Ástin á götunni

Fréttamynd

Sao Paulo í úrslit

Brasilíska liðið Sao Paulo komst í gærkvöldi í úrslit Suður Ameríkukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á argentínska liðinu River Plate. Sao Paolo vann fyrri leikinn 2-0 og því samtals með fimm mörkum gegn tveimur. Sao Paulo mætir annað hvort Atletico Paranaense Brasilíu eða Guadalajara Mexikó í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Collina dæmir áfram

Pierluigi Collina, besti dómari heims, fær að sinna starfi sínu í eitt tímabil til viðbótar vegna nýrra reglna sem ítalska knattspyrnusambandið samþykkti í gær. Collina er orðinn 45 ára og átti að vera hættur þar sem hann hafði náð hámarksaldri dómara.

Sport
Fréttamynd

Robinho vill fara til Madrid

Brasilíska undrabarnið Robinho hefur tekið af allan vafa um framtíð sína og segist vilja ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en hinn 21-árs gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við félög á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Ólafur í ævilangt bann

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Ólaf Gottskálksson í ævilangt keppnisbann fyrir að neita að fara í lyfjapróf í janúar síðastliðnum.  Ólafur sem þá var leikmaður Torquay United er fyrsti leikmaðurinn sem bresk íþróttayfirvöld, UK Sport, nafngreina fyrir að brjóta lyfjareglur í Bretlandi sem settar voru í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Zola leggur skóna á hilluna

Hinn smái en knái knattspyrnusnillingur Gianfranco Zola er hættur knattspyrnuiðkun, nokkrum dögum fyrir 39 ára afmæli sitt, en hann gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður.

Sport
Fréttamynd

Kezman farinn til Atletico Madrid

Framherjinn Mateja Kezman er formlega genginn til liðs við Atletico Madrid á Spáni, en hann náði sér aldrei á strik með Englandsmeisturum Chelsea. Kaupverðið er 5,3 milljónir punda, sem er meira en Chelsea borgaði fyrir hann á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Phillips til Aston Villa

Framherjinn Kevin Phillips staldraði stutt við í ensku fyrstu deildinni, því í þessum töluðu orðum er lið Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni að ganga frá kaupum á leikmanninum frá Southampton, sem eins og kunnugt er féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Sport
Fréttamynd

Robert sektaður aftur

Franski knattpspyrnumaðurinn Laurent Robert er ekki hættur að gagnrýna fyrrum félaga sína hjá Newcastle og nú rétt í þessu fékk hann aðra tveggja vikna sekt sína frá félaginu á sama sólarhringnum fyrir neikvæð ummæli í garð liðsins.

Sport
Fréttamynd

Stoke fær nýjan knattspyrnustjóra

Stoke City hefur ráðið Johan Boskamp sem næsta knattspyrnustjóra félagsins og mun hinn hollenski stjóri taka við af Tony Pulis sem rekinn var í gær.

Sport
Fréttamynd

Ólafur dæmdur í ótímabundið bann

Ólafur Gottskálksson, fyrrum markvörður Torquay á Englandi, hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann ytra fyrir að mæta ekki í lyfjapróf hjá liðinu á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Brasilía og Argentína í kvöld

Brasilía og Argentína mætast í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu.  Leikurinn verður á Waldstadion í Frankurt og hann verður sýndur beint á Sýn. Flautað verður til leiks klukkan 18:45. 

Sport
Fréttamynd

Zenden orðaður við Liverpool

Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden er í enskum miðlum í dag, sagður vera á leið til Liverpool frá Middlesbrough, með það fyrir augum að geta spilað í meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Crespo aftur til Chelsea?

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo, sem var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð frá Chelsea, er hugsanlega á leiðinni aftur til Englandsmeistaranna að sögn forráðamanna Mílanóliðsins.

Sport
Fréttamynd

Figo orðaður við West Ham

Nýliðar West Ham í ensku úrvalsdeildinni eru nýjasta liðið sem orðað hefur verið við Portúgalann Luis Figo hjá Real Madrid, en framtíð kappans er mikið í umræðunni um þessar mundir eftir að ljóst þykir að hann hljóti ekki náð fyrir augum knattspyrnustjóra síns hjá Madrid.

