Howard

Miðherjinn sterki, Dwight Howard, er einn stærsti "bitinn“ á leikmannamarkaðinum í NBA deildinni í körfubolta. Howard hefur ekki áhuga á að semja við Orlando Magic að nýju og flest NBA lið vilja klófesta leikmanninn sem er á meðal bestu varnarmanna deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang.

Körfubolti
Fréttamynd

Darrell Flake til Þorlákshafnar

Þórsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en Darrell Flake hefur gengið til liðs við félagið. Þetta sagði Bendedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, við karfan.is.

Körfubolti