Íslenski handboltinn

Fréttamynd

ÍBV spilar fyrir norðan

Einn leikur verður í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Þór keppir við ÍBV klukkan 19.15 á Akureyri. Þrír leikir verða í 1. deild karla. Grótta/KR mætir FH, Stjarnan keppir við Fram og Afturelding fær Selfoss í heimsókn.

Sport
Fréttamynd

Þór A. - ÍBV í kvöld

Einn leikur fer fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld en þá mætast Þór frá Akureyri og ÍBV í Höllinni fyrir norðan og hefst leikurinn klukkan 19:15. Þórsarar meiga illa við að tapa leiknum en þeir sitja sem stendur í neðsta sæti deildarinnar, ásamt Víkingum, með átta stig. Eyjamenn eru í fimmta sæti með ellefu stig, þrem stigum á eftir HK sem er efst með fjórtán.

Sport
Fréttamynd

Óvíst hvort Birkir fari út

Birkir Ívar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, segir að það skýrist um eða eftir næstu helgi hvort hann gangi til liðs við þýska handboltaliðið Hamborg. Birkir, sem æfði tvisvar með félaginu í síðustu viku, fékk tilboð frá þýska liðinu en umboðsmaður hans er búinn að gera gagntilboð og hittir forystumenn Hamborgarliðsins síðar í vikunni.

Sport
Fréttamynd

HK náði toppsætinu

HK komst í fyrsta sætið í úrvalsdeild karla í handbolta eftir sigur á Víkingi í gærkvöldi, 32-25. Þegar ellefu umferðir eru búnar hefur HK 14 stig, Haukar 13 en síðan koma Valur og ÍR með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Stoltur faðir og ÍR-ingur

Þeir voru margir ÍR-ingarnir sem áttu erfitt með að fela tilfinningar sínar um síðustu helgi þegar ÍR lyfti langþráðum titli í handboltanum. Einn þeirra var Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, sem hefur lagt ómældan tíma og kraft í að gera ÍR að stórveldi í handboltanum síðustu fimmtán ár.

Sport
Fréttamynd

Gjörbreytt íslandsmót á næsta ári

Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. </font />

Sport
Fréttamynd

Ágúst ekki áfram með Gróttu/KR

Ágúst Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu/KR í 1. deildinni í handbolta, mun ekki þjálfa liðið á næstu leiktíð. Þetta tilkynnti Ágúst forráðamönnum Gróttu/KR í byrjun síðustu viku og leikmönnum liðsins í lok vikunnar. Meira verður fjallað um málið í DV á morgun þar sem meðal annars verða raktar ástæður uppsagnarinnar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur með sex mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen þegar liðið náði jafntefli gegn BM Granollers á heimavelli hinna síðarnefndu á Spáni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða. Lokatölur urðu 29-29 eftir að staðan hafði verið 14-14 í hálfleik. Liðin mætast að nýju á heimavelli Essen í Þýskalandi eftir viku.

Sport
Fréttamynd

Lemgo undir í hálfleik

Celje Laskov frá Slóveníu hefur hefur betur í hálfleik gegn Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Lemgo byrjaði betur og leiddi framan af en undir lok hálfleiksins kom skelfilegur leikkafli heimamanna sem Slóvenarnir færðu sér í nyt og leiða þeir í hálfleik, 16-17.

Sport
Fréttamynd

Einar skoraði tvö fyrir Wallau

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Lubeck 34-32 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Wallau er í 10. sæti í deildinni með 24 stig. Félagið á nú í miklum fjárhagskröggum eins og kunnugt er og ekki ljóst hvort það getur haldið áfram keppni, en það skýrist á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar yfir í hálfleik

ÍR-ingar hafa betur í hálfleik gegn KA í viðureign liðanna í DHL-deilda karla í handbolta. Jafnræði var með liðunum megnið af hálfleiknum en góður varnarleikur og enn betri markvarsla Ólafs Gíslason varð þess valdandi að ÍR fer með fjögurra marka forystu í hálfleikinn, 19-15.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá ÍR

ÍR-ingar unnu í dag mikilvægan sigur á KA-mönnum í DHL-deild karla í handbolta. Lokatölur urðu 35-32 eftir ÍR hafði leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 19-15. Sigurinn var sanngjarn og fleytti ÍR-ingum upp fyrir KA og upp að hlið HK og Valsmanna á stigatöflunni með 12 stig. Haukar eru á toppnum með 13 stig, og leika þessa stundina gegn ÍBV.

Sport
Fréttamynd

ÍR lagði KA

KA-menn sóttu ekki gull í greipar ÍR-inga í Austurbergi í gær, en heimamenn höfðu yfir allan leikinn.

