Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna.
Úrvalslið 8.-14. umferðar:
Markvörður:
Guðbjörg Gunnarsdóttir - Val
Varnarmenn:
Ásta Árnadóttir - Val
Guðlaug Jónsdóttir - Breiðabliki
Guðný B. Óðinsdóttir - Val
Ólína G. Viðarsdóttir - Breiðabliki
Miðjumenn:
Erna B. Sigurðardóttir - Breiðabliki
Fjóla Dröfn Friðriksdóttir - KR
Hólmfríður Magnúsdóttir - KR
Katrín Ómarsdóttir - KR
Framherjar:
Margrét Lára Viðarsdóttir - Val
Nína Ósk Kristinsdóttir - Keflavík