Ástin á götunni

Fréttamynd

Beckham farinn til Spánar

David Beckham fær ekki að horfa á leik Englendinga og Pólverja af varamannabekk liðsins eins og til stóð, því hann hefur verið kallaður aftur til Spánar til að æfa með Real Madrid. Þar sem Beckham var í banni í leiknum, ákvað Sven-Göran Eriksson að leyfa honum að fara.>

Sport
Fréttamynd

Írar sátu eftir með sárt ennið

Í gærkvöldi varð ljóst að Írum tækist ekki að vinna sær sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, því liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli sínum gegn Svisslendingum, sem með stiginu fá sæti í umspili. Frakkar tryggðu sér beint sæti á HM með auðveldum sigri á Kýpur.>

Sport
Fréttamynd

Sven-Göran tilkynnir byrjunarliðið

Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt byrjunarlið Englands sem mætir Pólverjum í kvöld, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á liðinu vegna meiðsla og leikbanna.>

Sport
Fréttamynd

Ísland komið í 3-0 í Svíþjóð

Íslenska U-21 árs landsliðið er komið í 3-0 gegn Svíum í Eskilstuna í undankeppni EM og það var Bjarni Þór Viðarsson sem skoraði þriðja markið um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Bjarni skoraði með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Emils Hallfreðssonar, sem hefur lagt upp tvö af mörkum Íslands í leiknum. Hörður Sveinsson skoraði hin tvö mörkin í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir 2-0 gegn Svíum

Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu hefur 2-0 forystu í hálfleik gegn Svíum í Eskilstuna í Svíþjóð í undankeppni EM. Hörður Sveinsson skoraði bæði mörk liðsins á fjórum mínútum undir lok fyrri hálfleiksins.

Sport
Fréttamynd

Parlour fór í uppskurð

Ray Parlour, leikmaður Middlesbrough, hefur gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla sem hafa hrjáð hann síðan í september og verður líklega frá keppni fram í desember.

Sport
Fréttamynd

Svíar yfirspila Íslendinga

Eftir 20 mínútna leik er enn markalaust hjá Svíþjóð og Ísland í leik liðanna í undankeppni HM. Svíar verða að vinna til þess að tryggja sér 2. sætið í riðlinum og komst í umspil um sæti á HM. Íslendingar fengu fyrsta færið...

Sport
Fréttamynd

United fylgist með Ballack

Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack mun funda með forráðamönnum Bayern Munchen síðar í þessum mánuði, þar sem nýr samningur verður aðalumræðuefnið. Ekki er búist við að Ballack semji áfram við Bayern, en samningur hans rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Svía 4-1

Íslenska U-21 árs landsliðið lagði Svía 4-1 í Eskilstuna í Svíþjóð í dag og hafnaði því í fjórða sæti riðils síns í undankeppni EM. Hörður Sveinsson skoraði tvö marka íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeir Bjarni Þór Viðarsson og Garðar Gunnlaugsson bættu við sitt hvoru markinu í þeim síðari. Emil Hallfreðsson lagði upp þrjú marka íslenska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Djetou til Bolton

Fyrrum franski landsliðsmaðurinn Martin Djetou hefur gengið til liðs við Bolton í ensku úrvalsdeildinni, en hann hafði verið samningslaus síðan hann fór frá franska liðinu Nice á síðustu leiktíð. Djetou er 31 árs og lék áður hjá Fulham á árunum 2002-04.

Sport
Fréttamynd

Potsdam hefur áhuga á Margréti

Þýska liðið Potsdam átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Val í Evrópukeppninni um helgina, en þjálfari liðsins sagðist hafa hrifist mjög af leik Margrétar Láru Viðarsdóttur og sagðist vilja fá hana til liðs við Potsdam. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sport
Fréttamynd

Henry verður boðinn risasamningur

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi í hyggju að bjóða Thierry Henry stærsta samning í sögu félagsins ef hann fellst á að vera áfram hjá félaginu. Samningurinn myndi hljóða upp á fjögur ár og 100 þúsund pund á viku.

Sport
Fréttamynd

Finnan ekki ákærður

Varnarmaðurinn Steve Finnan verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að mál hans hefur verið tekið fyrir af saksóknara. Finnan lenti í árekstri við áttræðan mann í janúar á þessu ári, með þeim afleiðingum að maðurinn lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

Sérfræðingar óttast enskar bullur

Hollenskur sérfræðingur sem hefur að atvinnu að rannsaka fótboltabullur, segir að þrátt fyrir þokkalega hegðun stuðningsmanna enska landsliðsins í knattspyrnu á síðustu tveimur stórmótum, stafi enn hætta af enskum fótboltabullum og bendir á að þær verði undir smásjánni á HM í Þýskalandi næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Fær Pleat stöðuhækkun?

