Sport

Fram í úrslitaleik VISA bikarsins

Fram tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaleik VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir ótrúlega dramatískan sigur á FH í framlengdum leik og þrefaldan bráðabana í vítaspyrnukeppni. Lokatölur urðu 9-8 fyrir Fram. Allt stefndi í öruggan sigur FH sem leiddi í hálfleik, 2-0 með mörkum frá Allan Borgvardt. Daði Lárusson gerði klaufalegt sjálfsmark sem minnkaði muninn fyrir Fram í 2-1 á 81. mínútu. Daði náði ekki að halda boltanum eftir harðan ágang Andra Fannars Ottóssonar. Daninn Bo Henriksen jafnaði svo metin fyrir Fram 3 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingu og þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni sem þurfti 8 spyrnur frá hvoru liði. Gangur vítaspyrnukeppninnar. Fram Þórhallur Dan (mark) 3-2 FH Baldur Bett (Varið) 3-2 Fram Bo Henriksen (Varið) 3-2 FH Allan Borgvardt (Mark) 3-3 Fram Andri Fannar Ottósson (Mark) 4-3 FH Jónas Grani Garðarson (Mark) 4-4 Fram Viðar Guðjónsson (Mark) 5-4 FH Guðmundur Sævarsson (Mark) 5-5 Fram Ingvar Ólason (Mark) 6-5 FH Tryggvi Guðmundsson (Mark) 6-6 Bráðabani Fram Víðir Leifsson (Mark) 7-6 FH Ólafur Páll Snorrason (Mark) 7-7 Fram Gunnar Gunnarsson (Mark) 8-7 FH Auðun Helgason (Mark) 8-8 Fram Eggert Stefánsson (Mark) (9-8) FH Ásgeir G Ásgeirsson (Varið) 9-8 Fram mætir annað hvort Val eða Fylki í úrslitaleik keppninnar en þau lið eigast við annað kvöld kl. 19:40.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×