Ástin á götunni

Fréttamynd

Real Madrid komið á toppinn

Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller.

Sport
Fréttamynd

Ívar & Brynjar með í sigri Reading

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku báðir allan leikinn með Reading sem endurheimti 2. sætið í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag með 2-0 sigri á Ipswich. Reading er 3 stigum á eftir toppliði Sheffield Utd í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Guðjóns án sjálfstrausts

Guðjón Þórðarson þjálfari enska 2. deildarliðsins Notts County veit ekki sitt rjúkandi ráð þessa dagana en lið hans lék í gær áttunda leik sinn í röð án sigurs þegar það steinlá fyrir Rochadale, 3-0. <em>"...Þegar menn vorkenna sjálfum sér hjálpar það engum og þess gætir einmitt meðal minna leikmanna um þessar mundir."</em>

Sport
Fréttamynd

Man City í fjórða sætið

Andy Cole skoraði bæði mörk Manchester City sem læddi sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta nú síðdegis með sigri á West Ham 2-1. City komst í 2-0 en Bobby Zamara minnkaði muninn á lokamínútunum. City er með 17 stig í fjórða sætinu, jafnmörg stig og Man Utd sem er í 3. sæti. West Ham er í 9. sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Robson tekur ekki við Írum

Gamla kempan Sir Bobby Robson hefur vísað þeim getgátum að hann muni taka við írska landsliðinu á bug og segir að liðið sé nú þegar með góðan þjálfara í Brian Kerr. Ekki er þó búist við að samningur hans verði endurnýjaður úr því að liðið komst ekki í lokakeppni HM.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Álasunds á Start

Það urðu óvænt úrslit í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar efsta liðið Start tapaði á heimavelli 5-4 fyrir Álasundi. Jóhannes Harðarson var í byrjunarliði Start en Haraldur Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Álasunds.

Sport
Fréttamynd

Tvö mörk hjá Gunnari Heiðari í dag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að fara hamförum í sænska fótboltanum en hann skoraði tvö mörk fyrir Halmstad í dag sem valtaði fyrir botnlið sænsku úrvalsdeildarinnar, Assyriska, 5-0. Gunnar er nú einn markahæstur í deildinni með 16 mörk þegar liðið á aðeins einn leik eftir af mótinu.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur sigur Aston Villa

Kevin Phillips stimplaði sig í sögubækurnar hjá Aston Villa í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 0-1 sigri í nágrannaslagnum við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarsigur Villa á nágrönnum sínum í 7 viðureignum eða síðan Birmingham endurheimtu sæti sitt í úrvalsdeild árið 2002.

Sport
Fréttamynd

Ítalía: Kýldi vallarstarfsmann

Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve er nú með fullt hús stiga að loknum 7 umferðum. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hrósað fyrir Eið Smára

Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur úr leik í UEFA Cup

Kvennalið Vals er úr leik í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 11-1 tap gegn Evrópumeisturum Turbine Potsdam en leikurinn sem fór fram ytra í dag var síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals þegar hún minnkaði muninn í 2-1 en hún tábrotnaði skömmu síðar og var skipt af velli...

Sport
Fréttamynd

Markið læknaði sár Cissé

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hjá Liverpool virðist hafa gleymt óánægju sinni í herbúðum félagsins eftir að mark hans tryggði liðinu sigur á Blackburn í gær og hefur nú tekið stjóra sinn í sátt. Hann vandaði þó stuðningsmönnum Blackburn ekki kveðjurnar eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Spánn: Taplausu liðin töpuðu

Spútniklið spænska fótboltans á þessu tímabili, Getafe, mistókst að endurheimta toppsætið í La Liga í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni, 1-0 á útivelli fyrir Real Betis. Osasuna skaust upp í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Celta Vigo og er nú jafnt toppliði Real Madrid að stigum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea óstöðvandi - Eiður skoraði

Chelsea heldur ótrautt áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið er enn með fullt hús stiga eftir 9 leiki og 5-1 sigur á Bolton í dag. Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik. Arsenal tapaði heldur óvænt fyrir W.B.A. 2-1, Liverpool vann 1-0 sigur á Blackburn, Man Utd vann 1-3 útisigur á Sunderland og Tottenham vann Everton.

Sport
Fréttamynd

Eiður inn á og Chelsea komið yfir

Chelsea er komið yfir gegn Bolton, 4-1 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 0-1. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálfleik og átti þátt í tveimur fyrstu mörkum Chelsea. Bolton eru manni færri eftir að Ricardo Gardner var vikið af velli. Tottenham er komið 2-0 yfir gegn Everton.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig á leið til Fram

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Helgi Sigurðsson er genginn til liðs við sitt gamla félag, Fram sem leikur í 1. deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Helgi sem hefur undanfarin 2 ár leikið með AGF í Danmörku hefur gert 2 ára samning við Safamýrarliðið en hann lék að auki með Víkingi áður en hann hélt utan í atvinnumennsku árið 1994.