David Pleat hefur strax verið sterklega orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Portsmouth, eftir að Velimir Zajec sagði starfi sínu lausu eftir aðeins ellefu mánuði í starfi.

Sport
Fréttamynd

Meiðsli í herbúðum Englendinga

Nú hefur verið staðfest að Steven Gerrard mun ekki verða með Englendingum í leiknum gegn Pólverjum um efsta sætið í sjötta riðlinum í undankeppni HM, en auk hans verða þeir Ashley Cole, Sol Campell og David Beckham frá vegna meiðsla og leikbanns.

Sport
Fréttamynd

Potsdam leiðir 2-1 í hálfleik

Þýska stórliðið Potsdam hefur 2-1 forystu gegn Val í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða á Laugardalsvelli, en nú er hálfleikur í viðureigninni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Valsstúlkna, en Guðný Óðinsdóttir náði að jafna metin á 36. mínútu. Þær þýsku komust svo yfir rétt fyrir lok hálfleiksins með glæsilegu marki.

Sport
Fréttamynd

Gallas vill fara frá Chelsea

Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Chelsea hefur gefið það út að hann muni jafnvel fara frá liðnu þegar samningur hans rennur út eftir næsta keppnistímabil, því hann segist þurfa nýja áskorun áður en hann leggur skóna á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Sigurður til Grindavíkur?

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Sigurður Jónsson taka við af Milan Stefán Jankovic sem þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu. Sigurður stýrði Víkingum í sumar með góðum árangri og kom liðinu upp í Landsbankadeildina þrátt fyrir harða samkeppni frá KA-mönnum.

Sport
Fréttamynd

Sven-Göran bjartsýnn

Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englands segir að liðið geti vel orðið heimsmeistari í Þýskalandi ef það verður heppið varðandi meiðsli lykilmanna. Enska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Þýskalands um helgina eftir að Holland bar sigurorð af Tékklandi.

Sport
Fréttamynd

Damien Duff meiddur

Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff verður frá keppni í nokkrar vikur vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Kýpur á laugardaginn og missir því af leiknum mikilvæga gegn Sviss á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur kjöldregnar af Potsdam

Kvennalið Vals var tekið í kennslustund af Evrópumeisturum félagsliða, Potsdam frá Þýskalandi, á Laugardalsvelli í dag. Eftir að leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, opnaðist fyrir allar flóðgáttir hjá Val í þeim síðari og niðurstaðan 8-1 sigur þýska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Þær þýsku nýttu færi sín

Þýsku Evrópumeistararnir í Potsdam sigrðu Valsstúlkur á Laugardalsvelli 8-1 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Margrét Lára Viðarsdóttir átti stórleik í framlínu Vals.

Sport
Fréttamynd

Guðjón æfur eftir tapið í gær

Guðjón Þórðarson, stjóri Notts County, var skiljanlega ekki kátur með sína menn eftir fyrsta tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni gegn Boston United í gær og leikmenn hans eiga ekki von á góðu, því hann segist ætla að eyðileggja helgina fyrir þeim.

Sport
Fréttamynd

Englendingar sigruðu Austurríki

Englendingar unnu tilþrifalítinn en mikilvægan sigur á Austurríkismönnum í 6. riðli undankeppni HM í Manchester í dag, en það var Frank Lampard sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins, en enska liðið lék manni færra frá 59. mínútu, eftir að fyrirliðanum David Beckham var vikið af leikvelli.

Sport
Fréttamynd

Króatar í toppsætið í 8. riðli

Króatar skutust í kvöld í efsta sæti 8. riðilsins í undankeppni HM þegar þeir lögðu Svía 1-0 á heimavelli sínum. Það var Srna sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Fyrr um daginn sigruðu Búlgarir Ungverja 2-0 með mörkum frá Berbatov og Lazarov.

Sport
Fréttamynd

Beckham óhress með rauða spjaldið

David Beckham var ekki sáttur við að vera rekinn af leikvelli í leiknum gegn Austurríki nú áðan og sagði bæði gulu spjöldin sem hann fékk hafa verið mjög strangir dómar. Sven-Göran Eriksson tók í sama streng, en var sáttur við sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Óvíst með Auðun

"Það er farið að líta betur út með Gunnar Heiðar en það er enn óvissa með Auðun fyrir þennan leik gegn Svíþjóð," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari í gær, rétt áður en haldið var til Svíþjóðar.

Sport
Fréttamynd

Beckham sá rautt

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, fékk að líta rauða spjaldið á 59. mínútu leiksins við Austurríki, eftir að hafa fengið að líta sitt annað gula spjald. Dómurinn var nokkuð strangur, því austurríski leikmaðurinn kryddaði brot Beckham nokkuð vel og fiskaði hann í raun útaf. Staðan í leiknum er enn 1-0 fyrir England.

Sport
Fréttamynd

Enskir geta þakkað Hollendingum

Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöldi eftir sigur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram.

Sport