Körfubolti

Fréttamynd

„Ekki einu sinni 20 stigum undir“

Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnst þetta vera van­metinn titill

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Körfubolti
Fréttamynd

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarnan einum sigri frá úrslitum en Snæfell jafnaði metin gegn Þór

Unandúrslit umspilsins í 1. deild kvenna í körfubolta um sæti í Subway-deildinni eru komin á fleygiferð. Stjarnan er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum eftir ellefu stiga sigur gegn KR, en í einvígi Snæfells og Þórs frá Akureyri er staðan nú 1-1 eftir nauman fimm stiga sigur Snægells í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Durant gætu mæst í fyrsta sinn síðan 2018

Phoenix Suns og Los Angeles Lakers mætast í leik sem gæti skipt sköpum rétt áður en deildarkeppni NBA-deildarinnar lýkur. Það gæti farið svo að það yrði fyrsti leikurinn sem Kevin Durant og LeBron James spila gegn hvor öðrum síðan 2018.

Körfubolti
Fréttamynd

Lof­samar síðasta púslið í Þórsliðið: „Guðs­gjöf“

Þórsarar eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið er á mikilli siglingu og vann í kvöld sinn sjöunda sigur í átta leikjum. Andstæðingurinn í kvöld var Stjarnan og varð niðurstaðan nokkuð þægilegur fjórtán stiga sigur. Einn af lykilmönnum liðsins, og stór þáttur í því að Þór varð meistari fyrir tveimur árum, er Styrmir Snær Þrastarson. Hann ræddi við Vísi eftir sigurinn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Teitur segir Basi­le bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rök­styðja það“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jókerinn og Gríska undrið halda á­fram að ein­oka fyrir­sagnirnar

Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum.

Körfubolti