Sport
Fréttamynd

Hannes í byrjunarliði Stoke

Hannes Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem er í byrjunarliði síns liðs í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann er í liði Stoke sem er 1-0 undir í hálfleik gegn Derby. Jóhannes Karl Guðjónsson er á varamannabekk Leicester sem er 0-1 yfir gegn Watford og Bjarni Guðjónsson er á bekknum hjá Plymouth sem er 0-1 undir gegn Sheff Wed.

Sport
Fréttamynd

Wigan lagði Newcastle

Wigan skaust í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-0 sigri á Newcastle og eru nýliðarnir nú með 16 stig eða átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Jason Roberts skoraði eina mark leiksins fyrir Wigan sem léku manni færri frá 83. mínútu. Newcastle sem eru í 12. sæti deildarinnar með 9 stig.

Sport
Fréttamynd

Leeds í 4. sætið

Gylfi Einarsson lék síðustu tvær mínúrnar með Leeds sem vann 1-2 útisigur á Burnley í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi kom inn á sem varamaður á 88. mínútu í liði Leeds sem náði 4. sæti deildarinnar með sigrinum með 21 stig, níu stigum á eftir toppliði Sheff Utd.

Sport
Fréttamynd

Man Utd og Bolton yfir í hálfleik

Bolton er 0-1 yfir gegn Chelsea og Man Utd 0-1 yfir gegn Sunderland þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fimm leikjum sem nú standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staðan hjá W.B.A. og Arsenal er jöfn 1-1, markalaust er hjá Tottenham og Everton og sömuleiðis hjá Liverpool og Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Bolton yfir gegn Chelsea

Bolton er strax komið yfir gegn toppliði Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Grikkinn Stelios Giannakopoulos skoraði markið á 4. mínútu. Þetta er aðeins þriðja markið sem Chelsea fær á sig á tímabilinu en liði er með fullt hús á toppi deildarinnar eftir 8 umferðir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í dag.

Sport
Fréttamynd

Eiður búinn að skora fyrir Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora fyrir Chelsea sem er komið í 5-1 gegn Bolton sem leiddi 0-1 í hálfleik. Eiður hefur átt frábæra innkomu eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í hálfleik og hefur auk þess átt þátt í tveimur mörkum Chelsea í leiknum. Mark Eiðs kom á 74. mínútu. Þá er Liverpool komið 1-0 yfir gegn Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Hannes lék allan leikinn með Stoke

Hannes Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke sem tapaði útileik fyrir Derby 1-0 í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á af varamannabekknum á 71. mínútu í liði Leicester sem vann 2-1 útisigur á Watford. Bjarni Guðjónsson kom ekkert við sögu hjá Plymouth sem tapaði á heimavelli, 0-1 fyrir Sheffield Wednesday.

Sport
Fréttamynd

Arnar skoraði í sigri Lokeren

Arnar Grétarsson lék síðustu 10 mínúturnar og skoraði síðasta mark Lokeren sem vann Charleroi 4-2 í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Grétar Rafn Steinsson sat allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar sem tapaði fyrir PSV Eindhoven 3-0 í hollensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar Notts County

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 2. deildinni tapaði 3-0 fyrir Rochdale í dag. Notts County er nú fallið niður í 14. sæti deildarinnar með 18 stig og hefur nú ekki unnið sigur í 8 leikjum í röð og markatalan 2-10.

Sport
Fréttamynd

Benitez ræðir við leikmenn sína

Djibril Cissé barmaði sér í fjölmiðlum þegar hann var á ferðalagi með franska landsliðinu í vikunni og sagði að hann hefði hug á að fara frá Liverpool ef honum tækist ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum. Benitez tók franska sóknarmanninn inn á teppi og ræddi við hann og heldur því fram að málið sé leyst.

Sport
Fréttamynd

Fletcher og O´Shea skrifa undir

John O´Shea og Darren Fletcher skrifuðu í gær undir nýja samninga við lið Manchester United og því á aðeins einn maður í ungliðasveit liðsins eftir að framlengja samning sinn við félagið, en það er Portúgalinn Cristiano Ronaldo.

Sport
Fréttamynd

Pardew í samningaviðræðum

Alan Pardew, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er nú í samningaviðræðum við félagið um framlengingu á samningi sínum. Pardew hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár og fastlega er búist við að hann skrifi brátt undir nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Mido vill fara til Spurs

Framherjinn Mido, sem verið hefur í láni hjá Tottenham Hotspurs frá Roma síðan í janúar í fyrra, segir að hann vilji ganga formlega í raðir Lundúnaliðsins þegar leiktíðinni lýkur í vor.

Sport
Fréttamynd

Sammi vill leggja Chelsea

Sam Allardyce vill að Bolton verði fyrsta liðið til að leggja Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og varar leikmenn sína við því að þeir verði að nýta hvert einasta færi sem þeir kunna að fá í leiknum um helgina, ef þeir ætli sér að vinna meistarana.

Sport