Stuðningurinn metinn á 40 milljónir 7. október 2006 17:57 Hörður Óskarsson frá Ísfélaginu, Jóhann Pétursson formaður ÍBV og Sigurgeir B. Kristgeirsson frá Vinnslustöðinni innsigla samkomulagið með fjöldahandabandi. MYND/Vísir Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags. Mikilvægur þáttur stuðningsins eru tveir 17 sæta Ford Transit bíla sem Vinnslustöðin og Ísfélagið hafa þegar keypt og afhent ÍBV íþróttafélagi til afnota. Þeir koma í stað bíla sömu tegundar sem ÍBV íþróttafélag hafði á rekstrarleigu frá árinu 2003 með stuðningi fyrirtækjanna tveggja. Bílarnir eru aðallega notaðir til að keppnisferða á fastalandinu og notkun þeirra hefur orðið til að minnka stórlega ferðakostnað sem greiddur er úr sjóðum ÍBV íþróttafélags. Enn meiri fjármunir sparast við að ÍBV íþróttafélag hefur nú eignast bílana. Í samstarfssamningunum er ennfremur kveðið á um beina fjárstyrki til ÍBV íþróttafélags og til knattspyrnudeilda, handknattleiksdeilda og unglingaráða beggja deilda. ÍBV íþróttafélag kynnir í staðinn þessa stuðningsaðila sína á kappleikjum og við önnur tækifæri, í auglýsingum blaða á sínum vegum og með merkingum á nýju bílunum. Sjálfur boðskapur nýju samninganna skiptir samt mestu máli þegar upp er staðið, þ.e. sá sameiginlegi ásetningur Ísfélagsins, Vinnslustöðvarinnar og ÍBV íþróttafélags að stuðla að áframhaldandi blómlegu starfi knattspyrnu- og handknattleiksdeildanna í Eyjum og gefa ekkert eftir þó á móti kunni að blása á stundum. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja lögðu mikla áherslu á að barna- og unglingastarf nyti góðs af stuðningnum sem kveðið er á um í samstarfssamningunum. Jafnframt verði stefnt að því að meistaraflokkar karla og kvenna, bæði í knattspyrnu og handknattleik leiki ávallt í efstu deildum og með þeim bestu.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira