Ástin á götunni

Fréttamynd

Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við

Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá KR og Val

KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH

Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné.

Sport
Fréttamynd

KR – Valur í kvöld

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld en þá mætast Reykjavíkur risarnir KR og Valur í Frostaskjóli. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.00. KR tapaði í síðustu umferð 5-0 fyrir Grindavík og eru í 5 sæti með 12 stig. Valur sem gerði markalaust jafntefli við Keflavík er í 7 sæti með 11 stig.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn steinlágu heima

Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum.

Sport
Fréttamynd

Ásta Árnadóttir best

Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina.

Sport
Fréttamynd

Freyr Bjarnason meiddur

Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Lessa til Fylkis

Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul.

Sport
Fréttamynd

Markaregn í kvöld

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar áfram

Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

FH mætir TVMK Tallin

Í dag var dregið í forkeppnum Evrópumótanna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar FH mæta TVMK frá Tallin frá Eistlandi í fyrstu umferð meistaradeildarinnar og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign svo mæta pólska liðinu Legia Varsjá. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí. Valsmenn og Skagamenn mæta liðum frá Danmörku í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða.

Sport
Fréttamynd

Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

Sport
Fréttamynd

Grindvíkingar burstuðu KR

Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó.

Sport
Fréttamynd

Átta mörk í fyrri hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Staðan í leik Blika og Fylkis í Kópavogi er jöfn 2-2, Grindvíkingar hafa yfir 2-0 gegn KR, ÍBV er yfir 2-0 gegn Skagamönnum í Eyjum og markalaust er hjá Víkingi og FH.

Sport
Fréttamynd

Áttunda umferðin að hefjast

Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur nú í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. Breiðablik tekur á móti Fylki, Grindavík fær KR í heimsókn, Skagamenn fara til Eyja og þá taka Víkingar á móti Íslandsmeisturum FH í Fossvoginum.

Sport
Fréttamynd

Steindautt jafntefli á Laugardalsvelli

Valsmenn og Keflvíkingar skildu jafnir 0-0 í fyrsta leik 8. umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var spilaður við kjöraðstæður í blíðunni í Laugardalnum, en engin mörk litu dagsins ljós og liðin skiptu með sér stigunum. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur - Keflavík að hefjast

Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn taka á móti Keflvíkingum á Laugardalsvelli og er þetta fyrsti leikurinn í áttundu umferð deildarinnar, sem klárast svo annað kvöld. Valsmenn eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og Keflvíkingar í því 7. með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri íslenska liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra markið á 40. mínútu. Það var svo Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem bætti við glæsilegu marki beint úr hornspyrnu á 86. mínútu. Margrét Lára skoraði svo annað mark sitt í leiknum á 89. mínútu. Íslenska liðið lék mjög vel í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Blikarnir hafa tapað flestum stigum

Nýliðar Breiðabliks töpuðu niður forskoti fjórða leikinn í röð í Landsbankadeild karla á Akranesi í gær og eru það lið í deildinni sem hefur tapað langflestum stigum í fyrstu sjö umferðunum. Að tapa stigum telst það þegar lið tapa eða gera jafntefli í leikjum sem þau hafa haft forustu í. Grindvíkingar koma þeim næstir en þeir eru líka það lið sem hefur unnið sér inn flest stig eftir að hafa verið undir í leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

Willum Þór ósigraður í Grindavík

Willum Þór Þórssyni hefur gengið vel með sín lið þegar hann hefur heimsótt Grindvíkinga þótt ekki hafi Valsmönnum tekist að koma með öll stigin heim úr leik sínum þar í gær. Þetta var sjötti leikur liðs undir stjórn Willums Þór á Grindavíkurvelli og hans lið hafa náð í 14 af 18 stigum í boði eða 78% stiganna. Markatalan er, 7-2, liðum Willums í vil.

Sport
Fréttamynd

FH lagði ÍBV

Íslandsmeistarar FH lögðu ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeildinni í kvöld. KR lagði Víking 1-0, Skagamenn lögðu Blika 2-1 og Grindavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum.

Sport
Fréttamynd

Kekic hættur hjá Grindavík

Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag.

Sport
Fréttamynd

Viktor Bjarki bestur

Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn.

Sport
Fréttamynd

KR lá í Eyjum

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍBV vann góðan 2-0 sigur á KR með mörkum frá Atla Jóhannssyni og Jonah Long, en Keflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð þegar þeir lágu 2-1 fyrir Fylki í Árbænum. Sævar Þór Gíslason skoraði bæði mörk Fylkis, en Guðmundur Steinarsson minnkaði munin í lokin fyrir Keflvíkinga.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í Árbænum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hvorugu liðinu hefur tekist að skora enn sem komið er. Þá er hinn margfrestaði leikur ÍBV og KR einnig hafinn í Vestmannaeyjum.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir gegn FH

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik.

Sport
Fréttamynd

Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram?

Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína.

Sport
Fréttamynd

Aftur frestað í Eyjum

Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15.

Sport