Sport
Fréttamynd

Pulis hættur hjá Stoke

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, er hættur hjá félaginu. Sky News fréttastofan sagði frá þessu fyrir nokkrum mínútum.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo fer ekki fet

Forráðamenn Manchester United hafa blásið á orðróm um að ungstirnið Cristiano Ronaldo sé á förum til Barcelona á Spáni og segja Portúgalann unga hornsteininn að framtíð félagsins.

Sport
Fréttamynd

Souness er barnalegur

Lauren Robert, fyrrum leikmaður Newcastle sem gekk í raðir Portsmouth á dögunum, vandaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Graeme Souness ekki kveðjurnar í viðtali við The Sun í gær.

Sport
Fréttamynd

Pulis var rekinn frá Stoke

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason.

Sport
Fréttamynd

Stoke með fjölmiðlafund á morgun

Stoke hefur boðað til fréttamannafundar á morgun miðvikudag en þá er búist við að kynntur verði nýr knattspyrnustjóri. Tony Pulis var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum að sögn stjórnarformanns Stoke City, Gunnars Þórs Gíslasonar.

Sport
Fréttamynd

Boro kaupir varnarmann

Úrvalsdeildarlið Middlesbrough hefur gengið frá kaupum á austuríska varnarmanninum Emanuel Pogatetz frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Robert sektaður

Forráðamenn Newcastle voru ekki lengi að bregðast við yfirlýsingum Laurent Robert um vanhæfi knattspyrnusjórans Graeme Souness og hafa nú sektað leikmanninn um tveggja vikna laun fyrir uppátækið.

Sport
Fréttamynd

Heiðar skrifaði undir hjá Fulham

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Fulham greiðir Watford 150 milljónir króna fyrir Heiðar.

Sport
Fréttamynd

Heiðar ætlar að standa sig

"Mér líst mjög vel á að fara aftur í úrvalsdeildina. Fulham er gott félag sem hefur metnað til þess að vera ofarlega í deildinni. Ég ætla að sýna og sanna að ég get staðið mig í úrvalsdeildinni," sagði Heiðar Helguson, sem er einn af þremur íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeilinni, en fyrir eru Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Hreiðarsson hjá Charlton.

Sport
Fréttamynd

Chelsea fær ekki Essien

Jean-Michel Aulas, forseti franska stórveldisins Lyon, segir að helsta stjarna liðsins, miðjumaðurinn Michael Essien, verði ekki seldur til Chelsea þrátt fyrir að Roman Abramovich sé reiðubúinn að greiða fúlgur fjár fyrir landsliðsmanninn frá Ghana.

Sport
Fréttamynd

Arsenal keppir við Real um Robinho

Real Madrid leiðir enn kapphlaupið um brasilíska ungstirnið Robinho, að sögn umboðsmanns leikmannsins, þrátt fyrir að Arsenal hafi gert formlegt 14 milljóna punda tilboð í hann um helgina.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid býður í Lampard

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Real Madríd hefði boðið 20 milljónir punda í miðjumann Chelsea, Frank Lampard. Að auki átti Chelsea að fá tvo leikmenn frá Madrídarliðinu, Michael Owen og Santiago Solari. Þetta er haft eftir umboðsmanni Lampards.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn fallnir úr keppni

Það leit ekki út fyrir að Skagamenn væru með nokkra löngun til að komast áfram í Intertoto bikarnum þegar þeir léku síðari leik sinn gegn finnska liðinu Inter Turku í gær.

Sport
Fréttamynd

Samið um vistaskipti Arnesens

Chelsea og Tottenham náðu í gærkvöldi samkomulagi um vistaskipti Franks Arnesens frá Tottenham til Chelsea. Arnesen var tæknistjóri Tottenham en fyrr í sumar reyndi Chelsea að lokka hann til sín. Arnesen var samningsbundinn Tottenham og félagið klagaði Chelsea til enska knattspyrnusambandsins.

Sport
Fréttamynd

Wright-Phillips til Chelsea?

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Chelsea hafi keypt sóknarmanninn Shaun Wright-Phillips frá Manchester City. Kaupverðið er sagt 18 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar íslenskra króna. Þá samþykkti Chelsea í gær að losa Juan Sebastian Veron undan samningi til þess að hann gæti gengið til liðs við Inter Milan.

Sport