Sport
Fréttamynd

Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko

Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af.

Sport
Fréttamynd

Logi og félagar lágu heima

Logi Geirsson og félagar í þýska stórliðinu Lemgo eru að öllum líkindum á leið út úr meistaradeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Celje Laskov frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. Lokatölur urðu 29-33 eftir að Celje höfðu haft eins marks forystu í hálfleik. Logi var meðal bestu manna Lemgo í leiknum og skoraði 6 mörk.

Sport
Fréttamynd

Fram vann Aftureldingu

Fram vann í kvöld heimasigur á Aftureldingu í 1. deild karla í handknattleik, 26-20. Jón Pétursson skoraði 7 mörk fyrir Fram en Ernir Arnarsson var atkvæðamestur í liði gestanna með 5 mörk. Frammarar komust með sigrinum upp að hlið FH á toppi 1. deildar með 10 stig en Afturelding er í 4. sæti með 6 stig.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Valsmanna

Valsmenn unnu í kvöld góðan sigur á Þórsurum í DHL-deild karla í handbolta. Lokatölur urðu 36-29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19-15 Val í vil. Valsmenn komust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig en Þórsara sitja á botninum með 8 stig.

Sport
Fréttamynd

Grótta/KR sigraði Selfoss

Einn leikur fór fram í sjöundu umferð fyrstu deildar karla í handknattleik í kvöld er Selfoss tók á móti Gróttu/KR. Gestirnir höfðu betur 24-17 og eru nú komnir í þriðja sætið með jafn mörg stig og Fram sem situr í öðru sætinu og aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er á toppnum.

Sport
Fréttamynd

Möguleikar Ólafs svo gott sem úti

Möguleikar Ólafs Stefánssonar og félaga hjá Ciudad Real á spænska meistaratitlinum í handbolta eru svo gott sem horfnir eftir eins mark tap gegn Ademar Leon í fyrrakvöld, 29-28.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur með 4 í sigurleik

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk þegar Essen sigraði Grosswallstadt 29-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með 6 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark.

Sport
Fréttamynd

Patrekur að komast í gang

Patrekur Jóhannesson er að komast í gang á nýjan leik og skoraði þrjú mörk fyrir Minden, sem vann Wetzlar.

Sport
Fréttamynd

Tveir fulltrúar Íslendinga

8 liða úrslit Meistaradeildarinnar í handbolta hefjast á morgun og eigum við Íslendingar tvo fulltrúa í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Haukar náðu fyrsta sætinu

Haukar náðu í gærkvöldi fyrsta sætinu í úrvalsdeild karla í handbolta þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara ÍR með 31 marki gegn 24. Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 skot í marki Hauka en Andri Stefan skoraði 8 mörk og Vignir Svavarsson 7. Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þorbjörnsson voru markahæstir hjá ÍR með 6 mörk hvor.

Sport
Fréttamynd

Haukar í toppsætið

Haukar tylltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik karla í kvöld er þeir sigruðu bikarmeistara ÍR örugglega 24-31 í Austurbergi. Markverðir beggja liða voru í sérflokki í leiknum en Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 í marki Hauka og Hreiðar Guðmundsson 22 í marki ÍR.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði Fram

Einn leikur fór fram í úrvaldsdeild kvenna í handknattleik í kvöld er Stjörnustúlkur lögðu Fram 32-22. Eftir leikinn eru Stjörnustúlkur í þriðja sæti með 21 stig, en Haukar eru á toppnum með 32 stig og ÍBV hefur 30. Fram er í áttunda og síðasta sæti með sjö stig.

Sport
Fréttamynd

Stefnir í gjaldþrot Wallau

Fátt virðist geta bjargað þýska úrvalsdeildarliðinu Wallau Massenheim, en félagið skuldar rúmlega 100 miljónir króna og þar af er stór hluti skattaskuldir. Framkvæmdarstjóri félagsins og aðaleigandi eru grunaðir um sviksamlegt athæfi en þeir neita sök og segjast blásaklausir.

Sport
Fréttamynd

Eins marks sigur Vals á KA

Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson með13 mörk. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Jónatan skoðar samningstilboð

Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði KA í handboltanum, hefur undir höndum tveggja ára tilboð frá þýska félaginu Ossweil sem sem leikur í annari deild. Jónatan skoðaði aðstæður hjá þýska félaginu um helgina, en hann sagði í samtali við íþróttadeildina í gærkvöldi að hann myndi setjast yfir samningsdrögin og taka ákvörðun í framhaldi af því.

Sport