Körfubolti

Fréttamynd

CSKA Moskva komst í úrslitaleikinn eftir æsispennandi leik

Rússneska félagið CSKA Moskva tryggði sér sæti í úrslitaleik Euroleague eftir 66-64 sigur á gríska liðinu Panathinaikos í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Istanbul í Tyrklandi. CSKA Moskva mætir annaðhvort Olympiacos eða Barcelona í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn stendur nú yfir og er í beinni á Sporttv.is

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen: Chicago ennþá sterkastir

Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Er þetta ótrúlegasta þriggja stiga karfa allra tíma? | Skeleskotið

Körfuboltamenn í Eistlandi er ekki mjög þekktir á Íslandi en það gæti verið að nafn Armands Skele verði þekkt stærð í framtíðinn. Bakvörðurinn Skele er leikmaður Kalev/Cramo og hann tók sig til og hitti í körfuna með ótrúlegum hætti í úrslitakeppninni gegn Rakvala Tarvas. Atvikið má sjá í myndbandinu sem segir allt sem segja þarf en þess má geta að með þessu skoti náði Skele að minnka forskot Rakvala Tarvas í þrjú stig, 77-74 og á endanum hafði lið hans betur, 92-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena meistari í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir varð í dag slóvakískur meistari í körfubolta en lið hennar, Good Angels Kosice, hafði talsverða yfirburði yfir andstæðinga sína í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers hafði betur gegn Oklahoma í tvíframlengdum leik

Það var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær en það líður að lokum deildarkeppninnar. Kobe Bryant og félagar hans í LA Lakers unnu upp 18 stiga forskot Oklahoma í 114-106 sigri Lakers í tvíframlengdum leik. Bryant skoraði alls 26 stig í leiknum en liðsfélagi hans Metta World Peace var vísað af leikvelli fyrir ljótt brot gegn James Harden í öðrum leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Troðslustelpan og félagar töpuðu ekki leik í vetur | Baylor meistari

Brittney Griner og félagar hennar í Baylor tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn í kvennaháskólakörfuboltanum í nótt þegar þær unnu 19 stiga sigur á Notre Dame í úrslitaleiknum. Baylor vann alla 40 leiki tímabilsins og varð sjöunda kvennaliðið sem nær því en það fyrsta síðan að liðin fóru að leika 40 leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Kentucky bandarískur háskólameistari í körfubolta

Kentucky tryggði sér bandaríska háskólameistaratitilinn í körfubolta í nótt þegar liðið vann Kansas 67-59 í úrslitaleik. Það hefur mikið verið látið með þetta Kentucky-lið enda hafa þeir verið illviðráðanlegir í vetur og margir leikmanna liðsins þykja líklegir til að vera valdir snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall Dragons úr leik í Svíþjóð

Svíþjóðarmeistararnir og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap í oddaleik rimmu sinnar gegn LF Basket í fjórðungsúrslitum, 88-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Tröllatroðsla hjá Griner | ekki á hverjum degi sem kona treður í körfubolta

Brittney Griner, leikmaður háskólakörfuboltaliðsins Baylor, gerði sér lítið fyrir og tróð boltanum í körfuna í leik í úrslitakeppni NCAA deildarinnar gegn Florida. Griner, sem er 2.02 m á hæð, er aðeins önnur konan í sögu háskólakörfuboltans sem nær að troða boltanum í úrslitakeppninni. Alls skoraði Griner 25 stig í leiknum og Baylor landaði 76-57 sigri. Þess má geta að körfuhringurinn er í 3.05 metra hæð frá gólfi.

Körfubolti
Fréttamynd

Derek Fisher laus allra mála hjá Houston | hvaða lið vill fá hann?

Derek Fisher mun ekki leika með Houston Rockets í NBA deildinni en hann var sendur til liðsins á dögunum í leikmannaskiptum. Hinn 37 ára gamli bakvörður var í herbúðum LA Lakers í 13 ár en hann hefur nú komist að samkomulagi við Houston að kaupa upp samning sinn við félagið og getur hann samið við hvaða lið sem er.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Dallas aftur á sigurbraut

Dirk Nowitzky var sjóðheitur þegar að Dallas Mavericks vann Utah Jazz í NBA-deildinni í nótt, 102-96. Nowitzky skoraði 40 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

Körfubolti
Fréttamynd

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena næststigahæst í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Brynjar með sjö stig í tapleik

Brynjar Björnsson og félagar í Jämtland Basket töpuðu þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Uppsala Basket 85-81 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Jämtland er í níunda sæti deildarinnar og minnka líkurnar á á liðið nái í úrslitakeppninna með hverju tapinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur hjá Jóni Arnóri en tap hjá Hauki

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig fyrir Zaragoza sem sigraði Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa töpuðu fyrir Joventut 92-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Rekinn út úr húsi eftir eina flottustu troðslu ársins

Þær finnast varla flottari troðslurnar í körfuboltanum en sú sem Markel Brown náði í leik Oklahoma State og Missouri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vikunni. Stærsta fréttin var þó sú að þetta var það síðasta sem strákurinn fékk að gera í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers tapaði þriðja leiknum í röð | Miami tapaði á heimavelli

Aðeins fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar tapaði Los Angeles Lakers sínum þriðja leik í röð. Lakers tapaði 98-96 gegn Indiana á heimavelli. Miami tapaði einnig óvænt í gær á heimavelli gegn Milwaukee, 91-82. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.

Körfubolti